Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. júní 1966 TÍJVLIMM B. Larsen næsti heimsmeistari ? í Moskvu var fyrir skemmstu að ljúka einvígi þeirra Petrosjan og Spassky um heimsmeistaratit ilinn í skák og lyktaði þvi með sigri Petrosjans, 12% v — 11% v, eins og alkunna er. Að réttu lagi ætti þessi þáttur að vera helgað ur einvíginu, en þar sem ég hefi ekki enn haft tíma til að kynna mér skákirnar og önnur gögn úr einvíginu nsegilega vel til að geta gert gangi þess og tafl- mennsku keppenda viðhlítar.di skil, kýs ég heldur að láta það bíða síðari tíma. Þess i stað ætla ég að gera hér að umræðu efni snjallan norrænan skák- mann, sem jafnan hefur verið ís- lenzkum skákunnendum hugstæð ur, síðan hann tefldi hér á landi fyrir u. þ. b. 10 árum síðan. Þessi skákmaður vinnur nú hvern stór sigurinn á fætur öðrum og getur víst engum blandast hugur um, að hér er átt við kunningja vorn, Bent Larsen. Larsen næsti heims- mejstarakandidat? Á síðasta ári, áður en Áskorenda mótið fór í hönd, lýsti Bent Lar sen því yfir, að hann ætlaði sér nú að verða heimsmeistari og gerði síðan grein fyrir því í stór um dráttum, hvernig þetta mundi ganga fyrir sig. Hann stóð dyggi lega við orð sín í fyrsta hluta keppninnar og sigraði júgóslav- neska stórmeistarann, Boris Ivkov, með miklum yfirburðum, en næsti áfangj varð honum ekki eins heilladrjúgur og varð hann þá að lúta í lægra haldi fyrir Michael Thal frá Sovétríkjunum, enda þótt á tímabili liti út fyrir, að sigurinn mundi falla honum í skaut. Þessi ósigur, tvímælalaust óverð skuldaður, batt enda á vonir Lar sens um skjótan frama að þessu sinni. En Larsen er ekki einn þeirra, sem lætur i,smá óhöpp“ á sig fá. Síðan þetta skeði hefur hann tekið þátt í fjölda skák- móta, ávallt með góðum, jafnvel framúrskarandi árangri, og má Ijóst vera, að hann undirbýr þátt töku sína í næstu heimsmeistara- keppni af miklu 'meira kappi en nokkru sinni fyrr. Sú reynsla, sem hann öðlaðist í viðureigninni við Tal, hefur reynzt honum ómet anlegt vegarnesti og m. a. stuðl að að því, að honum tókst að leggja að velli einn fremsta skák meistara Sovétrikjanna, í ein- vígi nú fyrir skemmstu. Einvígi þetta var háð til að fá úr því skorið, hvorum þeirra, Larsen eða Efim Geller, bæri þriðja sætið í síðasta áskorendamóti, en þriðja sief.itS veitir, sem kunnugt er, rétt lil beinnar þátttöku í næsta milli svæðamóti. Þarna vann Larsen einn sinn frægasta sigur til þessa og er nú óhætt að slá því föstu, að með þessum árangri hefur hann endaniega skipað sér í raðir fremstu skákmeistara heims. Hér á eftir fer úrslitaskákin i einvíginu. Einvígi þetta var geysi lega jafnt og tvísýnt og stóðu keppendur jafnir að loknum þeim átta skákum, sem ákveðið var' að tefldar yrðu. Var einvígið þá framlengt og sú ákvörðun tekin, að sá, er fyrstur ynni skák, skyldi talinn sigurvegari. Vann Larsen strax fyrstu skákina og birtist hún hér með skýringum hans. Kaupmannahöfn 1966. Hv: Efim Geller. Sv: Bent Larsen. I. c4 (Geller virðist hafa misst löngunina til að tefla Opna afbrigð ið í Spánska leiknum. (Opna af- brigðið: 1 e4, e5. 2. Rf3, Rc6 3. Rb5, a6 4. Ba4, Rf8 5. 0-0, Rxe4 6. d4, b5 7. Bb3d5 8.dxe5,Be6 Larsen beitti þessari vöm í tveimur skák anna, fyrr í einvíginu og lyktaði þeim báðum með jafntefli. Skýr. Fr. Ól.) 1. —, e6 2.g3, d5 3. Bg2, Rf6 4. Rf3, Be7 5. 0-0,0-0 6. d4, Rbd7. (Þessari stöðu hefi ég ná- in kynni af, því að ég hefi teflt hana mörgum sinnum — á hvítt.) 7. Dc2,c6 8. b3, b5!? (Þessi leik- ur hefur verið telkinn til ítarlegr ar athugunar af yan Scheltinga í hollenzka skáktímaritinu „Schak- end Nederland" og hann mælir nú með 9. Bf4, sem bezta leik hvíts. Þetta byggist sennilega á því, að hann telur leiðina 9. cxb5, cxb5 10. De6, Hb8 11. Bf4, Hb6 12. De2, Bb7! hagstæða svarti, en gætir þess ekki, að hvítur á í stað 12. Dc2 hinn sterka leik Dcl! Hins vegar hafnaði Geller þessari leið vegna möguleikans 10. —, Db6 II. Dxa8, Rb8! 12. Bf4, Rfd7 13. Re5, Bb7 14. Rxd7,Rxd7 15. Dx a8t, Kxf8 og hann áMtur, að svart ur standi vel í þessari stöðu. Jafn framt áleit hann, að 8. b3 væri ónákvæmur leikur, betra væri 8. Rbd2,) 9. Rbd2, bxc4 10. bxc4, B a6 11. Bb2, Hb8 12. Habl, Da5 13. Bc3, Bb4 14. Hxb4 (Geller mælir hér með 14. Hb3, en sá leikur breytir svo sem ekki neinu.) 14. —, Hxb4 15. Hcl (í skákinni van Scheltinga—Zuidema, Beverwijk 1964, varð áframhaldið 15. Bxb4, Dxb4 16. Hbl og hvítum varð ekk ert ágengt. — Gætið þess, að 15. a3? strandar á — Da4! — Auð- vitað ekki 15. —, Dxa3? vegna 16. Hal.) 15. —, Da4 16. Bxb4, Dxb4 17. e3, Hc8 18. Db3, Da5 19. Bfl, h6 (Það gæti komið að góðu gagni síðar í skákinni að hafa skapað kóngnum útgönguleið, enda hótaði hvítur engu í stöð- unni. Slíkir „biðleikir" e’ru frem ur sjaldgæfir í skákum mínum, en Petrosjan t. d. beitir þeim oft. Þeir geta haft viss sálræn áhrif á andstæðinginn. Geller finnst, að hann verði að tefla til vinnings með hvítu. Lykti skákinni með jafntefli verður hann að tefla næstu skák með svörtu og hingað til hefur svart ekki unnið neina skák í einvíginu. Þess vegna vís- ar hann á bug möguleikum á borð við 20. cxd5, cxd5 21. Hxc8t, — og 20. Dc3, Da4 21. Db3. En næsti leikur hans gefur svarti imöguleika til gagnsóknar.) 20. He8, c5! 21. cxd5, (21 Da3, Dxa3 22. Hxa3, en eftir —, Bxc4 er ekkert athugunarvert við stöðu svarts.) 21. —, Rxd5 22. Hcl, (22. Bxa6?, Hb8 leiðir til skiptamunar taps og mun Geller hafa yfirsézt þetta, er hann lék 20. leik sinn) 22. —, Bxfl 23. Rxfl, Hb8 24. Dc2, Rb4 25. Dd2, Dxa2 26. dxc5, Dxd2 27. Rlxd2, Hc8. Hal, Hc7 29. Rb3, e5 (Svartur vill koma í veg fyrir, að riddarinn á f3 fái gripið inn í atburðarásina á drottningar- vænanum. Hvítur á vafalaust að geta haldið stöðunni, en Geller átti nú aðeins eftir 9 mínútur fyrir 11 leiki.) 30. Ha4, Rd3 31. c6 (Meðan á skákinni stóð áleit ég 31. Hc4 vera betri leik, en í riddaraendataflinu, sem á sér stað eftir 31. —, R3xc5 32. Rxcö, Hx c5 33. Hxc5, exc5 34. Rxe5 hefur svartur vinningshorfur vegna frelsingjans á a-línunni.) 31. —, Rb6 32. Hal (Geller hélt því fram síðar, að 32. HaS, f6 33. Rh4 hefði verið sterkara áframhald og er það örugglega rétt hjá honum. Svartur svarar bezt með 33. —, Kf7 og getur að minu áliti sífellt skapað hvíti ný vandamál við að glíma.) 32. —, Rc4 33. Ha4 (Eft ir þennan leik álít ég, að hvíta staðan sé töpuð. Góða jafnteflis möguleika gaf 33. Ra5, Rxa5 34. Hxa5, f6 35. Rh4, Hxc6 (35. —, Kf7 er e. t. v. betra.) 36. Hxa7, Hclt 37. Kg2, Hc2 38. g4!) 33. —, Hxc6 34. Hxa7, Hf6! 35. Hd7 (35. Hc7 hafði ég ætlað mér að svara með 35. —, Rxe3, en hið einfalda 35. —, Hxf3 36. Hxc4, Rxf2 er a. m. k. jafn sterkt.) 35. —, Rxf2 36. Kxf2, e4 37. Rd4, R e5 38. Hd8t, Kh7 39. He8, Rxf3 40. Ke2(?) (Síðasti leikurinn í tímaþrönginni. Geller átti minna en hálfa mínútu eftir og yfir- sézt, hversu afgerandi 41. leikur minn er. Hróksendataflið, sem á sér stað eftir 40. Rxf3, Hxf3t 41. Ke2,f5, er auðunnið fyrir svart, hvita peða staðan splundrast eftir h5—h4. En eftir 40. Kg2!, Rxd4? er ekki leng ur um vinningsstöðu að ræða. Svartur á þó völ á sterkara fram haldi: 40. —, Rd2 og ætti að vinna.) 40. —, Rxh2 41. Hxe4 (Biðleikurinn.) 41. —, Rfl 42. Hg4, g5 42. —, h§ nægði einnig til vinnings, en g5-leikurinn er skemmtilegri. Ef t. d. 43. Rf3 þá —, Hxf3 eða 43. e4, Rh2.) 43. Rb5, Kg6 44. Rc3, h5 — óg hvítur gafst upp. Eftir 45. Hxg5t, Kxg5 46. Re4t, Kg6 47. Rxf6, Kxf6 48. Kxg3, Kg5 er vinningurinn auðsóttur og eft ir 45. Ha4, Rxg3t gerir h-peðið út um skákina. MINNING Jóhannes Samúelsson Fyrir vestan Bröttubrekku neðst í Sökkólfsdal er bærinn Gröf. Þar liggur vegurinn í gegnum tún- ið við hlið íbúðarhússins. Þetta ágæta heimili hefur um áratugi verið eins og opið gistihús, án þess að taka gjald af gestunum. Þarna hafa búið í áratugi hin mestu sóma hjón þau Klemenz Samúelsson og Sesselja Daðadóttir, en þau eru nú háöldruð Bræður og systir Klemenzar hafa og dvalið þar mest af hans búskap. Annar bróðirinn, Kristinn, lézt fyrir einu ári, en hinn, Jó- hannes, lézt nú 18. júní. Hefði orðið 78 ára 23. þ.m. Ferðamenn og flestir Dalamenn munu nú sakna vinar í stað, er fara um garð í Gröf, þegar Jóhannes er horfinn. Hann var greindur vel og fróður um menn og málefni, bæði innan héraðs og utan. Ætt- fróður var hann með afbrigðum. Kunni hann vel að segja frá orð- ræðum og tilsvörum manna viða um land, sem hann hafði fest sér í minni. Hann hafði í hyggju að flytja á Elliheimilið að Fellsenda, sem nú er í smíðum, og þegar- gefið í þá byggingu höfðinglega gjöf. Þegar ég var barn að aldri kom Jóhannes til foreldra minna og var hjá þöim vinnumaður i 10 ár. Aldrei þurfti að segja honum fyrir verkum, svo vel leysti hann störf sín af hendi. Fjármaður og skepnuhirðir var hann með af- brigðum, svo að á orði var haft. Jóhannes var alla tíð eins og einn af okkar fjölskyldu og lét sér mjög annt um okkar hag. Trygg- lyndi hans var einstakt. Nágrannar hans og sveitungar munu lengi minnast Jóhannesar, því að allir eiga um hann góðar minningar. Suðurdalir hafa nú misst einn af sínum sérstæðustu persónuleik- um, þar sem Jóhannes var. Hjálmtýr Pétursson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.