Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 17
Visir. Mánudagur 9. júní 1975 17 Spáin gildir fyrir þriöjudaginn 10. júni. Gætir þú ekki farið i gamla fjólu- bláa kjólinn þinn — hann passar svo vel við augnskuggann minn. Máishátturinn i gær: „Oft veltir litil þúfa þungu hlassi”. En hvernig er málsháttur dagsins? Það á þessi mynd að segja. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Ursula Dronke, háskólakennari frá Cambridge, hefur um alllangt skeiö stundað rannsóknir á is- lenskum fornbókmenntum. Arið 1952 gaf hún út Þorgils sögu og Hafliöa með athugasemdum og skýringum. Þá hefur hún ritað um klassisk áhrif á norrænar fornbókmenntir, Classical influences on early Norse literature. Hún hefur ritað all- margar greinar um eddukvæði má þar nefna t.d. The lay of Attila, Beowulf and Ragnarok. SJONVARP Mánudagur 9. júni 20.00 Fréttir og veður 2Ö.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Onedin skipafélagið. 34. þáttur. Hættuleg hleðsla. Þýöandi Óskar Ingimars- son. Efni 33. þáttar: José Braganza og Elisabet hafa orðið mjög samrýmd, en þegar Jamt's siglir til Brasiliu, er.dir hann Baines á u. lae sér á öðru skipi, og með honum siglir Braganza, sem á að tala þeirra máli við innfædda. Fogarty á i erfiðleikum þar syðra. Hann fær ekki leiðsögumann til að stjörna ferðinni upp ána, og loks leggur hann af stað án þess að hafa nokkurn kunnugan um borð. Brátt siglir hann skipti sinu i strand, en á bökkum fljótsins biða indiánar þess með óþreyju að geta hirt kolafarminn án endurgjalds. Þegar Baines kemur að landi mætir hann sömu erfiðleikum. Hann sendir Braganza af stað upp ána i báti með innfæddum ræðara. Eftir nokkurt samningaþóf milli Frazers og James Onedins, tekur sá siðarnefndi að sér að bjarga skipi Fogaryts með þeim skilyrðum, að hann eignist það að hálfu. Iþróttir. Myndir og fréttir frá viðburðum helgarinnar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.00 Heinrich Heine 1 myndinni er rakin hin viðburðarika ævi skáldsins Verk hans hafa verið þýdd á næstum öll tungumáls heims, m.a. þýddi Jónas Hallgrimsson mörg ljóð hans á islensku. Ljóðabok Heines, Buch der Lieder, er útbreiddasta ljóðabók heims. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.40 Dagskrárlok. Fyrstur meó fréttimar vísm -*c-K-K-*t-ic4t->t4(4(-K-k-K+-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-K-K-k-k-k-K-k-k-k-K-k-k-k-k-k-K ★ ★ ★ t ★ ★ ★ i ★ t ★ ★ ! I 1 I ★ * ¥ t í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ s ¥ ¥ ! ¥ ¥ \ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ m & w Nt >*7\ Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Þú átt auðvelt með að verða við óskum annarra, sérstaklega þeirra sem standa þér nærri. Lifgaðu upp á and- ann i kringum þig. Nautið,21. april—21. mai. Þú ættir að koma um- bótum á stað i kring um þig, og vertu óhrædd- (ur) að hækka röddina i þeim tilgangi. Heim- sæktu ættingja þina i kvöld. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Það verða ein- hverjar stórbreytingar á fjármálum þinum i dag. Vertu ekki að halda i gamla hluti sem eru hættir að koma þér að notum. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þú færð innsýn i ein- hver mál i dag sem gefur þér tækifæri að leysa eitthvert vandamál. Þú skalt biðjast afsökunar ef þú heldur að þú hafir gert rangt. Ljónið, 24. júll—23. ágúst. Hlustaðu á einhvern sem kemur til þln með óvenjulega tillögu. Hafðu hljótt um þig i dag, þinn timi kemur. Þú færð tækifæri til ferðalaga. Meyjan, 24. ágúst—23. september. Vinur þinn leikur stórt hlutverk i lifi þinu og þú i hans, en ykkur reynist erfitt að ná saman. Þú ert með hugann við gamlar minningar. Vogin, 24. sept,—23. okt. Gerðu skyldu þina i dag, og reyndu ekki að skorast undan þvi sem ætlast er til af þér. Þú þarft að leysa úr ein- hverju vandamáli. Drekinn,24. okt,— 22. nóv. Notaðu morguninn til aö fá leyfi til aö framkvæma eitthvaö sem þig hefur lengi langað til. Fylgstu vel með öllum nýjungum. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Þér tekst það i dag að gera hlutina svo að öllum llki. Taktu tillit til allrar tilsagnar sem þú færð. Kvöldið veröur rólegt. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Fólkið I kringum þig er mjög viðkvæmt, traðkaðu ekki á tilfinn- ingum þess. Þú færð meiri hjálp ef þú hefur meiri tillitssemi. Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr. Þú skalt eyða einhverjum tima I að fullkomna einhverja hug- dettu sem þú fékkst i gær. Gættu hófs I mat og drykk. Passaðu linurnar. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Fjölskyldumálin þarfnast gaumgæfilegrar fhugunar. Endurskoð- aðu stöðu þina á heimilinu. Þér hættir við að verða fyrir einhverju tjóni. ****>«-***************************************** n Lf □AG | n KVÖLD | n □AG | Li KVÖLOj □ □AG | t/Um daginn og veginn" kl. 19.40 í kvöld Ritstjóri Húsa og híbýla talar t’átturinn ,,Um daginn og veginn”, sem útvarpið fiytur ki. 19.40 i kvöid verður að þessu s'nni i höndum Herbert Guð- n'undssonar. Herbert er ritstjóri timarits- lns Hús og hýbýli auk ferða- mannabæklinganna Quick Gúide og What’s On in Reykja- Y^k, sem gefin eru út af útgáfu- (yrirtækinu Nestor, sem hann jafnframt veitir forstöðu. —JB „Faðmlag dauðans" eftir Halldóru B. Björnsson HÚN SAMDI OG ÞÝDDI LJÓÐ OG SMÁSÖGUR Flutt verður saga eftir Hali- dóru B. Björnsson i útvarpinu I kvöld. Smásaga þessi nefnist „Faðmlag dauðans”. Halldóra fæddist 1907 og lézt árið 1968. Hún er fædd Bein- teinsdóttir og systir Sveinbjörns Beinteinssonar. Halldóra ólst upp á Litla-Botni á Draghálsi i Svinadal. Hún starfaði á póst- húsinu i Borgarnesi um tima og lengi siðar við skjalavörzlu á lestrarsal Alþingis. Hún þýddi ljóðsafnið „Trumban og lútan”, sem eru ljóð frá Afriku og Kina ogútkomu 1959. Hún gaf út bók- ina „Eitt er það land” árið 1955, sem flytur bernskuminningar höfundar likt og ,,Jörð i álög- um” sem kom út 1969. Hún gaf út þrjár ljóðabækur. „Ljóð” 1949, „Jarðljóð” 1968 og „Við sanda” sama ár. Smásagan sem flutt verður i útvarpinu I kvöld hefur ekki birzt I bókarformi. Lesandi sög- unnar er Svala Hannesdöttir, sem las nokkuð upp i útvarp áð- ur en hún flutti til Bandarikj- anna fyrir nokkrum árum. Áður en hún flutti þangað fékkst hún við leiklist hér á landi. Nú er hún sem sagt komin aftur til landsins og byrjuð að lesa i út- varp á ný. —JB g-moll fyrir selló og pianó eftir Chopin. Margaret Price syngur tvö lög eftir Liszt við sonettur Petrarka, James Lockhart leikur á pianó. Sinfóniuhljómsveit- in i Dallas leikur „Al- gleymi”, tónaljóð op. 54 eftir Skrjabin, Donald .Johanos stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Prakkarinn” eftir Sterling North. Hannes Sigfússon þýddi. Þorbjörn Sigurðsson les (7). 18.00 Tilkynningar. Tónleik- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Herbert Guðmundsson rit- stjóri talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 „Faðmlag dauðans”, smásaga eftir Halldóru B. Björnsson. Svala Hannes- dóttir les. 20.40 Svipast um á Mallorka. Ásgeir Guðmundsson kenn- ari segir frá ýmsu eftirtekt- arverðu utan baðstrand- anna. 21.00 Sónata i G-dúr op. 37 eftir Tsjaikovski. Michael Ponti leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki. Halldór Stefánsson þýddi. Sigurður Skúlason leikari les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur. Agnar Guðnason blaðafulltrúi, Pétur Sig- urðsson mjólkurfræðingur og Árni Jónasson erindreki ræða um framleiðslumál bænda. 22.40 Hljómpiötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. #■ + MUNIÐ RAUOA KROSSINN SÍMI 86611 VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.