Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1945, Blaðsíða 6
366 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞAÐ, SEM JEG SÁ í BELSEN Eítir Patrick Gordon Walker JEG IvOM til fangabúðanna í Belsen fimm dögurn eftir að banda- menn höfðu náð þeim á sitt vald. Þá þegar voru margir fanganna búnir að ná sjer furðanlega. Þeir voru ákveðnir í því að njóta aftur lífsins að fullu. þess lífs, er annar berinn breski hafði gefið þeim. Jeg held að það sje nokkurn veginn víst. að heíðum við ekki komið til fanga- búðanna á þessum tíma, þá hefðu mjög fáir af þeim 30,000 föngum, sem enn voru á lífi, komist lífs af. Þegar hersveitjr okkar komu til fangabúðanna voru þar fleiri liðnir en lífs. Við fundum lík 35 þúsund manna liggjandi hingað og þangað í kringum fangabúðirnar o'g inn á milli þessara líka leyndust 30,000 menn, sem varla var hægt að sestja að væru nema rjett með lífsmarki. Það sem jeg sá þarna, mun aldrei líða mjer Tir minni: lifandi fólk, sem var orðið of veikburða til að fjarlægja þá dauðu, lifandi fólk, sem notaði skrokka hinna látnu þjáningarbræðra sinna fyrir kodda til að hvílast á, hrúgur af hráum rófum á víð og dreif, en það var einasta fæðan, sem þessir, vesalings menn höfðu neytt svo dögum skifti, áður en við komum. Mannlegar verur höfðu, barist þarna upp á líf og dauða út af einni hrárri rófu. Það hafði jafnvel þekkst mannát þarna í fangabúðunum; taugaveiki geisaði allsstaðar og þarna voru 1500 ungbörn. Menn vorir^fluttu ferskt vatn til fangabúðanna fyrsta daginn í hylkj um, tönkum og vatnsbílum. Og þeir komu með mat. Þeir ljetu af hendi 50,000 ábreiður. Þeir ljetu einnig af hendi NAAFI-skammtinn sinn, af vindlingum og sælgæti. Allir bresku hermennirnir, sem jeg talaði við, sögðu það sama: trúir fólkið heima nokkurn tíma þessum hlutum ? Jeg held, að flestir sjeu nú farnir að trúa. En það er ekki nægjanlegt að trúa. Við verðum og að spyrja. Hver var tilgangurinn með þessum fanga búðum* Bæði í Belsen og Buchen- wald virðist mjer, sem gerð hafi verið tilraun, vel yfirveguð og ná- kvæmlega útreiknuð, til þess að koma vestrænni siðmenningu fyrir kaltarnef — virðingunni fyrir lífi einstaklingsins, sem skilur okkur frá skynlausum skepnum. í þessurn fangabúðum voru S.S.-mennirnir sjer þess fyllilega meðvitandi hvað þeir voru að gera. Að fara með menn eins og dýr, var einn þáttur- inn í tilraunum þeirra til þess að tortíma Evrópu. I Belsen talaði jeg við S.S. ^lækni, sem hafði, í Ausch- witz, gert tilraunir á konum, börn- um og fötluðu fólki rjétt eins og væru þetta naggrísir. Slíkir hlutir hafa átt sjer stað inni í miðri Evrópu. Mjer virðist þeir, sem lokað hafa eyrunum fyr- ir þessum staðreyndum og ævinlega kinokað sjer við öllum tilraunum til að binda enda á hörmungarnar, bera nokkurn hluta ábyrgðarinnar á glæpunum. Heimurinn getur og! verður að beita rjettvísfnni til þess að útþurrka þessa svívirðingu og refsa þeim seku. En jeg vildi mega bæta þessu við: Jeg hefi sjeð það, sem þarna gerðist með eigin aug- um og jeg er sannfærður um áð hefndin má ekki vera af handahófi. Við inegum ekki refsa bæði sekum og saklausum. Það voru Þjóðverjar í þessum fangabúðum. I .Belsen hitti jeg þýska fanga — ekki gyð- inga, heldur pólitíska fanga. En jeg meina ekki aðeins það. Jeg á við, að gerum við ekki greinaritiun, þeg ar stund hefndarínnar er komin, þá erum við einmitt að ,gera það. sem S.S.-mennirnir hefðu helst kosið að við gerðum, nefnilega það sama og þeir gerðu, að eyðileggja virðing- una fyrir lífi mannsins. Við viljum hressa hana við. Það, sem jeg sá í Belsen, og ekki aðeins þar, hefir sannfært mig algjörlega um, eins og það væri eitt af gmndvallarat- riðum siðmenningarinnar, að áður en maður er sviftur lífi, verða að liggja fyrir óyggjandi sannanir fyr ir sök hans, en það er ekki þar n;eð sagt, að þörf sje á því að draga málin á langinn. Jeg talaði við tjekkneska stúlku, þar sem við stóðunyinn á milli lík- anna, í öllum óþverranum. Hún hjet Gitta Cartagena. Hún hafði 1 þrjú ár verið í 7 fangabúðum. þar á með- al Auschwitz, sem hún sagði að væru verstar allra. Hún skýrði mjer svo frá. — Jeg var þar rjetta sex niánuði. Daginn sem 4000 manns hurfu, þá vissum við upp á dag, hvenær við mundum deyja. Við vissum, að við áttum eftir að lifa í þrjá mánuði enn. Sjálf gerði jeg skorur á bríkina í fletinu mínu og taldi, hvað marga daga jeg ætti ó- lifaða og á hverri nóttu, þegar jeg fór að sofa, bætti jeg einni skoru við. Þar með var einn dágur líðinn og einum degi færra eftir. Fyrsta mánuðinn bjuggumst Adð öll við því, að gerast mundi kraftaverk. Á öðrum mánuði sögðum við: — All- ir, sem hafa verið hjer áður, hafa verið drepnir á gasi, hví skyldum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.