Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 65 r* Ólaíur Ölafsson kristniboði: Á þúsund tungum f DAG, 2. sunnudag í níuvikna íöstu, verður minnzt í kirkjum um land allt starfs Hins íslenzka biblíufélags. En það er, cins og kunnugt er, elzta starfandi félag iandsins. Til er í eigu margra íslendinga mikil bók, sem þó lætur lítið yfir sér. Brot alþýðu- og vasaútgáfunn- ar er lítið eitt minna en á íslend- ingasagnaútgáfunni nýju, en þykkt ekki nema þumlungur. Pappír er í henni svo þunnur að blaðsíðutal er yfir þúsund og letur svo smátt og þétt, að lesmálið mundi fylla þrjár til fjórar bækur Fornritaút- gáfunnar, ef með sama letri væru. Verðlag eftir því. En í mjúku skinnbandi og gylt í sniðum kostar vasaútgáfa Biblí- unnar ekki nema um fjörutiu krónur. Biblían slær þó ekki öll met í heimi bókanna með yfirlætisleys- inu einu. Hún er einnig þekktust allra bóka, hefur verig lengst les- in og náð langsamlega mestri út- breiðslu. Mestu máli skiftir vitan- lega að Biblían hefur haít óvið- jafnanlega miklu meiri áhrif en nokkur bók önnur. 2. Biblían er upphaflega orðin til á tungum tveggja austurlenzkra smáþjóða. Gamlatestamentið á hebrezku (að undanskildum nokkr- um kapitulum á kaldeisku), og Nýjatestamentið á grísku. Útbreiðsla Biblíunnar stendur frá upphafi í beinu sambandi við vöxt og viðgang kristniboðsins. Að postulunum liðnum héldu menn í frumkristni sér að vitnisburði hinna spámannlegu og postullegu rita Biblíunnar um Jesúm Krist. Með trúboðinu var unnið að því að flytja þjóðunum þann vitnis- burð á þeirra eigin tungu. Hefur það haldizt til þessa dags. Það auðveldaði mjög kristniboð í upphafi, að Gamiatestamentinu hafði verið snúið á grísku löngu fyrir Krists burð, og að gríska var viðskifta- og menningarmál mik- ils hluta hins víðlenda rómverska ríkis. Mjög snemma eftir að kristniboð hófst voru að minnsta kosti ein- stök rit Biblíunnar þýdd á sýr- lenzku og koptisku. Var það gert jafnt í þágu safnaðanna sem trú- boðsins. Biblían sjálf hefur ávallt þótt bezti kristniboðinn, bezta út- breiðslutæki kristnidómsins. Það átti langt í land að hafið væri skipulagsbundið starf að út- breiðslu Biblíunnar um gjörvallan heim. Af biblíuþýðingum á tímabilinu frá postulunum til siðaskiptanna (á 16. öld), skal hér enn getið tveggja. Á fjórðu öld er Biblíunni snúið í fyrsta skifti á tungu þjóðflokks, er ekkert ritmál hafði. Síðan átti hún eftir að verða fyrsta bókin á fjölmörgum tungumálum. Gotar voru upphaflega komnir frá Skandínavíu en fluttu (á þjóð- flutninga tímabilinu) til Suður- Evrópu. Þar týndust þeir sem sér- stakur þjóðflokkur, um síðir. Hið eina er vitað er nú um tungu þeirra, hefur varðveitzt í allveru- legum leifum af biblíuþýðingu Titilblað af Nýatcstamenti Odds Gottskálkssonar. fyrsta kristniboða og biskups þeirra, Úlfilasar. Svíar komust yf- ir handritið, rúmum þrettán öldum eftir að þýðingin var gerð. Er það nú ein hin dýrmætasta eign há- skólabókasafnsins í Uppsölum. Kirkjufaðirinn Hieronymus vann að því á árunum 389—403 e. Kr., að snúa Biblíunni á latínu. Lífsferill hans var afar ævintýralegur. Síð- ari hluta ævinnar dvaldi hann í Betlehem og vann þar að þýðing- unni. Þýðing hans, Vulgata, hefur síðan á miðöldum verið löggilt Biblía rómversk-katólsku ldrkj- unnar. Hefur Vulgata óefað verið fyrsta Biblían, sem hefur komið hingað tii lands með hinum nýja sið. ,... jT ~ * ' ''V * -«1 3. Biblíunni var ekki mikill sómi sýndur í katólskum sið. Kirkjan sem slík tók á sig ábyrgðina fyrir sálarheill fylgjenda sinna. Latína var mál hennar. Traust til presí- anna kom í stað uppfræðslu. Biblí- una mátti ekki fá leikmönnum í hendur. — Jafn ágætur maður og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.