Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 4
32 LESBÓK M«R#FNBLAÐSINS Sannleikurinn um Briand. nekkru, einhvern tíma þegar hiin var í bænum, án þess þá að gera sjer neina von um að geta keypt hana. Jón hafði 'líka eytt öllum þessum aurum, sem hann fjekk fyrir upp- skipunarvinnuna á dögunum, þeg- ar unnið var nótt og dag í viku, — eina vinnan, sem fengist hafði frá því hætt var að róa. En Jón liafði lika haft nóg að gera að út- búa íbiið sína í skúrnum. Hann hafði búið út svefnherbergi í innri kompunni, en eldhús og' allsherjar- stofu i þeirri fremri. Borð hafði liann sjálfur smíðað og bekk. Stól- ar voru þar tveir, annan hafði hann keypt en hinn hafði Gróa átt. Þegar Jón kom upp á móts við bústað foréldra sinna, sá hann ljósið í glugganum hjá sjer, nokkru ofar. Gróa var áreiðanlega að útbúa kvöldmatinn. Það var þó alt af munur að koma utan úr þessu ill- viðri inn í hlýjuna og það á sínu eigin heimili. Sannlega var það hans eigið lieimili, því að G-róa og hann höfðu verið gefin saman af sóknarprest- inum nokkrum dögum áður. Það vissi raunar enginn um það niðri í bænum. Þetta voru heldur engin slórtíðindi. Það var kominn einn kofi í viðbót, þarna uppi í kofa- hverfinu. Það var alt og sumt. Óven.iuleg mynt. ('hase National Bank í Randa- ríkjunum hefir verið að safna myntum frá ölluin löndum heims, ög frá eyjunni Yap í Kyrrahafi hefír hann fengið þrjár „mvntir“. Þær eru mjög frábrugðnar mvnt- um annara. þjóða, því að ]iær eru úr steini. Ein þeirra er 26 þúml- ungar í þvermál og vegur 60 kg. Er mælt að hún sje 200 ára gömul. Hún giiti mikið á sínum tíma, því að fyrir hana var hægt að kaupa 18 feta bát, eða konu. Það er ekki ætlast til þess að menn flytji sHka peninga með sjer alt af, en þanii kost hafa þeir, að ekki er auðveit íð stela þeim. Þess vegna er það, að ríkir Yap-búar raða oft þessum steinum fyrir utan hús sín, til þessúíj að sýna hvað þeir sje ríkir. Eftír Andre Maurois. Hver einasti maður, sem þjóð- kunnur er og víðfrægur, hefir tvö persónugerfi, hvort svo sem liann er ' stjórnmálamaður, skáld eða hnefaleikamaður. Onnur persónan er mynd sú, sem almenningur hefir gert sjer í hugarlund, eftir sögu- sögnum þeim, sem um manninn ganga, háðflugum frá andstæðing- unum, eða hólsögum frá flokks- bræðrum og vinum, sögusögnum, í em færðar eru úr lagi, í góðu eða illu skyni. Hin persónan er hin sanna og rjetta, og hún er óbrotn- ari og eðlilegri sem vænta má. Alrangar og vi'llandi myndir af sumum mönnum hafa fest í huga almennings vegna hins ímyndaða persónugerfis frásagnanna. T. d. má nefna Disraeli. Aðrir, s.vo sem Washington, Gladstone og Cool- idge hafa fengið ánægjuna af því að sjá sögusagnir um sig festa rætur, sein gerðu þá að ineiri mönnum en þeir áttu skilið. En fáir hafa leikið eins með frásagnir þessar eins og hinn pólitíski lista- maður Aristide Briand. Hvað vitið þið þá um Briand, ef þið vitið ekki annað um hann, en kjósenduf í Frakklandi aiment vita„ er lesa blöðin og hlusta á stjórnmálaræður manna á milli á veitingahúsum ? Að hann hefir ver- ið ráðherra 25 sinnum. Að hann. er í frístundum sínum, á eignarjörð sinni Coeherel, og að hans mesta ánægja er að dunda við að dorga. Enn fremur, að hann sje ótrúlega latur, að hann les aldrei annað en reifara og reykir sígarettur í sí- fcllu. Og loks, að hann var sósíal- ií-ti í ungdæmi sínu. En hvernig á þá að gera sjer grein fyrir hvernig þessi lati fiski- maður hefir komist í hið geysi- niikla álit? Þá er venjulega svarið það, að liann liafi „loftnet". Þetta kann í fljótu bragði að virðast torskilið. En skýringin er að jafn- aði á reiðum höndum, að Briand hafi svo mikla viðkvæmni til að bera í ræðustólnum, að hann finni á sjer hvernig áheyrendurnir liugsa, svo hann geti snúið tali sínu og röksemdafærslu inn á þær brautir, sem best henta, svo á- heyrendurnir láti sannfærast. Og Laval og Briand.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.