Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 1
Böðvar frá Hnífsdal: Einn kofi í viðbót. i. Kaupstaðurinn hafði vaxið all- mikið síðustu 5 árin. Útgerðin hafði færst í aukana. Fólkið úr næstu sveitum og smáþorpum flykktist þangað til að ná í atvinnuna. Það hrófaði sjer upp skúrum úr timbri utanvert í bænum, þegar fór að þrengjast um húsnæði. f kringum þessa kumbalda risu svo aðrir srnærri, sem notaðir voru fyrir geymslu ,og hjá einstaka manni sást kofi fyrir tvær til þrjár geitur eða nokkur hæns. Umhverfi þessara óvönduðu hí- býla var alt annað en þokkalegt. Þarna var engin vatnsleiðsla, í stuttu máli engin skilyrði hrein- lætis nje þæginda, Vatnið var sótt í brunna eða læki. sltólpinu helt í kringum kof- ana. Fyrir framan kofana voru þvotta snúrur, strengdar á milli fúinna spýtna, sem karlarnir höfðu eip- hvern veginn komist yfir niður í bítnum, þ. e. a. s. þeim hluta bæj- arins, sem hinir innfæddu bjuggu i. Og á þessum þvottasnúrum hengu sýknt og heilagt bætt nan- kinsföt, stöguð rúmföt, rifnir sokk- ar og annar álíka dásamlegur fatn- aður. Ekki vantaði heldur þörnin í kringum þessi kofaskrifli. Það var eins og heil herfylking af þeim kæmi út um hverjar dyr. Strákarnir æptu og fóru í alls konar feluleika á milli skúranna. Annað veifið köstuðu þeir grjóti hver í annan, slógust með hnúum ■og hnefum eða hverju því vopni, ■sem til náðist og ljetu ókvæðis- orðum rigna yfir andstæðinginn, því að þeir kunnu langtum fleiri blótsyrði en nokkurn tíma sjást á prenti — jafnvel í vísindalegum orðabókum. Stelpurnar, í brettum eða rifnum, upplituðum kjólgörmum, slógust stundum með í leikinn, en sjald- an lengi í senn, því að strákunum fanst ekkert „púður“ í að hafa þær með og stelpunum þótti of mikill „hasi“ í strákunum. Þær fóru því löngum einar sjer og sýndu hver annari fáránlega Ijótar tuskubrúður, sem í augum þeirra voru- sem Venus frá Milano — brotinn og beyglaðan 25 aura hring, sem þær dáðust að sem de- mant væri, nokkrar ósamkynja perlur úr gleri, sem þær höfðu dregið upp á tvinna, að maður tali ekki um ósköpin, ef einhver þeirra hafði náð í rifrildi af þriggja ára gömlum verðlista frá Dalles-Vare- hus. Slíkum perlum heimsbókment- arna rignir ekki á hverjum degi yfir hinar upprennandi fiskistúlkur þarna í kofahverfinu. Svona líður líf þessara barna, uns þau fara í skólann niður í bænum. Venjulega eru þau illa að sjer, er þau koma í skólann og þykja yfirleitt met- hafar í heimsku og prakkaraskap. Svo er þeim sleppt af skólanum af því að allir vilja losna við þau, og mi fara þau að reyna að kom- ast í atvinnu sem kallað er. * II. Jón Bergsson hjet strákur einil, sem var að alast upp þarna í kofa- hverfinu. Raunar þekktist hann ekki undir öðru nafni en Jón gor- kúla. Fólkið í kofahverfinu hefir nefnilega þann forna sið, að gefa hvert öðru viðurnefni. -Jón liafði fengið sitt þannig, að einu sinni, þegar hann var svolitill patti, Jenti hann í illindum við einn jafn- ingja sinn, sem út af fyrir sig var engin nýlunda. En bardaganum lauk á þann hátt, að Jón skelti andstæðingnum, velti honum upp úr skítnum og rak svo flóttann alla leið að dyrunum, þar sem hinn átti heima. Strákurinn hljóp og Jón hljóp á eftir, kastaði öllu, sem hann festi hönd á. Síðast tók hann gorkúlu og senti á eftir hinum, þegar hann var að fara inn úr dyrunum. Gorkúlan lenti þá framan í móð- ur stráksa, sem gægðist út í sama bili. Kerling strauk hendinni um andlit sjer í flýti, kvaðst mundu drepa helvítis ótuktarkvikindið að tarna og tók því næst til fótanna, svo að pilsins stóðu aftur undan henni líkt og reykur úr Ford-bíl. En þótt kerla væri fljót, var Jón enn þá fljótari. Ilann smaug inn á milli kofanna og geymsluskúranna, þar sem hann |>ekkti hverja smugu, og faldist þar. Kerling fór þá heim til móður Jóns og úthúðaði henni fyrir upp- eldis á þessum bölvuðum ekki sen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.