Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1947, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 415 TVEIR HAGYRÐINGAR KVEÐA UM HEKLU Gísli mátti eigi fara frá voryrkjunum, enda sá Þórunn það í hendi sjer, að því aðeins mundi erindið ganga fram, að hún færi sjálf. Bjóst hún við að Jón prófastur Halldórsson mundi ó- íús að ljá slíkan dýrgrip, sem kaleik- urinn var. En af því kona hans, Krist- ín Vigfúsdóttir sýslumanns Thoraren- sen, var einka kær vinkona hennar, þá átti hún þar von liðveislu, er hún vænti að duga mundi. Lagði hún því á stað einn góðan veðurdag og íór fyrst út að Steig, til Eyjólfs bróður síns; faðir hennar var þá hættur búskap. Fekk hún hest að láni hjá Eyólfi, fjörugan fola, en ljet sinn hest eftir, þótti hann seinfær. Yfir Jökulsá á Sólheimasandi fekk hún fylgd frá Sólheimum og var áin lítil. Reið hún svo að Seljalandi undir Eyjafjöllum. Þar bjó Árni, er fyr var á Strönd og hafði beðið Gisla að biðja sig bónar, ef honum lægi á, vegna greiða, sem Gísli hafði gert honum þá er hann bjó í Fljótsdal. Bar Þórunn honum nú kveðju Gísla, og bað um íylgd yfir Markarfijót. Hann kvaðst engan mann hafa til þess. Bað hún þá að einhver fylgdi sjer að fljótinu, vísaði sjer leið og sæi til sín yfir um, til þess að geta sagt hvernig henni reiddi af. Vinnukona varð til þess. Reið Þórunn ein yfir fljótið og farn- aðist vel. Á Hólmabæunum voru allir karlmenn í Eyaferð, og allir hestar í sandi nema tryppi. En þar átti Þórunn vinkonu, er fylgdi henni vestur að Af- falli, sagði henni til vegar og horfði á eftir henni yfir Affallið. Komst hún slysalaust að Breiðabólstað. Var henni þar vel tekið og þótti frú Kristínu mik ils vert um dugnað hennar og góðvilja, og hafði hún orð á því löngu síðar viö þann, er þetta ritar. Tregur var sjera Jón að Ijá kaleik- inn, sem von var, en fyrir orð konu sinnar ljet hann það eftir. Vel gekk Þórunni heim. Eftir það var Ragnhildur til altaris, og var henni útdeilt úr kaleiknum frá Breiða- bólstað. Varð sem Þórunn hafði ætlað: IIEKLA vaknar, hátt við stynur, hristír sig og yglir brá. í iðrum hennar ákaft drynur, orgin berast fram að sjá. Ógn og skelfing yfir dynur, af sjer þcytir jökul snjá. Lyftast björg og landið rofnar, leitar út hið dukla afl. Nú munu ekki sveinar sofna sitjandi við lífsins tafl. Birta sólardagsins dofnar, drepur gróður öskuskafl. Eldar hátt á lofti lýsa, leiftra snöggt í þokuhjúp. Ilraun í stróka háa rísa, hrynja niður gilin djúp, ' brenna jorð og bræða ísa, brjótast áfram heit og gljúp. Mörgum hcfur valdið voða, vikri dreift um landsins bygð. % trú Ragnhildar hjálpaði henni, sjón- leysiskvíðinn hvarf frá henni og kendi hún hans eigi framar. Var hún eftir það fremur heilsugóð, eftir aldri. Og nú ætluöu þau Þórunn og Gísli að fá Ragnhildi part af ábýli sínu til afnota, því einsætt þótti þeim að láta hana búa meðan mátti. En er Hlíðar- hjónin, Eiríkur og Sigríður, vissu þetta, sögðu þau bæði að Ragnhildi væri velkomið að fá aftur Hlíðarpart- inn, sem hún hafði haft áður, heldur en að henni vrði þrengt niður í Ytri- Ásum. Fór hún aftur að Illið, og bjó þar síðan í skjóli Eiríks sem áður, og undi vel ráði sínu þaðanaf. Unni hún Gísla og Þórunni mest af öllum börn- um og tengdabörnum sínum, og unni hún þeim þó öllum. Gegnum aldir brims og boða beittri lagði dauðans sigð. Áfram stiginn árin troða, örin dofna, fyrnist hrygð. Landið geymir eld og ísa, ást og græna skógardís. Kyrð og frið sem vögguvísa, vonleysi, er hafið frýs. Tign, er norðurljósin lýsa, Iistaverk, er sólin rís. .JÓHANNES SIGURÐSSON, Stórholti 30. ★ ÞAÐ var eitt kvöld í vor, að Húnbogi Hafliðason frá Hjálmstöðum, nú til heimilis að Reykjalundi í Grímsnesi, lá í rúmi sínu og gat ekki sofnað. — Iíekla þjelt vöku fyrir honum með hvíldarlausum sogum sínum. Húnbogi er hagyrðingur góður og þessi hring- henda fæddist í sál hans: Hckla feldinn hristir byrst, hopar skelfdur lýður. Ilún á veldi hæst og nyrst. llraunið cldrautt skríður. Húnbogi ljet hugann reika 102 ár aft- ur í tímann, heyrði í anda þrumur hins heimsfræga eldfjalls okkar og sá í anda, hvernig það með gauragangi og óhljóðum þeytti hvítglóandi grjóti upp úr toppi sínum. — Og önnur hringhenda íæddist: Hraunið floði freðna braut fjalls ur móðu kverkmn. Upp úr glóðargini þaut grjót mcð hljóðum sterkum. Nokkru'síðar hjelt Hekla enn vöku fyrir Húnboga með látlausum þrum-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.