Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1945, Blaðsíða 2
362 LESBÖK MORUUNBLAÐSINS það allþungt niðnr á lslendingum. Baráttan snerist mest um það fyrsta þriðjung aldarinnar að fullnægja inum frumstæðustu þörfum sínum. Hver og einn hafði nóg m£ð sig og sína. Var því andans akur vor í þann tíma fáskrúðugur. Vjer átt- um að vísu fáein góðskáld og nokkra ágætá fræðimenn, en áhrif þeirra náðu lítt til almennings, þar sem bóka- og blaðakostur var mjög rýr. Islendingar voru bæld þjóð og bogin. Hjer verður engra pólitískra hræringa vart fyr en mjög líðnr «á fjórða tug.aldarinnar, og var þeirra ekki fyrr að vænta. Vaknar dfótt til verka. GRIKKIR hevja frelsisstríð sitt á þriðja tugi aldarinnar. Islending- ar fylgdust dálítið með því. en sjálfsagt hafa þeir atburðir ekki orkað fast á landsfólkið, en sjá má aff„Ármanni á Alþingi“ (IT. árg.) að Baldvin Einarsson fylgist af á- huga með baráttu Grikkja, og hann fagnar sigri þeirra í sjálfstjórnar- baráttunni af einlægum hug. Hann bar saman tvær fornfrægar þjóðir. Islendinga og Grikki. Þetta frelsis- stríð verður honum hvöt og vakn- ing sem lslendingi. Svo kemur júlíbyltingin í París 1830. Konungur Frakklands hafði pfnumið prentfrelsi með öllu, rof- ið þingið, áður en það kom saman, af því að það var honum andstætt, og takmarkað kosningarrjettinn að verulegum mun frá þvi, sem áður var. — Þessu vildu borgarar og menntamenn ungir í París eigi una, gerðu uppreisn og ljettu eigi fyr en konungur varð að láta af völd- um og hverfa úr landi. 1 stað ins gamla erfðakonungs kom kjörkon- ungur Frakka. Kosningarrjettur til þings var mjög rýmkvaður. og þing* bundin stjóm kjörkonungs þótti líkleg til vemdar og eflingar al- mennum mannrjettindum. Orkaði bvlting þessi fast á ýmsar þjóðir Norðurálfunnar (Belgi, Pól- verja, þýskar þjóðir, ltali, Englend- inga o. s., írv.), þar á meðal á Dani! Gerðu þeir kröfur til kon- ungs síns um stofnun fulltrúaþinga, svo að þeim mætti auðið verða dá- lítilla áhrifa á stjórn ríkisins. Þó að jiessar kröfur virtust koma konungi nokkuð á óvart. sá hann ráðlegast að taka þær til greina, og með til- skipun 2.8. maí 1831 var kveðið svo á, að stofna skyldi tvö ráðgef- andi þing í Danmerkur-ríki. annað fyrir Norður-Jótland og hitt fyrir Eydani (auk þinga í hertogadæm- unum, öðru í Sljesvík, hinu í IIol- stein). I tilsk. var tekið fram, að Islend- ingar adti að sækja þing með Ey- dönum (Lovs. IX, 706—709), en með konunglegum úuskurði 17. sept. 1831 (Lovs. IX, 780—782) er á- kveðið, að Kaneellíið leiti álits amtmannanna á Islandi um hlut- f töku íslendinga í fulltrúaþingunum dönsku (sjá Kancellíbrjefið 1. okt. s. á.. Lovs. IX, 794—796). Fyrsti Islendingurinn. sem ritar nm þessi ntál. 02 er ekki seinn á sjer. er Baldvin Einarsson. Ilann skrifar bækling á dönsku þegar í nóv. s. á. (Om de danske Provin- sialstænder med speeielt Hensyn til Island), og kom hann út fyrri hluta árs 1832. Hann leggur til að Al- þing verði endurreist á íslandi og háð á Þingvöllum. Það er fyrsta tillagan um stofnun ins nýja Al- þingis, eftir afnám lögþingsins 1800. Baldvin vill að Alþingiskosning- ar fari fram á manntalsþingum og að þingmenn verði 34, tveir fyrir hverja sýslu nerna Vestmannaeyj- ar og Strandasýslu (1 fyrir hvora þeirra). Bjarni Thorarensen, höfuðskáld vort í þann tíma, fagnar tillögum Baldvins. Magnús konferenzráð Stephensen segir í brjefi til Finns Magnússonar (Safn Fræðafjelags- ins r\T. 10.5), að hann megi ekki hugsa til „Endurreisnar g.amla Al- þingis hjer og flutnings Repræs- entionar fyrir Island þangað, hvar, eins og fyrri, ganga mundi mest áJ skömmum og fylliríi, en ekkert gott afleiða“. Ennfremur segir hann, að Baldvin sje Bjama „Eeho (bergmál) í hvers raust og gegnum hvern (B. Th.) eins og með Fjallafjelagslóf- stírinn er þekkjanlegur, enda kunn- ugt hjer, að Baldvin er hans Hand- langer (þjónn) til að koma hans Maximer (stefnuskrá) fram“4 Magnús Steph. heldur, að Bald- vin sje aðeins undirtýlla Bjama og málpípa í þessum efnum. En nú mega lesendur Mbl. ekki ætla, að B. Th# hafi verið í bylt- ingahug gegn þeiin góða kóngi, (Friðrik VI. öðru nær! Hann var eindreginn konungsmaður og ein- veldissinni, en rómantísk aðdáun hans og elska á fornöldinni leiðir Jiann til fvlgis við þá stefnu, að rísa megi „Þjóðarþing á Þingvelli“, auðvitað aðeins ráðgefandi (sbr. B. Th.: Kvæði I, 196, Kh. ,1935). ðleð kgl. úrskurði um hluttöku íslands í dönsku fulltrúaþingunum 4. júní 1832 ( Lovs. X, 431—432) er kveðið svo á, að Islendingar skuli kjósa þrjá fulltrúa (sbr. Tíma- rit Bókm.fjel. XXIV, bls. 181. álit Bjarna amtm. Thorsteinson, er vill að konungur skipi þrjá). — Árin 1832—1833 lá málið niðri, en. þegar fyrirkomulagi þinganna var skipað til fulls með tilsk. 15. maí 1834 (Lovs. X, 496—536), var full- trúatala lslendinga komin niður í tvo (Island og Færeyjar skvldu kjé^a þrjá). Þegar Hróarskeldu- þingið loksins kom saman haustið 1835, skipaði konungur tvo full- trúa til að mæta þar af hálfu Jslands (Krieger stiftamtmann og Finn Magnússon). „En af slíkri fulltrúaskipun væntu jnenn ekki sjerlegs gagns hvorki hjer nje þar“,,segir Bjarai amtmaður Thor- steinsson í ævisögu sinni (Tímar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.