Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Þriðjudagur 17. september 1974 '^Líf——N/ lililllllllllllllllllll P. STEFANSSON HF. Heimilishjálp - Garðahreppi Kona óskast til léttra heimilisstarfa eftir hádegi 5 daga vikunnar. Uppl. i sima 40565. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavik Til sölu 2ja herbergja ibúð við Bólstaðarhlið. Um- sóknir félagsmanna berist skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á há- degi mánudaginn 23. september n.k. Félagsstjórnin. Lagermaður Viljum ráða mann til starfa á vörulager okkar að Laugavegi 164. Uppl. á skrifstof- unni. Mjólkurfélag Reykjavikur. Harmoníkuhurðir Coolite harmonikuhurðir, stærð 200x82 cm. Litur hvitt. Sendum i póstkröfu. Simi 28230 og 80655. Ufíébíla- VARAHLUTIR Notaðir varahlutir i flestar gerðir eldri 6/fa Gipsy - Willys - Volkswagen - Cortina Hillman Imp- Saab • Benz -Volvo Fiat - Oþel - BMC - Gioria - Taunus Skoda - Moskvitch - Vauxhall Renault R8 og R4 Höfðatúni 10 * Sími 1-13-97 BÍLA- PARTASALAN Opið frö kt. 9-7 alla virka dago og 9-5 laugardaga Apinn varð óður! Apinn Marvin skoöar sjónvarpsstjörnuna Mike Douglas, sem kom fram í apabúningi i þættinum, sem tekin var upp s.l. sunnu- dag. þvi að kenna eða ekki, þá rann æöi á apann eftir að þættinum lauk, en þá var hann staddur i fundarherbergi sjónvarps- stöðvarinnar eftir að hafa stungið þjálfara sinn og eiganda af. í herberginu réðst hann á allt, sem hægt var að hreyfa Ur stað Skömmu eftir aö þættinum lauk, varö Marvin óður og varö aö flytja hann á brott eins og hvern annan glæpamann, handjárn- aðan fyrir aftan bak. í sjónvarpsþætti Mike Douglas, sem tekinn var upp i Phila- delphiu fyrra sunnu- dag, kom fram 11 ára gamall simpansi, sem kallaður er Marvin. Hann lék alls konar Hér sést svo nokkuð af skemmdunum sem apinn olli meö göngugerð sinni um loft og veggi i fréttadeild sjónvarps- stöövarinnar. kúnstir og gerði mikla lukku, sérstaklega þegar Douglas klæddi sig i apabúning og settist hjá honum og fór að ræða við hann á einhvers konar ,,Tarzan-máli”. Hvort sem það var nú og dreifði pappir og öðru út um allt gólf, alveg bandvitlaus. Eftir mikið þóf tókst loks að handsama Marvin og færa hann á brott i handjárnum. Eigandi hans, sem hefur þjálfað hann i nær 10 ár, segir að hann hafi aldrei látið svona fyrr, og getur ekki gefið neina skýringu á þessu afhæfi apans, sem alla tið hefur verið þægur eins og unga- barn og óvenju námfús og gæfur. James Bond mœtir nú Dracula Mótherji James Bond i nýjustu myndinni um hann „Maðurinn með gullbyssuna”, verður enginn annar en Dracula sjálfur Það er með öðrum orðum Draculaleikarinn frægi, Christopher Lee, sem hefur tekið út úr sér höggtennurnar en illmennissvipurinn er þó enn á sinum stað Scaramanga heitir Christopher Lee i myndinni og leikur þar skúrk, sem komizt hefur að þvi, hvernig nýta megi sólarorkuna til að taka við veraldarstjórninni. En Bond er á sinum stað og kippir i taumana, áður en i óefni er komið ,,Mér finnst Scaramanga ekki vitund verri en Bond i þessari mynd. Munurinn er bara sá, að Bond hefur leyfi drottningar- innar til að drepa á meðan ég geri það fyrir peningana”, segir Christopher. Gullbyssan, sem Scaramanga reynir að beita gegn Bond, er sannkallað töfravopn. t hvert sinn, sem hennar er þörf skrúfar skúrkurinn saman sigarettukveikjarann sinn, blekpennann og eitt og annað smádót og fær úr þvi hið geig- vænlegasta vopn. Bond myndin er 128. myndin, sem Christoper Lee leikur i, auk þess sem hann hefur leikið i 30 leikhúsverkum, sungið i 14 óperum (!) og komið fram i sjónvarpsleikjum meira en 50 sinnum. Christopher talar sjö mál, frönsku, spönsku, þýzku, itölsku, sænsku, rússnesku og ensku og var þvi upphaflega notabur, þegar leika þurfti út- lendinga. Christopher eyðir mestu af sinum fritima á golfvellinum, þar sem hann á það til að sýna fallegan golfleik, enda hinn bezti golfleikari. —JB Christopher Lee, maðurinn meö gullbyssuna, sem sett er saman úr sigarettukveikjara, blekpenna o.fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.