Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f' 488 er um nokkuð hrífandi og skemmti- legt að ræða, þá mun óskin um framleiðsluna fá róm. Og þegar óskin er orðin nógu mögnuð, þá verða kvikmyndirnar gerðar. Efnin vantar ekki Og um hvað má svo gera menn- ingarkvikmyndir á íslandi í dag? Ég skal drepa á nokkur verk- efni, sem mér virðist að liggi vel við kvikmyndun. Stundum skeður það, að útlendingur kemur fyr auga á það óvenjulega en þið landar, ’ sem fyrir mátt vanans lítið það hversdagsaugum, sem þið eruð hættir að taka eftir. Það þarf hvorki eldgos né strönd til að gera óvenjulega kvikmynd hérlendis. Bíði maður slíkra at- burða, verða myndirnar of fáar. Þess þarf heldur ekki. Daglega má gera íslenzka heimildarkvikmvnd, sem talin yrði sérstæð og athyglis- verð. Myndir, sem myndu opna sjálfum landsins börnum nýa inn- sýn í þekkta hluti og kringumstæð- ur, sem þar með fengju nýa þýð- ingu. Eitt af helztu hlutverkum kvikmyndanna er einmitt að kenna fólkinu að sjá — nota.augu sín rétt — með því að draga aðalatriðin fram í ljósið og leggja á þau áherzlu, en skilja aukaatriðin frá. í rauninni er þetta aðalmarkmið nær allrar listar. Og sé þetta gert á réttan hátt — þá getur maður fengið fólkið til að segja: „Hugsa sér! Getur póstþjónustan verið svona skemmtileg, og líka „spenn- andi“?“ — eins og það skeði við sýningu hinnar afbragðsgóðu brezku kvikmyndar „Night Mail“ — sem fjallar um för póstlestarinn- ar að nóttu frá London til Edin- borgar. Frá mínum bæardyrum séð virð- ist gnótt íslands ótæmandi af efni í heimildarkvikmyndir — efni, sem annað tveggja hafa fyrir löngu verið nýtt í öðrum löndum, eða, og þó fyrstrog fremst, efni sem er sér- stætt fyrir ísland. Fjöldi slíkra verkefna er svo mikill að ég get ekki nefnt hér nema örlítinn hluta. Til eru margar tegundir af fræðslumyndum Heimildarkvikmyndir skiptast í marga flokka, og það er þýðingar- mikið að gera sér grein fyrir því, þar sem hver flokkur útheimtir sitt sérstaka form og tækni, og slíku má ekki blanda saman, ef æskileg- ur árangur á að nást. Látum okkur fyrst athuga þann flokkinn, sem hvarvetna var byrj- að með: Ferðamannakvikmyndir. Flestir halda að það sé auðvelt að gera góða ferðamannamynd, en í rauninni er það eitt af allra erfið- ustu kvikmyndaviðfangsefnum. Ef gera skal góða ferðamanna- mynd verður að vinna að fyrirfram gerðri hugmynd. Maður verður að hafa áætlun. Heiti kvikmyndin t. d. „Frá Borgarfirði" nægir ekki að kvikmynda bara það, sem manni sjálfum finnst fallegt eða athyglis- vert. Það verður að sýna sérkenni héraðsins, það sem gerir það frá- brugðið öðrum héruðum. Listræn ferðamannakvikmynd má ekki mora um of af því, sem er svo ósköp þakklátt að mynda — eins og sólsetrum og smábörnum og hvolpum og kettlingum. Þessi fyrirbæri leggja engan skerf til raunverulegs tilgangs myndarinn- ar, því að um gjörvallt landið dingl- ar seppi skotti sínu á sama hátt, og hún Magga litla getur ekki lyktað á margvíslegan hátt af einni sóiey. Þegar við höfum séð hana gera það 1 10 kvikmyndum fer okkur að langa í eitthvað annað. Eitthvað djúpsærra. Raunverulega verðmæt ferða- mannakvikmynd sýnir ekki fyrst og fremst náttúru landsins, heldur fólkið, sem byggir hlutaðeigandi héruð, við landsins kjör. Náttúru landsins fáum við vissulega með í myndina, því í henni hrærist fólkið, í henni starfar það. Leggi maður fyrst og fremst áherzlu á sögu fólksins, fær lífvana umhverfið nýtt inntak, kvikmyndin verður leikræn. Hún getur orðið „spenn- andi“ á við beztu skáldverk. í raun- veruleikanum koma okkur örlög fólksins í glæpamannakvikmynd- unum ekki sérlega mikið við. En örlög sjálfra okkar eru komin undir heppni eða óheppni bóndans eða fiskimannsins. Og kvikmynd, þar sem maðurinn er aðalpersónan, með fallegt landslag að baksviði, hefur ennþá feikna þýðingu. Hún kennir okkur að þekkja náungann, hvar svo sem hann býr á jörðinni. Oð við getum aldrei lært of mikið um líf meðbræðra okkar og systra. Ég hef gerzt svo langorður um þennan flokk, af því að ferðamanna -kvikmyndirnar eru enn sem komið er því nær eina tegundin, sem gerð hefur verið af menningarkvik- myndum hérlendis. Ég mun nú snúa mér að hinum flokkunum, sem eru að meira eða minna leyti óþekktir hér. Einn þeirra flokka er fræðslu- kvikmyndir á breiðara grundvelli, sem bæði má nota sem ferðamanna- myndir, er gæfu athyglisverða inn- sýn í athafnalíf íslands nútímans, og jafnframt til fræðslu fyrir þjóð- ina sjálfa um athafnalíf, sem meiri hlutinn ber ekki fullkomið skyn- bragð á — ekki hvað sízt fyrir börnin, sem þær gætu hjálpað til tengsla við hinn nýtízkulega heim. Hefðu Danir framkvæmt stór- virki á við hitaveituna í Reykjavík þá hefði Dansk Kulturfilm gripið það viðfangsefni glóðvolgt, þar sem það hefði ekki síður verið nýung og skemmtilegt að sýna útlending- um. Þetta er nú glatað tækifæri, þar sem til þess að fá leikrænan stíganda í kvikmyndina hefði þurft að rekja gang málsins allt frá því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.