Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 9. júni 1975 3 Trjáplöntur teknar úr Ástulundi: Hafði hann leyfi frá gefandanum? Til tveggja manna sást á föstudagskvöldið, þar sem þeir voru að taka tré úr svonefndum Ástulundi við öskjuhlíð. Lögregl- unni var tilkynnt um mál- ið og hafði hún lýsingu á bílnum, er þeir höfðu ver- ið á. Farið var heim til eiganda bilsins út á Seltjarnarnes og voru þar þá tveir menn að setja niður trjáplöntur i garði sinum. Hélt húseigandi þvi fram, að hann heföi haft leyfi frá Birni heitnum Olafssyni ráðherra til að taka tré úr lundinum, en Björn gaf ,lund þennan borginni á sinum tima i minningu eigin- konu sinnar. Hafliði Jónsson garðyrkju- stjóri var kvaddur á staðinn og taldi hann fráleitt, að nokkur hefði leyfi til að nema burt tré úr lundinum. Málið er i rann- sókn. —JB DAUÐASLYS VÍKURVEGI Dauðaslys varð á Grindavikur- veginum um kl. 7 á laugardags- kvöldið. Þar fór bifreið út af veg- inum með þeim afleiðingum, að einn af fimm farþegum, Guðni Jónsson. 71 árs sjómaöur, lézt. Á GRINDA- ökumaður segir, að sprungið hafi hjá sér og við það hafi hann misst stjórn á bifreiðinni. Guðni heitinn lézt á spitalanum i Kefla- vlk, en hinum farþegunum var leyft að fara heim eftir skoðun. —BA „Benzíngjöfin festist niðri" Tryllitœki gjöreyðilagðist í hörðum árekstri „Benzíngjöfin festist niðri,” voru skýringar ökumanns á amerisku tryllitæki, sem ók i veg fyrir annan bii á mót- um Hraunbæjar og Bæjarbr autar á laugardaginn. Slysið átti sér staö klukkan sex og hafði þær afleiðingar, aö flytja varð farþega úr tryllitækinu á slysavarðstofuna. Hann var talinn hafa rifbrotnað. Það voru tveir piltar úr Húna- vatnssýslu, sem fengiö höfðu bil að láni i Reykjavik. Þeir fóru I ökuferð um Árbæjarhverfið. Við benzinstöðina við Hraunbæ var það greint af hjólförum, að spyrnt haföi verið vel i. Ekki var stanzað viö Bæjarbrautina þrátt fyrir biðskyldu og skall ameriski billinn þvi á bil, sem ók þar um. Ökumaður þess bils slasaðist ekki, enda ók hann i Weapon hertrukk. Hefði bill hans verið minni og veikbyggöari má öruggt telja að stórslys hefði orðið. Tryllitækið er ónýtt eftir áreksturinn. -JB. Valt ofan í Hellisgerði Sextán ára piltur, ölvaður og réttindalaus, ók bil kunningja slns út af Hellisgötu I Hafnar- firði aöfaranótt laugardagsins. Blllinn fór I gegnum girðingu á Hellisgötu og steyptist eina þrjá metra niður I Hellisgerði, þar sem hann hafnaði á rangri hlið. Hvorki pilturinn né stúlka, sem tók þátt I ökuferðinni með honum slösuðust, en blllinn skemmdist töluvert. —JB ökumaður þessa stóra amerlska bils var það óheppinn I gser að lenda á fjórföldum Ijósastaur á mót- •um Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Ljósm. Jón B Ljósastaurarnir áttu slœma helgi: Þrír bílar höfnuðu á Ijósastaurum ökumaður stórrar amerlskrar bifreiðar var það óheppinn I gær- kvöldi, er hann hugðist stytta sér leið yfir umferðareyju að lenda þar ó Ijósastaur, þeim stærsta I borginni. Bifreiðin kom akandi á nokkr- um hraða suður Kringlumýrar- braut. Við gatnamót Miklubraut- ar missti ökumaðurinn skyndi- lega stjórn á bilnum meö þeim af- leiöingum að hann hafnaði uppi á umferðareyju og á feiknamiklum ljósastaur. Bilnum tókst þó að sveigja staurinn aðeins og brjóta perurnar úr fjórum ljósastæðum, sem eru efst á staurnum. Fleiri staurar en þessi urðu fyrir aðkasti um helgina. Drukkinn maður ók á staur á Miklubraut við Miklatorg á laugardagskvöld. Kona, sem var farþegi, var flutt á slysadeild. A sunnudagsmorguninn um klukkan sex ók svo ölvaður maður á staur á mótum Arnar- bakka og Alfabakka i Breiöholti. ökumaðurinn var einn I bllnum og slapp við meiðsli. -JB. i Hvar búa þessir bíleig- endur? Þ.G. óskar eftir svari við eftir- farandi spurningum: „Hvar hafa eigendur eftir- talinna bilnúmera lögheimili? Hvaðan hafa þeir sinar tekjur? Hvar greiða -þeir skatta sina og hvaö gréiða þeir I tryggingagjöld af bifreiðum sinum, sem þeir eru búnir að aka hér I borginni mánuðum ef ekki árum saman? Og svo getum við gert samanburö á hvaö við Reykvikingar greiðum I tryggingaiðgjöld af okkar bilnúmerum. P-197, L-1686 Þ-500 Z-78 V-1585 P-252 L-1530 L-1207 1-1223 H-190 L-12 S-1015 Z-804 V-100 M-446 B-864 M-372 V-1641 aö ógleymdum öllum D-bilunum, sem eru hér allt árið og aka fólki I Straumsvik og fL, og svo mætti lengi telja.” AlkVlKJHO AIRVIKINO Nó eru allar Sunnuferóir dagflug — flogiö til nær allra staða, með stærstu og glæsiiegustu Boeing-þotum lslendinga. Þægindi, stundvisi og þjónusta, sem fólk kann að meta. Fjögurra hreyfla úthafsþotu, með 7600 km flugþoi. (Reykjavflt—Kaupmannahöfn 2150 km). Sannkölluð luxus sæti, og setustofa um borð. Góðar veitingar og fjölbreytt tolifrjáls verziun f háloftunum. Dagflug, brottför frá Kefiavík kl. 10 aö morgni. Heimkomutfmar frá 4—7.30 sfðdegls. Mallorka dagflug alla sunnudaga, COSTA DEL SOL dagflug alla laugardaga, KAUPMANNAHÖFN dagflug alla fimmtudaga, tTALtA dagflug á föstudögum, PORTtJGAL dagflug á laugardögum. Þjónusta Auk flugsins veitir Sunna isienzkum farþegum sfnum eriendis þjónustu, sem engar fslenzkar ferðaskrif- stofur veita fullkomin skrifstofuþjónusta, á eigin skrifstofu Sunnu, f Kaupmannahöfn, á Mallorka og Costa del Sol. Og aö gefnu tilefni skal það tekið fram, að starfsfólk og skrifstofur Sunnu á þessum stöð- um, eru aöeins ætluð sem forréttinda þjónusta fyrir alla Sunnufarþega, þó öðrum íslendingum á þessum slóðum.sé heimilt aö leita þar hjálpar og skjóls i neyðartilfelium. Hjálpsamir Islenzkir fararstjórar. — öryggi, þægindi og ánægja farþega okkar, er okkar keppikefli, og okkar bezta auglvsing. Þess vegna velja þúsundir ánægðir viðskiptavlnir, Sunnuferðir ár eftir ár og einnig öll stærstu launþegasamtök landsins. sunna sunna travel ferðaskrifstofa lækjargötu símar 12070 16400

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.