Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 79 Úr þingsalnum. Frú Pandit Nehru í miöju, Thor Thors til hœgri. stundar væri okkert írekara unt að gjöra. Það var vegna þess, að sam- komulagi milli aðila var svo erfitt að ná, að þetta mál var l.agt fyrir S. þ. Mjer sjálfum var það ljóst, að sættir gátu ekki náðst, þrátt fyrir okkar til- raunir, fundarhöld og brjefaskriftir, fyrr en þessi nefnd, sem fjell undir allsherjarþingið, hefði tekið sína á- kvörðun.“ Af þessu má fulltrúunum vera ljóst, að allar tilraunir til þess að koma á sáttum virtust fyrirfram dauðadæmd- ar. Báðir aðilar hjeldu fast við sitt, hvor um sig trúði þvi fastlega, að hans málstaður mundi sigra, annaðhvort í nefndinni eða á allsherjarþinginu. — Sáttanefndin fylgdist nákvæmlega með þvl, sem gjörðist, bæði í undir- nefnd 1 og undirnefnd 2. Til allrar ó- hamingju virtist bilið milli aðila of breitt til þess að það yrði brúað frið- samlega.. Arabar virtust ekki vilja fallast á fjöldainnflutning Gyðinga, nje að veita sjálfstæði ríki Gyðinga í Palestínu. Gyðingar vildu ekki sætta sig við neitt minna en nokkurnveg- inn frjálsan innflutning og vonir um sjálfstæði. Milli þessara tveggja and- stæðna var ekki unt að koma á nein- um sáttum á meðan þetta vandamál var til meðferðar hjá Sameinuðu þjóð unum. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóð- anna í Palestínu málinu sneri sjer margsinnis til Stórráðs Araba, og leit- aði sarhvinnu þess vegna starfs nefnd- arinnar, en því var neitað. I Palestínu nefnd þessa þings, sagði fulltrúi Stór- ráðs Araba, að hann mundi því aðeins taka þátt í starfi hennar að fallist væri á stofnun eins sjálfstæðs ríkis, en ekki að því er snertir tillögur rann- sóknarnefndarinnar, hvorki meiri hluta hennar nje mirmi hluta. Enn á ný í undirnefnd 1 í Palestínu- nefnd þessa þings var Stórráði Araba boðið að taka þátt í ákvörðun nefnd- arinnar að því er snerti hin nýju landamæri hinna tveggja ríkja innan Palestinu, en aftur var svarið það, að ráðið vildi aðeins taka þátt í um- ræðum um stofnun eins állsherjar- ríkis í Palestínu. En nú á síðustu stundu, rjett í því að verið er að ganga til atkvæða- greiðslu kemur fram athugasemd um starf sáttanefndaritmar, og það er jafnvel gefið í skyn, að sættir liefðu verið hugsanlegar. Hitt er þó vitað, að sáttanefnd reyndi allar leiðir, en árangurslaust. Ennfremur er það Ijóst að fram til síðustu stundar höfðu eng-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.