Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1952, Blaðsíða 16
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Iðm Þorvaldur Stefánsson bóndi á Norð- urreykjum í Hálsasveit um langt skeið, var frábær að iðni, heimilisrækt og af- köstum við öll störf. Hann var kom- inn á fimmtugsaldur um síðustu alda- mót. Lifði hann að mestu í anda 19. aldar, þótt hann yrði líka í röð fremstu umbótamanna þessa tíma. Eitt sinn að haustlagi — um 1880 — fór ég með fjárrekstur ofan Reykholtsdal. Kom ég þá að Hægindi ,en Þorvaldur var þar vinnumaður. Bauðst hann til þess að fylgja mér að Kjalvararstöðum, en á þeirri leið eru blautar og þýfðar mýrar. Þorvaldur átti sokk á prjónum, sem hann greip með sér. Lét hann nú prjónana ganga ótt og títt alla leiðina og stiklaði fimlega á þúfunum kring- um reksturinn. Þetta verk var honum í senn bæði nautn og íþrótt, enda hafði hann æflfþað frá barndómi. Lagði hann aldrei niður að ganga með prjóna sína að og frá verki. Var iðni hans að sama skapi á öðrum sviðum. (Kristl. Þor- steinsson). VESTMANNEYJAR — Mynd þessi er tekin á flugi yfir Helgafelii í Vest- manneyum og sér niður í kaupstaðinn. t norðrinu er bakki, en þokuslæð- ingur á eynni og þokukúfur á Helgafelli og Dalfjalli. Til Vestmanneya voru ágætar flugsamgöngur árið sem leið, en nú að undanförnu hafa þær verið stopular fyrst vegna þess að snjór og klaki hefir lagzt á flugvöllinn og nú er kennt um þeim breytingum, sem nýlega voru gerðar á skipan flugferða um landið. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Gaman að slarkL Árni Jónsson á Ytra-Rauðamel (d. 1882, 92 ára) var talsvert ölkær og þótti ekki spakur við vín. Lenti hann þá stundum í illdeilum við menn. Mun Árni hafa haft nokkurt gaman að þess konar leikum, ef sú saga um hann er sönn, að þegar hann eitt sinn var stadd- ur í haustréttum, þá orðinn gamall og blindur, þá heyrði hann álengdar að menn voru orðnir háværir og áttust við. Á Árni þá að hafa sagt: „Leiðið mig þangað sem slarkið er“, og það var gert. Sló hann þá til og varð mað- ur fyrir. Einhver varð til að átelja til- ræðið, sem var að ósekju, en Árni lét það ekki á sig fá, heldur sagði: „Kom blóð?“ Og er svarið var játandi, tautaði karlinn: „Þá dey ég ánægður". (Bónd- inn á heiðinni). Þingstaðurinn hjá Kollabúðum. Þar sjást enn nokkrar rústir af búð- um frá þjóðveldistímanum. En svo er þar ein rúst langsamlega gleggst og hún er af fundarbúðinni, sem reist var fyrir einni öld, þegar Kollabúðafund- irnir hófust. Sumarið 1850 var annar Kollabúðafundur haldinn, og „þann 15. júní kvaddi forseti menn til að lýsa búðinni ,er fullbyggð var nú og tjölduð". Sú lýsing er á þessa leið: Hún var 14 al. á lengd og því nær 6% al. á breidd, 5 al. há með rúmlega- 2 al. háum veggjum og fullháu gaflaði aust- anvert. Trjáviðaryfirbygging var biti við veggi, syllur beggja vegna og mæni ás yfir níu sperrum, er allar voru með 4 al. löngum skammbitum og mæni- vöglum, er tekið verður sundur og saman fyrirhafnarlítið. Dúkur var of- inn og vandaður yfir allri búðinni og fyrir vestra gafla hennar. Var hún að öllu byggð af gjöfum fundarmanna og annara í hinni fornu þinghá; kostaði hún 162 rdl. að því er minnst mátti verða. Frá Sölva Helgasyni. Þá er Sölvi landhornamaður var aft- ur vestur sendur að norðan, að líða þar refsingar að skipan Gríms amt- manns, lét Árni Þorsteinsson sýslumað- ur Jón Búðaböðul hýða Sölva all- óþyrmilega. En þá Sölvi var enn ærið hortugur eftir hýðinguna, segja menn að Árni greiddi honum svipuhögg mikið. Sagði Sölvi þá, að svo vel ætti hann guð uppi yfir sér sem hann, þótt hann kallaði sig að nokkru sekan, og allar sæi hann ranglætingar mannanna. Og enn hafði Sölvi heitingar við sýslu- mann og illspár. Það er og sögn Jökla- manna, að áður en Sölvi væri aftur fluttur norður, vissi hann Jón böðul eiga ferð yfir Búlandshöfða. Færi hann þá til nótt eina og sæti fyrir Jóni á götunni og ætlaði að hrinda honum þar fram af, er hann bæri þar að. En fyrir því að Jón var við varaður að fara eigi veginn eftir höfðanum, þá klungraðist hann undir honum, svo ei bar fundum þeirra saman, en Sölvi beið að vettugi á dag fram. — (Gísli Konr.) Hnappadalssýsla fylgdi áður Mýrasýslu, en 1871 var hún skilin frá og lögð til Snæfellssýslu og hefir það haldizt síðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.