Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 2
414 leyti var Ragnhildur gerðarkona, skör ungur í búsýslu og hneigð til að ann- ast skepnur. Vildi hún að hjá sjer liði vel bæði fólki og fje, og var mjög ör- lát og hjálpsöm við fátæka. Voru og efni nóg. Börn þeirra Jóns og Ragnhildar voru: Gísli eldri, Jón eldri, Eiríkur, Þorlákur, Sigurður eldri, Gísli yngri, Jón yngri, Sigurður yngri, Þuríður og Ragnhildur. Jón faðir þeirra varð eigi allgamall. Bjó Ragnhildur lengi í Hlíð ekkja með börnum sínum. Giftust þau smám saman frá henni. Gísli eldri átti Guðrúnu Eiríksdóttur, systur Stefáns alþingismanns í Árnanesi og þeirra bræðra. Gísli bjó í Gröf í Skaftár- tungu. Hann misti konu sína, en gift- ist aftur Kristínu, er kölluð var Sí- monardóttir hins mállausa, en flestir ætluðu að Mála-Davíð, faðir Símonar, væri faðir hennar. Jón eldri átti Ólöfu Sveinsdóttur. Þau bjuggu í Heiðarseli. Börn þeirra voru Steingrímur á Fossi og Ragnhildur, móðir Jóns í Munda- koti og Sveins í Sandvík á Eyrar- bakka. Eiríkur fekk Sigríðar Sveins- dóttur læknis Pálssonar. Þau bjuggu í Hlíð á móti Ragnhildi móður Eiríks. (Sonur þeirra var Sveinn, síðar prest- ur í Ásum, faðir Gísla sendiherra). Þorlákur var fyrir búi móður sinnar, þar til Gísli bróðir hans í Gröf dó. Fór hann þá þangað og kvæntist Kristínu, ekkju Gísla. (Þorlákur varð seinna úti á Fjallabaksvegi). Þuríður átti Þórhall bónda á Geirlandi. Ragn- hildi átti ísleifur í Hlíð í Selvogi. feeirra son Guðmundur hreppstjóri á Háeyri og systkin hans. Jón yngri gift ist ekki, bjó þc^ um hríð og átti börn nokkur. Gísli yngri fekk Þórunnar Sig urðardóttur í Fljótsdal í Fljótshlíð. Meðal barna þeirra var Þórunn „grasa kona“. Þau Gísli og Þórunn bjuggu fyrst í Fljótsdal, en fluttust þaðan að Höfða- brekku í Mýrdal og bjuggu þar eitt ár. Þaðan fóru þau að Ytri-Ásum í Skaftártungu. Þá var Þórunn komin í nágrenni við Ragnhildi tengdamóður LESBOK MORGUNBLAÐSINS sína. Kyntust þær og fell þeim vel saman. Var Ragnhildur þá enn búandi í Hlíð á móti Eiríki syni sínum, hafði þó aðeins lítinn hluta af jörðinni og fáeinar skepnur. Var hún enn hress að öðru en því, að sjónleysishræðslan kvaldi hana sífeldlega. Hún vildi búa vegna þess að skepnuhirðing var aðal yndi hennar, en líka þurfti hún ávalt að hafa nokkuð sjer í hendi til að gefa fátækum. Þvarr eigi örlæti hennar með aldrinum. Fyrir nokkru hafði hún þá heyrt söguna um Álfa-Árna, sem kölluð er „Árnaskjal". Segir þar frá því, að Árni veiktist af völdum álfastúlku og batnaði eigi fyr en hann var til altaris í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, og bergði af kaleik þeim, sem sagt er að álfar hafi gefið kirkjunni, og svart- an blett hefur í botninum. Og með því Ragnhildur vissi að sjónleysis- hræðsla hennar var sjúkdómur, og hún taldi víst, að hann væri af völd- um huldufólksins í Garnagili, þá kom henni í hug, að sjer mundi batna, eins og Árna, ef hún bergði af álfakaleikn- um eins og hann. Bað hún þess oftar en einu sinni, að fenginn væri kaleik- urinn frá Breiðabólstað og sjer útdeilt úr honum. En synir hennar voru svo upplýstir í anda hins nýja tíma, að þeir höfðu skapraun af því, að móðir þeirra var svo hjátrúarfull, og eyddu þeir því jafnan. Og Sigríður tengdadóttir henn ar sagði henni afdráttarlaust, að slíkt væri vitleysa og hindurvitni, sem eng- inn upplýstur maður vildi heyra nefnt. Þórunn var hin eina af fólki Ragn- hildar, sem studdi mál hennar í þessu. Sagði hún að eigi gæti sakað, þótt þetta væri reynt, og væri eigi ómögu- legt, að trú Ragnhildar hjálpaði henni. Þetta þótti samt fjarstæða, þar eð hjátrú væri engin trú, og gæti því eng- um hjálpað. Hætti svo RagnhiIdUr að tala um þetta og var eigi á það minst um hríð. ★ SIGRÍÐUR kona Eiríks var búsýslu- kona. Þótti henni, sem var, að þeim veitti eigi af jörðinni allri, og að auka búskapur Ragnhildar væri þeim til þyngsla, þótti hann líka þarfleysa. Varð það úr, að Ragnhildur brá bú- skap sínum og fór að Geirlandi til Þuríðar dóttur sinnar. En Gísli og Þórunn tóku kindur af henni til fóð- urs. Brá Ragnhildi mjög við að hafa nú engar skepnur að annast og ekkert að hugsa um, annað en sinn síkvelj- andi sjónleysiskvíða, er nú varð æ þyngri og þyngri. Kom þar að hætt þótti við að hún misti vitið. Þetta frjetti Þórunn. Bað hún mann sinn sækja Ragnhildi. Hann sagðist fara ef hún kæmi með, annars væri það ekki til neins. Hún ljet ekki standa á því. Sendu þau að Gröf og fengu Þorlák með sjer. Þetta var snemma um vor. Voru vötn nýleyst og í vexti. Var seinfarið og komu þau að Geirlandi er flestir voru háttaðir um kvöldið. Þórunn gekk nú til Ragnhildar. Sat hún þá uppi í rúminu klæðlaus og reri sjer í ákafa. Var auðsjeð að henni leið ekki vel. Þórunn heilsaði henni. Hún tók ekki kveðjunni. Þórunn mælti þá: „Fallegar eru kindurnar þínar orðn- ar“. Þá var sem Ragnhildur vaknaði af svefni og mælti: „Er þú það, blessuð. Komdu sæl! Nú á jeg bágt, nú er sjónin að fara, nú verð jeg steinblind á morgun." „Nei, nei“, sagði Þórunn. „Þú fær að sjá kindurnar þínar áður, því nú er jeg komin til að sækja þig. Viltu nú koma með mjer?“ Ragnhildur tók því dauflega. Og ekki fekk Þórunn hana með sjer, fyr en hún lofaði að útvega kaleikinn frá Breiðabólstað fyrir hana. Þá herti hún upp hugann og fór með henni út að Ásum. Hafði hún verið eitt ár á Geir- landi. Dvaldist hún nú í Ásum fyrst. ★ ÞÓRUNN vildi nú eigi að orð sín yrði að markleysu. En bæði var það, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.