Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 17
Vlsir. Laugardagur 1. febrúar 1975. n □AG | n KVÖ L D n □AG | Útvarp, sunnudag kl. 14,15: Að vestan og austan... — Páll Heiðar Jónsson með þátt um Vestfirði og Austfirði Sjálfsagt dettur mörgum I hug að nú ætli Páll Heiðar Jónsson að fara að fjalla um pólitfk og annað slikt þegar þeir lita á dagskrána á morgun i útvarp- inu. Þar er Páll Heiðar nefnilega með þátt sem heitir Að vestan og austan. En Páll bregður sér ekkert út i þau efni að þessu sinni. Það sem hann ætlar að fjalla um eru Vestfirðirnir og Austfirðirnir. Páll var þar á ferðinni i haust og hitti fyrir margt fólk. En i þættinum á morgun kemur frain íólk frá Egilsstöðum, Seyðisfirði, Isafirði, Neskaup- stað, Reyðarfirði og fleiri stöð- um. Pállræðir við sveitarstjóra og kennara og fleiri og einnig við ungt fólk sem hefur i hyggju að búa úti á landi. Þátturinn hefst kl. 14.15. — EA NafniðAð vestan og austan gæti bent til þess að eitthvað væri fjallað um pólitlk. Svo er þó ekki. Páll Heiðar fjallar um Vestfirði og Austfirði. • IÍTVARP • Sunnudagur 2. febrúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Henry Hansen og félagar leika norræna þjóðdansa og barnadansa, Drengjakórinn I Vínarborg syngur og pianókvartett leikur slgild lög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Messa I Dómkirkjunni á biblludegi þjóðkirkjunnar Prestur: Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 tJr sögu rómönsku Amerfku Sigurður Hjartar- son skólastjóri flytur fimmta hádegiserindi sitt: Brasilía og Argentina. 14.15 Að vestan og austan Þáttur I umsjá Páls Heiðars Jónssonar: fyrri hluti. 15.00 Miðdegistónleikar, Frá tónleikum alþjóðlega tón- listarráðsins I Paris I fyrra. Flytjendur: Dietrich Fischer-Dieskau, Yehudi Menuhin, Rafael Pujyana, Mstislav Rostropovitsj, Gerald Moore og Wilhelm Kempff. — Árni Kristjáns- son kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Skáldið frá Fagraskógi — áttatiu ára minning Áður útvarpað 21. f.m. Árni Kristjánsson segir frá kynn- um slnum af Davlö Stefáns- syni. Kristin Anna Þórarinsdóttir, Cskar Hall- dórsson og Þorsteinn ö. Stephensen lesa úr ritum skáldsins, flutt verða lög við ljóð Davíðs og skáldið sjálft les eitt kvæða sinna (af hljómplötu). — Gunnar Stefánsson tekur saman þáttinn. 17.25 Norski karlakórinn A’CapelIa syngur norsk lög Jenö Jukvari stjórnar. 17.40 Otvarpssaga barnanna: „Strákarnir sem struku” eftir Böðvar frá Hnifsdal. Valdimar Lárusson les (4). 18.00 Stundarkorn með bassa- söngvaranum Alexander Kipnis Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurningaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hans- son prófessor. Þátttak- endur: Pétur Gautur Kristjánsson og Pálmar Guðjónsson. 19.50 Sinfónluhljómsveit ís- lands leikur i útvarpssal 20.25 Erkibiskup og Daviðs harpa. Séra Sigurjón Guð- jónsson fyrrum prófastur flytur erindi um Johan Olof Wallin biskup I Uppsölum. 21.00 Tónlist eftir Arthur Honegger. 21.35 Spurt og svarað 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög 17 -x-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-KJ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! * * i ★ ! ★ ! I ! i I ¥ Spáin gildir fyrir sunnudaginn 2. feb. P* E3 m Nt 4± ^ Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þér gefst óvænt tækifæri til að koma á sáttum milli tveggja vina þinna, sem eru upp á kant. Framkvæmdu visst verk sem þú hefur lengi haft I huga að gera. Nautið,21. aprll-21. mai. Einhver óvænt þróun verður á hjónabandi eða vinskap. Þú hefur möguleika á að afla þér skjótfengins gróða, ef þú hefur augun opin fyrir slikum tækifærum. Tviburarnir,22. mai-21. júnl. Þú skalt þiggja góð ráð sem þér eru gefin I sambandi við heilsu þina. Notfærðu þér tæknina. Reyndu að hjálpa vinum þlnum sem mest. Krabbinn, 22. júnI-23. júli. Þér gengur vel að blanda geði við annað fólk I dag, sérstaklega á fundum eða samkomum. Þér gengur vel að koma skoðunum þinum á framfæri. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Heimili og fjölskylda eru i brennidepli i dag, það gæti verið um ein- hver leiðindi og skiptar skoðanir að ræða. Vertu hugulsamur (söm). Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þú varðst fyrir nokkrum álitshnekki fyrir stuttu.nú er bezt að reyna að afsanna þetta. Þú ert sérstaklega hug- myndarik (ur) þessa dagana. Vogin,24. sept.-23. okt. Þú kemst i kynni við nýj- ar aðferðir, sem heilla þig. Nú borgar sig að nýta gáfurnar sem bezt. Kvöldið verður skemmtilegt. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Þú ert alveg einstak- lega hress i dag. Þú kemur til með að hafa mikil áhrif á annað fólk i dag, og þú eykur álit annarra á þér. Rómantikin blómstrar. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þú varðst fyrir einhverjum vonbrigðum með vin þinn fyrir ekki löngu. Þú skalt reyna nýjar leiðir til að fá ánægju út úr lifinu. Steingeitin. 22. des.-20. jan. Óvænt atvik gefur deginum gildi. Taktu þér smáferðalag á hendur til að rannsaka mál sem þér hefur verið hug- leikið lengi. Vatnsberinn, 21. jan.-19. feb. Þú færð þá vernd sem þú óskar eftir. Mikilvæg persóna veitir þér efnahagslegan stuðning. Vertu duglegri og kepptu ötullega að settu marki. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Gættu þess að efna öll loforð sem þú hefur gefið i dag. Þeir (þær) sem eru fjarri heimili sinu komast i góðan félagsskap i dag, lenda jafnvel i einhverju ásta- bralli. ★ í ! ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ■¥ •¥ ■¥ ■¥ ■¥■ ¥ •¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ■t ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ $ t ! ¥ í ! ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ SJÓNVARP • SUNNUDAGUR 2. febrúar 1975 18.00 Stundin okkar. Sýndar verða teiknimyndir um önnu litlu og Langlegg og um Robba eyra og Tobba tönn. Söngfuglarnir syngja og flutt verða lög úr leikrit- inu „Sannleiksfestinni”. Einnig er I Stundinni spurn- ingaþáttur, og loks verður sýnd tékknesk kvikmynd, byggð á þýsku ævintýri um tónlistarmann, sem varð kóngur. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Það eru komnir gestir. Trausti ólafsson, blaða- maður, tekur á móti þremur gestum I sjónvarpssal. Þeir eru Kjuregej Alexandra Argunova frá Siberiu, Adn- an Moubarak frá Sýrlandi, og Kenichi Takefusa frá Japan. 21.10 Frú Biksby og loðkápan. Leikrit byggt á sögu eftir Roald Dahl. Leikstjóri Ro- bert Williams. Aðalhlutverk Wenche Foss, Pal Skjön- berg og Arne Lie. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. í leiknum greinir frá konu nokkurri, sem langar að eignast loðkápu, og til þess aö fullnægja þeirri löngun, hættir hún sér út á hálan is. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 21.40 Spekingar spjalla. Hringborðsumræður Nóbelsverðlaunahafa i raunvísindum árið 1974. Umræðunum stýrir Bengt Feldreich, en þátttakendur eru Paul Flory, verðlauna- hafi I efnafræbi, Anthony Hewish, sem fékk verðlaun fyrir rannsóknir i stjörnu- fræöi, og George Palade, Christian de Duve og Albert Claude, sem skiptu með sér verðlaununum i læknis- fræði. 22.30 Að kvöldi dags.Sigurður Bjarnason, prestur sjöunda dags aðventista, flytur 22.40 Dagskrárlok. Sjónvarp, sunnudag kl. 21,40: ER LÍF Á ÖÐRUM HNÖTTUM? Spekingar spjalla heitir þátt- ur á dagskrá sjónvarpsins ann- að kvöld. Þar koma fram nóbelsverðlaunahafar i raun- visindum árið 1974 og ræða saman. Umræðunum stýrir Bengt Feldreich, en þátttakendur eru Paul Flory, verðlaunahafi i efnafræði, Anthony Hewish, Þessir nóbelsverðlaunahafar koma fram: 1. Paul Flory, verölaunahafi i efnafræði. 2. Anthony Hewish, — fékk verðlaun fyrir rannsóknir i stjörnufræði. sem fékk verðlaun fyrir rannsóknir i stjörnufræði, George Palade, Christian de Duve, og Albert Claude, sem skiptu með sér verðlaunum I 3. George Palade, — verðlaun i læknisfræði. — Hringborðsumrœður nóbelsverðlaunahafa 74 læknisfræði. Meðal annars spjalla þeir um hvort lif sé á öðrum hnöttum og hvort einhvers staðar finnist aðrir sem eru mun greindari en 4. Christian de Duve — verðlaun I læknisfræði. við. Þeir fjalla uin mengunina og ýmislegt fleira. Og þessar umræður eru vist ekki torskild- ar að þvi er við höfum fregnað. — EA 5. Albert Claude — verðlaun i læknisfræði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.