Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1927, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1927, Síða 3
LESBÓK MORQUNBLAÐSINS Minni Norðnrlands. Rœda Gudmundar FridjAnssonar A Norðlendingamótinu 18. þ. m. Háttvirtu gestir, konur og karlar! Jeg hefi tekist á hendur að minn- ast í orðum hjer í kveld Norðurlands og •Norðlendinga og forstöðunefnd mótsins og mjer kom saman um, að rœðan skyldi vera stutt, og þá mundi, formálinn sóma sjer host, ef stuttur víeri. Jeg hyrja þá á því, sem er hendi nœst. Svo mun vera háttað hugum manna bæði norðanlands og sunnan, að þessir landshlutar eru nú skoðaðir svo sem tvær álfur, svo ólíkir eru þeir. Vjer sem búum norð- ur frá, sætum þungum búsifjui* af snjókomunni oft og tíðum. Hún get- ur orðið svo mikil, að ófært sje hæja milli, nema á skíðnm. peir, sem hyggja Suðurland, eru sífelt áreittir af regngusunum, sem jafnvel geta orsakað ■ fartálma. Vjer höfum snjó- inn, knldann og svo heiðríkjuna, en þjer hafið vætuna, þykkviðrin og uf- leiðingar þeirra. Vjer höfum skíði og skauta, þjer bifreiðar. iSumir hjer syðra munu hugsa sjer bygðirnar nyrstu í landi voru svo sem nokkurskonar Hrafnistn. í þeirri gömlu, sem segir frá í gömlum vís- endum, bjuggu hálftrÖll. Sú trú, að þau sjeu enn til, er dauð. En þó má vera, að sumir nýjahrumsmenn geri sjer í hugarlund, að nyrst á landi ‘voru búi skuggalegir menn og þann- ig í bragði, að á þeim rísi hárin. En Norðlendingar, sem hjer eru, minnast ekki ættarstöðvanna þannig. peir kalla Norðurland, þegar þeir tala um það, við sjálfa'sig — þeir nefna það Bjarmaland og Hálogaland. Einar Benediktsson segir í kvæði úm ílgúl Skallagrímsson: ' „Taugarnar þúsundir ísvetra ófu,“ og hann bætir því við, að stjörnm bjartar nætur hafi gert ennin há. pað ennislag er talið að beri vótt um gáfur. Norðurland hefir yfir sjer oft og tíðurn stjörnubjartar nætur og það logahrim, sem vjer kiillum norð- urljós. Kuldinn, sem sú heiðrík.ja skapar og her á borð fyrir Norð- lenskt líf, getur orðið beiskur og riærgöngull, einkanlega ungviðinn. — pað mun verá þessi ofurkuldi, sem Einar á við, þegar hann segir í kvæð- inu Háfísjnn; „Nágranni dauðans lífseigur fæðist“. Orðið lífseigur á við um Norðlend- inginn, bæði mann og strá og það sem er þeirra í milli. Skvldi nokkur tunga eiga orð, sem jafnast á við þetta ? Einar getur þess í saina kvæði, kvæðinu um hafísinn — en hafísinn er norðlenskur vágestur — að þús- und þrautir hafi kvnhætt túngrösin. pað eru víst óhrekjandi sannendi og sögð á þann hátt, sem best má verða. pað lof felsl á hak við þes-a skáldlegu túngrasafrjeði, að mann- kynið, sem norðrið fóstrar, styrkist við það tiarða uppeldi. Norðlendingar stinga þá hendinni í eigin harm, og hrosa ánægðir. Sunnlendingurinn hefir ekki augum litið hafísinn, þetta hvíta grjót, sem Einar kallar svo, en sem er svo undarlega skapað, að það flýí- ur á sjónum. Og hann segir að kóp- urinn látri sig þar. Að látra sig, þýðir að hátta, leggjast til hvíldar. „pá látraðist herinn,“ segir í forn- aldarsögu og er þetta dásamlega orð gengið úr gildi. pað mætti taka upp eigi síður en óhra'sis ættarnöfnin, sem eru svo leiðinlega fjarskyld, gras- rótinni þeirri, sem ilmandi er — og verður. En um kópinn á hafísnum er það að segja — sjá kvæði Einars — að „hann tevgir sig-hátt á fitjaðan fót með forvitnuin harnsaugum, djúpum og hreinum/* -Teg hefi sjeð þessi augu í alinar nálægð. .Teg hefi gert það voða verk, að rota þenna skilgetna son norræn- unnar. Og enn eftir mörg ár, — jeg held ein þrjátíu, roðna jeg af skömm og hvítna af iðrun fvrir þá svívirði- legu athöfn. pessi augu, sem skáldið af Reynistaðarættinni norðlensku hef- ir málað með orðlistinni, svo að öll þjóðin getur sjeð augu kópsins; eru þau hiiy sömu, sem Norðlendingurinii í sveitahaðstofunni rennir, þegar hann lvftir lokum augna sinna og skimar. Hann vill sjá meira en hafís og snjó. Hann vill ganga suður, ef komast mætti, alt suður til Rójnahorgar, eða enn lengra, jafnvel út í Indíalíind, þar sem ódáinsakur var forðum daga, 91 þegar Eiríkur víðförli naitt aðstoðar- stól-konungsins. Jeg er lík-lega farinn að flögra í loftfari. Nei, — ekki er svo; á klæði vildi jeg fljúga, með ykkur öll, á í-ofnu áklæði, sem þjóðsögurnar geta um. Jeg vildi það. En þið ætlið í dansinn, og munuð vilja, að jeg hneigi mig. Jeg geri það bráðum. En áðuv en jeg hið ykkur vel að lifa, verð jeg að drepa á, hvernig norðleiwk náttúra annarsveg*- hefir mótað lista- mennina og sunnlensk náttúra hins- vegar. Jeg á auðvifað við náttúrj veðráttunnar. — Kuldinn og bírtau norðanlands hefir fótsrað orðlistar- menn sterkari og mótaðri en sunn- lenskan. par er að telja Bólu-lljálm- ar, Stephan G., Einar Benediktsson, porgils gjallanda og enn fleiri. „Alt sem er krankt og hímir í höm ’ann hreinsar úr vegi og hlax á-það dauðans anda,“ segir Einar um kuldann. Norðurlands vættir hahta á þá menn, sem ætla að vaða uppi meÖ loðmolluorðhragð og þá Búkollu-menn hókmentanna, sem ausa út skilvindu- undanrerinu, í staðinn fyrir nýmjólk úr Auðhumln. — Snðurland ungar út málurum og sönglistarmönnum, og fer í þeim góðgerðum fram úr Norður- landi. .Jeg held, að veðráttan eigi mik- inn þátt í þessum efnum. Báðir lands- hlutarnir geta, hafa ástæðu til að minnast hins með þakklæti og á.stúð, í kvöld fvrst og fremst og á morgun eigi síður. Kuldinn er handlæknir Norðu.landa, segir Einar Benediktsson, og Matt- hías segir um hafísinn: „Ert þú ekki farg sem þrýstir fjiiðu’ fólgins lífs og dularkraftn elds V ‘ pessar og þvílíkar málsgreinar ma ekki sundurgreina eða túlka, því jið þá skemmast þær. En á eitt vil. jeg henda ykkur, því að sú bending skemmir ekki annara manna snild: pegar hríðað hefir lengi og mikið, eða rignt óska.jilega úr norðrinu, ber það við stundum að heiðir úr hafi. Norðanáttin tekur til að hrosn, út í fjarskanum, sjest eins og geislahvaríl þeirra augna’, sem tignnr konur hera undir hrúnum. pessháttar uppbirta rr uppbirta úr hafi þykir góðs viti. pá er norræna að verki. Norðtendingar, hvnr sem þeir eru staddir, ættu að ástunda það að andn að sjer heiðríkum svala úr norðrinu og anda honum nftur frá sjer suðiir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.