Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 111 fóðrun á stargresi, voru þær lítt færar til að miðla afkvæmum sín- um heilnæmri mjólk, enda fengu þau oit beinkröm, skjögur og fleiri kvilla, sem riðu þeim að fullu beint eða óbeint. Lagði þá slabbið í mýr- unum, ómild veðrátta eða vorhret og hættur smiðshöggið á það, sem veiklun og kvillar ekki ollu bein- línis. Milli hraunjaðarins, Skjálfanda- fljóts og Sjávarsands er mikill fjöldi linda og .lækja, tjarna og kíla, auk sprungna og gjótna í hrauninu sjálfu, sem orðið hafa margri kind- inni á vetrum, vorum og haustum að fjörlesti. Mestur var þessi skatt ur á unglömbunum. Tvímælalaust voru þó illviðrin og vorhretin skæðustu vágestirnir Þegar þau geisuðu, hrundu lömb- in svo niður, að við ekkert varð ráð ið, þó að reynt væri að sinna þess- um köldu vesalingum nótt og dag eftir bestu getu. Hópum saman voru þau borin utan úr mýrunum, hríðskjálfandi í pokum eða flíkum, og látin við ylinn hjá eldavjelinni eða þá í fjósið og jafnvel rúmin. Ofan í þau var helt volgri mjólk og sjúklingunum hjúkrað á allan hátt. Yrðu fullorðnar kindur fyr- ir ofkælingu, þá þær lentu í hætt- ur, gaf faðir minn þeim hoffmanns- dropa eða brennivín, sem hann jafn an átti eitthvað í fórum sínum, þótt hófsmaður væri. Tókst oft að bjarga með þessu móti skepnum, sem komnar voru í dauðann. í vondum vorum, köldum og gróð urlitlum, var þessi barátta stund- um svo hörð, að varla getur hugs- ast önnur harðari: Vökur og vos- búð í meira en hálfan mánuð, eng- in hvíld nema þegar blundað var örfáa tíma í sólarhring samtals; vonbrigði og ófyrirsjáanleg óhöpp. Þrátt fyrir alt hrundu lömbin nið- ur, stundum. Og það var verra en alt annað, verra en öymögnuð Guðmundur Friðjónsson þreyta, verra en væta inn að skinni, dögum saman og nóttum, verra en geigvænlegur vansvefn. í lamba dauðanum var mesti ósigurinn fólg inn. Stundum var þó ekki svona dimmt og dapurt, sauðburðurinn gekk að óskum, lambahöldin voru góð. Þá ljek sunnanvindurinn sjer að gárum Kisa, Skjálfandafljóts og Miklavatns. Stargresið og puntur- inn þaut upp úr jörðinni og bylgj- aðist í blænum. Lömbin hoppuðu á holtum og sandbörðum, ljettfætt, frjálsleg og spræk. Tvö höfuð voru á hverri skepnu — og meira þó. Fjöldi glaðra fugla kepptist við að_ láta í ljós fögnuð sinn yfir tilver- unni. Jafnvel dauðir hlutir leituð- ust við að syngja um dýrð vorsins. Meðal fjölmargra minninga hjer að lútandi vil jeg nefna lítið atvik frá vormorgni einum. Um nóttina hafði faðir minn fengið, ásamt með öðrum póstvarningi, nýtt hcfti af einhverju tímariti, mig minnir Skírni, með fáeinum kvæðuiþ cftir Maurice Maeterlinck. Þegar jeg vaknaði í bólinu mínu undir baðstofusúðinni að vestan verðu, sat faðir minn á rúmi and- spænis og las kvæði snillingsins í Skírnisheftinu með þeirri hrifn- ingu. sem jeg gleymi aldrei. Morg- unsólin horfði inn til mín um litla gluggann. Úti fyrir honum flóði alt í geislum. Höfugur ilmur leit- aði inn um hverja smugu. Fugla- kvakið bergmálaði í Klettum. Mik- ið hlakkaði jeg til að koma út! Þó var jeg sem höggdofa, vildi hvorki nje gat hrært mig, en horfði á föð- ur minn undir morgunglugganum. Það beinlínis ljómaði af honum. Aldrei hafði jeg sjeð hann svo fagran sem þá. Þurkdagar. UM FÖÐUR MINN verður tví- mælalaust sagt með svipuðum rök- um og um Skalla-Grím: Hann var iðjumaður mikill, — þó að á ann- an hátt væri. Guðmundur á Sandi var flestum mönnum árrisulli, þeg- ar því var að skipta. Ætlaði ein- hver heimamannanna í ferðalag að morgni, vakti bóndinn hann sjálfur — og jafnan í tæka tíð. Aldrei hafði faðir minn þó meiri andvara á sjer en á sumarnóttum, ef veðrahætta var eða von um þerri að morgni. Þá reis hann úr rekkju fyrir allar aldir, gætti að blikum í liofti eða öðrum veðurmerkjum, vakti síðan’fólk sitt og sagði því drauma sína, er hann tók mikið mark á sem veðurvitrunum. Að því búnu fór hann að gera verka- áætlanir, ef útlit var þurklegt. •— Eftir að synir hans uxu úr grasi, 'tóku þeir að rökræða áætlanir þessar og gera athugascmdir við þær, oftlega áður en þeir fóru á fætur, ef svefninn var þá ekki of höfugur og morgunværðin þung. Spruttu ósjaldan þá þegar með ár- deginu skiptar skoðanir eða jaí'n- vel deilur meðal feðganna um það, hversu haga skyldi verkum. Voru þeir tíðum stórráðastir Bjartmar og Völundur, meðan hann lifði. — Sögðu hinir oft í gamni, að hæíi-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.