Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK 'MORGUNBLAÐSINS 431 árum og er hann nú geymdur í Þj óðmin j asaf ninu. Sléttað hefur verið yfir kirkju rústina og kirkjugarðinn að mestu, en heimilisgrafreitur gerður þar. öll leiði eru horfin nema eitt, leiði séra Þorsteins Hjálmarsen, sem var prestur þarna 1829—1871. Á leiðinu hefur verið járnkross á stórum fæti. Krossinn er nú brot- inn, en fóturinn stendur á sínum stað. Að þessu leiði hafa venð dregnar tvær grafhellur, sem voru í kirkjugarðinum. Önnur er gríðar- stór, með lágmyndum í öllum horn- um og þéttsett letri. Hefur hella þessi verið á leiði Sæmundar prests Oddssonar og er áletrunin á latínu. Hin hellan er miklu minni, en á- letrun hennar er einnig á latínu. Hún hefur verið á leiði séra Ólafs Jónssonar föðurbróður fræðimanns ins séra Jóns Halldórssonar. Hjá þessum legsteinum stendur nú ferhyrndur grásteinn og vinstra megin á framhlið hans er klöppuð mannsmynd. Þetta er einn af hin- um merku steinum úr kirkjunni, og fylgir honum enn sú sögn, að þetta sé mynd Hítar tröllkonu. Er þetta einkennilegt, því að auðséð er að myndin er af karlmanni með alskegg, og ætti þá nöfnum að vera ruglað og þetta myndin af Bárði Snæfellsás. Sjálfsagt hafa steinmyndirnar i kirkjuveggnum verið af postulum eða dýrlingum. En hvernig stendur þá á því að þjóðtrúin gerir úr þeim Hít og Bárð Snæfellsás? Gæti ekki hugsazt, að eftir siðaskifti hafi menn gert dýrlingunum þá van- virðu af trúarlegu ofstæki, að gera úr þeim tröll og velja þá einmitt Bárð og Hít, vegna þess að þjóð- trúin hafði bundið.nöfn þeirra við sögu dalsins? —-------- Við skulum nú skreppa upp að Hundahelli, þar sem sagan segir að Hít tröllkona hafi búið og þar sem hún helt hina annáluðu jóla- veizlu sem segir frá í Bárðar sögu: „Hún bauð þar fyrstum Bárði Snæfellsás og fór Gestur með hon- um son hans og Þorkell skinnvefja. Þangað var og boðið Guðrúnu knapaekkju og Kálfi syni hennar. Þangað var og boðið Surt af Hellis- fitjum og Jóru úr Jórukleif. Sá þurs var þangað boðinn er Kol- björn hét; hann bvggði þann helli, er stendur í Breiðdalsbotnum, en það er í framanverðum Hrútafjarð- ardal, þar sem grvnnir dalinn vest- ur undir Sléttufelli. Kolbirni fylgdu þeir Gani og Gljúfra-Geir, er heima áttu í Hávagnúpi í Gnúps- dal; Glámur og Ámur úr Miðffarð- arnessbjörgum; þar var og Guð- laugur úr Guðlaugshöfða.“ Eins og á þessu má sjá, hefur þarna verið tröllaval mikið. Er svo nánar skýrt frá því hvernig þeim var skipað á bekki. „Voru þá borð upp tekin og matur á borinn heldur stórkostlegur. Drykkja var þar mjög óstjórnleg, svo að allir urðu þar ginntir." Síðan er sagt frá því að tröllin fóru þarna í skinnaleik. Vöfðu jötnarnir saman bjarndýrs- féld og köstuðu á milli sín og varð þar hinn harðasti aðgangur, því að jötnarnir ruddust um fast. Af þessari frásqgn mætti ætla að húsakvnni Hítar hafi verið hin stórkostlegustu, hellirinn geisivíð- ur og hátt til lofts. Þess vegna bregður okkur allmjög í brún þeg- ar komið er út fvrir túngirðingu og okkur er sýndur Hundahellir. Þetta er þá ekki annað en dálítill skúti og hvergi manngengur. Þak skútans hefur fallið niður á einum stað og er þgr gengið ofan í hann. Má glögglega sjá, að hellirinn hefur aldrei verið stærri en nú er honn, það sýnir grjótið úr hvelfingunni er niður fell, því að það liggur þar í hrúgu. Þjóðtrúin gerir dýrindis hallir úr lélegum hreysum, glæsilegar álfa- borgir úr úfnum hraunklettum, og hér hefur hún gert úr þessum skúta mikinn fjallasal, eitthvað á borð við Dofrahöll. —-5W — Áður en við skiljumst algerlega við sögu hinnar horfnu kirkju, verður að geta þess, að hér hafa margir merkir prestar verið. Hér var séra Þórður Jónsson (d. 1670) mikill fróðleiksmaður. Hann gerði þá landnámasamsteypu úr Melabók og Skarðsárbók, sem síð- an hefur verið við hann kénnd og kölluð Þórðarbók. Hér var Sæmundur Oddson prestur 1671—1687. Hann var kom- inn í móðurætt af Árna Gíslasyni á Hlíðarenda. Er sagt að Jón bisk- up Vigíússon hafi orkt eftir hann - stef á latínu, og er það líklega graf- skrift sú, sem er á hinni miklu hellu, sem áður er frá sagt. Sæ- mundur var talinn höfðingi mikill í útlátum, en kona hans sárnísk. Hann var prófastur og komst í það að rannsaka guðlöstunarmál Hall- dórs Finnbogasonar úr Borgarfirði (hann var kallaður Grágunnuson). Helt Sæmundur um það presta-, stefnu í Svignaskarði 18. febr. 1685 og var þar úskurðað að Halldór hefði framið hina mestu guðlöstun og málinu vísað til Alþingis. Ög þá- um sumarið var Halldór brenndur á Þingvöllum. Næstur eftir Sæmund helt Ólafur Jónsson staðinn, en ekki nema 4 mánuði, því að þá andaðist hann. Verður hans því ekki getið fyrir röggsemi í prestsembætti, en hann. hafði getið sér mikinn orðstír áður. Ungur gerðist hann kennari við Skálholtsskóla og gegndi því starfi, í 8 ár. En þá var hann gerður að skólameistara og gegndi því em- bætti 21 ár (1667—1688). Var hann talinn hálærður maður og meðal hinna ágætustu skólameistara. Hjá. honum lærðu biskuparnir Jón Vídalín og Jón Árnason. Það er k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.