Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Fimmtudagur 20. febrúar 1975. i Auglýsing frá AAenntamálaráði Islands um styrkveitingar árið 1975 Kvikmyndagerð: Veittur verður styrkur til islenzkra kvik- myndagerðarmanna að upphæð 1 millj. kr. Menntamálaráð áskilur sér rétt til að skipta upphæðinni milli tveggja eða veita hana einum aðila. Umsóknum skal fylgja itarleg greinargerð um verk það, sem umsækjandi vinnur að. Útgáfa tónverka: Til úgáfu islenzkra tónverka verður veitt- ur styrkur að upphæð 500 þús. kr. Einkum er höfð i huga útgáfa á hljómplötum. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um verk þau, sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna: Veittir verða samtals 8 styrkir, hver að upphæð kr. 120 þúsund. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum, sem hyggjast dvelja erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nánastar upplýsingar um fyrirhugaða ferð. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk hjá Menntamálaráði sl. 5 ár ganga að öðru jöfnu fyrir. Styrkir til fræðimanna og til ndttúrufræðirannsókna: Til ráðstöfunar eru 800 þúsund krónur, sem varið verður til að styrkja þá, sem fást við fræðistörf og náttúrufræði- rannsóknir. Umsóknareyðublöð um þessa styrki fást á skrifstofu Menntamálaráðs Umsóknir um framangreinda styrkiskulu hafa borizt til Menntamálaráðs, Skál- holtsstig 7, fyrir 20. marz 1975. Athugið, nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi með umsókn. Menntamólaróð íslands REUTER A P/ N T B í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MC Schneider flutt á hœli Maria Schneider, franska leikkonan, sem fræg varð fyrir leik sinn í myndinni „Last Tango in París", hefur verið lögð inn á geðveikrahæli. — Áð- ur hafði hún verið þrjá daga á geðveikraspítala í Róm, eins og sagt var frá hér í blaðinu. Hún haföi sjálf leitað á náöir sjúkrahússins, eftir aö vinkona hennar hafði veriö flutt þangað og lögð inn eftir taugaáfall. Leikkonan hefur haft á sér létt- úöarorð eftir leikinn i „Last Tango in Paris”, sem i mörgum kaþólskum löndum hefur verið fordæmd sem argasta klám- mynd. Ekki bætti það úr skák, að i blaðaviötölum sagöist leikkonan orðin leið á ástarlifi með karl- mönnum og falla betur rekkju- leikir með kynsystrum sinum. Hún hleypti öllu I uppnám á geðveikraspitalanum. Eftir að fréttist, að leikkonan hefði verið lögð þar inn, dreif að blaðamenn og ljósmyndara. Lét hún þá taka mynd af sér i faðmlögum við vin- konu sina, sem hún hafði elt á spitalann. — Voru þær þá fluttar burt á einkahæli. Þær höfðu lent i orðasennu, Maria og vinkonan, Joan Patricia Tawnsend, og hljóp Tawnsend burt úr sambýli þeirra. Hélt hún, sem leið lá á flugvöllinn i Róm, og keypti farmiða til London og New York. í flughöfninni fleygöi hún 90 þúsund lirum i andlitið á einum starfsmanni vallarins og var þá flutt I snarhasti á geð- veikraspitalann. Schneider rakti slóð hennar og til þess að ná fundi hennar, lýsti Bróðir Elizabetar Bagaya, prinsessu af Toro — sem Amin Ugandaforseti rak úr starfi utanrikisráðherra — hefur staðfest, að systir hans sé i Kenya. Patrick Olimi, sem vinnur við auglýsinga- stofu i Kenya, staðfesti við fréttamenn frásögn Ugandaútvarpsins, að prinsessan hefði komið til Kenya fyrir tveim vikum. Tawnsend og Schneider sitja fyrir hjá ljósmyndurum I geðspitalanum i Róm. hún sig sjálfa vanheila á geös- munum og var tekin inn. Þær voru látnar gista sina sjúkrastofuna hvor. „Hún er heil á húfi, og alveg einsoghúnáaðsér,” sagði hann, en neitaði að segja til hennar. Kvaðst hann ekkert vita um, hvað húnhygðist fyrir i náinni framtið. Þaö þykir ekki liklegt, að Eliza- bet hafi leitað hælis sem pólitiskur flóttamaður i Kenya, og reyndar ekki liklegt, að hún hafi flúið land. Vitað er með vissu, að leiðtogar ýmissa Afrikulanda höföu lagt að Amin að leyfa prinsessunni að flytja úr landi. Eftir að prinsessan féll i ónáð hjá Amin forseta, spurðist ekkert til hennar i langan tima, og ótt- “"uðust menn um afdrif hennar. Heil á húfi í Kenya Vöðvasprengjurnar bara vatnsbelgir? Það kann að vera, að iþróttamenn, sem telja sig vera að auka hjá sér vöðvakraftinn með ana- bolic steroidlyfjum, séu i rauninni aðeins að dæla i þá meira vatni. Eða svo heldur brezk- ur visindamaður og benda athuganir hans til þess, að þannig sé þvi varið um marga sem moðað hafa i sig „vöðvasprengjum” án þess að styrkjast neitt að ráði. Þessi lyf eru mikið notuð af lyftingamönnum, kringluköstur- um og kúluvörpurum. „Það er möguleiki á þvi, að vöövavöxturinn, sem þessi lyf hafa leitt af sér, sé ekkert annað en aukið vatnsmagn i vöðvun- um,” segir Romaine Hervey, prófessor við Leeds-háskóla. Vöðvar mannsins eru undir eðlilegum kringumstæðum 60% vatn hvort sem er. En mönnum þykir það likleg skýring á þvi, hvemig þeir bólgna út, sem taka „vöövasprengjurnar”, að lyfið verki á vöðvafrumurnar, þannig aö þær taki meiri vökva en venju- legt er. Við rannsóknir prófessorsins tóku sjálfboðaliðar inn lyf i svipuðum skömmtum og margir iþróttamenn gera. Fylgzt var nákvæmlega með þyngd þeirra, vöðvauppbyggingu og afrekum i iþróttum. Niðurstöður rannsóknanna voru þær, aö þessir sjálfboðaliöar þyngdust um þrjú kiló á þrem vikum og vöövarnir þöndust út. En ekki jukust iþróttaafrek þeirra að sama skapi. Prófessorinn segist eiga eftir að rannsaka þessi lyf betur, áður en hann slær nokkru endanlega föstu um „vöðvasprengjurnar”. UTSALA - UTSALA o O * GALLABUXUR * DENIMBUXUR * FLAUELSBUXUR * VINNUSKVRTUR ☆ NÝJAR VÖRUR TEKNAR FRAM DAGLEGA ☆ Stórlœkkað verð VINNUFATABÚÐIN LAUGAVEGI 76 - HVERFISGÖTU 26 O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.