Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 16
-■ .....................• iljPIPSS I 4^ ÍÍÍÍÍÍHjjHtHÍHÍHÍ :::::: ÍB ifal.Ui.il SfiijjijiÍjÍÍi ::!l !í"i iiv »»? mi" ' Héraösheimilið nefnt Valaskjálf 141. tbl. — Laugardagur 25. júní 1966 — 50. árg. ÚBREYTTUR BÆJARSTJÚRN- ARMEIRIHLUTI I KÚPAVOGI Rvík, föstudag. — Klukkan fimm í gær var fundur haldinn í bæjar- HÁKON TORFASON BÆJARSTJÓRI Á SAUÐÁRKRÓK! FB—Reykjavík, föstudag. Eins og áður hefur verið frá skýrt, var Hákon Torfason, verk- fræðingur kosinn bæjarstjóri á Sauðárkróki á nýafstöðnum bæj- Framhald á bls. 14. r stjórn Kópavogs og birtu þá bæj' arfulltrúar Framsóknarflokksins og Félags óháðra kjósenda yfir- lýsingunum, að þeir hefðu saimið um meirihlutastarf um stjórn Kópavogsbæjar þetta kjörtíma- bil á sama samstarfsgrundvelli og gilti áliðnu kjörtímabili. Fundur var haldinn í bæjar stjórn Kópavogs fyrir viku og báru þá fulltrúar Fram sóknarfloikiksins og H-listans þá fram sameiginlega tillögu um frestun allra kosninga til bæjar stjórnarfundar, sem ekki yrði haldinn síðar en 23. júní. Síðan gengu þeir frá samkomu lagi sinu og á fundinum í dag fóru kosningar fram. Forseti bæj arstjórnar til næsta árs var kjör in frú Svandís Skúladóttir, fyrsti varaforseti Björn Einarsson og annar varaforseti Sigurður Grét ar Guðmundsson. í bæjarráð voru kjörnir Axel Jónsson fyrir Sjálf stæðisflokkinn, Ólafur Jensson fyr ir Framsóknarflokkinn og Ólafur íJónsson fyrir Félag óiiáðra kjós j enda. I j Þá var Hjálmar Ólafsson, sem [gegnt hefur starfi bæjarstjóra Isíðasta kjörtímabil, endurkjörinn, i bæjarstjóri. Einnig var kjörið í. |nefndir bæjarstjórnar. Ýmis mál jvoru á dagskrá, og stóð fundur I inn fram eftir kvöldi. | SKEMMTIFERÐIN Örfá sæti eru enn laus í skemmtiferð Framsóknarfélaganna um Reykjanes á morgun, sunnudag. Lagt verður af stað frá Tjarnargötu 26 klukkan 8.30 stundvíslega, og ekið um Vatnsleysuströnd til Keflavíkur og drukkið morgunkaffi í boði Framsóknarfélaganna þar. Valtýr Guðjónsson mun ávarpa hópinn. Síðan verður áð á eftirtöldum stöðum: Garðsskagavita, Sandgerði, Reykjanesvita, Grindavík, Krísuvík, við Strándakirkiu og í Þorlákshöfn. Farið verður heim um Þrengslaveg eða Hellishciði. Komið’ verður heim uin kl. 10 til 11 um kvöldið. Fararstjóri verður Ilannes Pálsson form. fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna. Leiðsögumaður Gísli Guðmundsson. Farmiða þarf að sækja fyrir hádegi í dag á skrifstofu Fram- sóknarflokksins Tjarnargötu 26. Sími 155-64 1-60-66. Fjölmenni við vígsluhátíðina á Egilsstöðum HA—Egilsstöðum, föstudag. í dag var vígt hér á Egilsstöðum hið nýja héraðsheim- ili, og var því gefið nafnið Valaskjálf. Geysimargt fólk hafði safnazt saman við heimilið til þess að vera við opn- unina og var veðrið hið bezta meðan á henni stóð. Auk !V‘-[V M'V litrÍfV UJtiCsr.1 á Ufruiií ■'Sj: . héraðsbúa höfðu komið hingað fjöldamargir gestir úr öðrum landshlutum, svo og nokkrir boðsgestir, þar á meðal menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason og alþing- ismenn kjördæmisins. Opnun nýja héraðsheimilis- ins hófst með messugjörð, þar sem séra Marinó Kristinsson vígði húsið. Að því loknu hélt Þórarinn Þórarinsson, fyrrver- andi skólastjóri ræðu, en Þór- arinn er formaður bygginga- ne/ndar heimilisins. Næst lýsti Sigurður Gunnarsson, bygginga meistari húsinu, sem er hið glæsilegasta í hvíyetna. Að ræðuhöldum loknum gaf Ármann Halldórsson, formað- ur nafnanefndar hinu nýja hér- aðsheimili nafn ^ og nefndi það Valaskjálf. Karlakór Fljótsdalshéraðs söng næst vígslusöng við nýtt lag eftir Jón Þórarinsson, tón- skáld. Ljóðið er eftir Jón Sig- fússon. Jón Þórarinsson stjórn- aði sjálfur söng kórsins. Margir söngkórar hafa kom- ið hér fram í dag og skemmt gestum. Hér hafa sungið kór- ar úr einstökum hreppum og Myndin hér efst á síðunni sýnir greinilega að fjölmennt hefur verið á vígsluhátíðinni í héraðsheimilinu á Egilsstöð- um, ef miðað er við allan bíla- fjöldann, sem stendur utan við heimilið. Eindálka myndin hér að ofan er af félagsheim- ilisflagginu, sem ber nafn heiin ilisins, Valaskjálf. Hér til hlið- ar er að lokum mynd af Þor- arni Þórarinssyni fyrrverandi skólastjóra að Eiðum, en hann er formaður bygginganefndar liéraðsheimilisins. (Tímamynd- ir Hákon Aðalsteinsson). kvöldið. Á sunnudág verður leikritið sýnt aftur kl. 16 og á sunnudagskvöldið verður lokadansleikur þessara þriggja daga hátíðahalda. auk kirkjukóra. f kvöld verður skemmtiatriðum haldið áfram og á eftir verður haldinn dans- leikur, sem standa á til kl. 3. Veður hefur verið mjög hag- stætt til þessara hátíðahald í dag, sólskin annað slagið og blíða. Gizkað er á, að um 600 manns muni vera viðstatt há- tíðahöldin. Á morgun verður hátíðahöld- oinum haldið fram. Annað kvöld verður frumsýnt í hér- aðsheimilinu leikritið Skugga- Svein og síðan dansað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.