Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 10
494 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS En þrátt fyrir hörkuna verður altaf að endurnýa þessa hluti vegna þess hve ört þeir slitna í við- ureign sinni við grjótið. Þarna kemur enn nýr og stór innflutn- ingsliður hja ykkur, þegar þið far- ið að nota sementsverksmiðjuna. Eftir því sem hún vinnur meira, eftir því þurfið þið á meira stáli að halda. Þegar sementsverksmiðjan er tekin til starfa, aukast mjög bygg- ingar úr steinste\-pu í landinu. En til þess að gera steinsteypu varan- lega, þurfa að vera í henni stál- teinar (reinforced concrete). Þessa er sérstaklega þörf þar sem hætt er við jarðskjálítum, eins og er á íslandi. Hér sjáum við enn, að fyr- ir höndum er mikill innfiutningur á stálteinum í steinsteypu (því að stál er í þeim en ekki járn). Þá munuð þið sjá, að alvarlega fer að reyna á gjaldeyririnn. Altaf eykst þörfin fyrir innflutning stál- vöru, eftir því sem framkvæmd- irnar verða stórvægilegri. Hér verðið þið að horfa fram í tímann. Og ég vil gefa ykkur þetta heilræði: í öllum hamingjunnar bænum hættið að henda brotajárni úr landinu, þessu dýrmæta og ó- missandi hráefni. Arðrænið ekki sjálfa ykkur. Fleygið ekki hráefn- inu í hendur erlendra manna, til þess að þeir fái allan hagnaðinn af að vinna úr því á kostnað ykk- ar. Það sem aðrar þjóðir geta framkvæmt, það geta íslendingar líka framkvæmt. Það hafið þið sýnt margsinnis og sannað. íslend- ingar eru svo miklir hagleiksmenn að þeir geta smíðað sína eigin „traktora“ og aðrar vélar sjálfir, og þurfa þar ekkert að sækja til ann- ara þjóða. Og þeir eiga ekki að kaupa fyrir dýrmætan gjaldeyri þá vinnu af öðrum þjóðum, er þeir geta sjálfir leyst af hendi. Þ'ið þurfið að koma ykkur upp stálsteypu og teina-smiðju. Byrjið s s s s \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s < Hljúð ríkir kyrrð um húsasund og stétt, hregrgsvalur vinudr ymur döprum hreim. Og regnið drýpur, drýpur jafnt og þétt, og dimmum vagni skýin aka um geim. Sig geymir sól við geigvæn rökkurtjöld, hvert glaðvært bros í þagnardjúp er tæmt. Nú er sem sigri hrósi heljarvöld, sem húmi og regni Iíf þitt, jörð, sé dæmt. Og kuli níst berst haustsins feigðarfrétt, með föivans þyt um gættir inn til mín. Regnið drýpur, drýpur jafnt og þétt; heyr, dauðans ljár í bleikum skógi hvín. KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. s s s s s s s s ) s s ) s s ) s s s s s ) s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í smáum stíl ef með þarf, en byrjið þið. Og fyrsta sporið í þessa átt er að hætta að henda brotajárninu í útlendinga. Dragið allt ykkar brotajárn saman á einn stað, þar sem þið ætlið að reisa stálsteypu- verksmiðju. Safnið þar saman öll- um brotamálmi, sem þið getið, úr skipum, bílum, ónýtum vélum o. s. frv., því að innan skamms mun ykkur skiljast að þið þurfið nauð- synlega að koma stálsteypunni á fót. Og nóg hafið þið aflið í land- inu sjálfu, þar sem rafmagnið er. Þótt rekstur slíkrar verksmiðju gefi ekki mikið í aðra hönd til að byrja með, já, jafnvel þótt reikn- ingslegur halli yrði á rekstri henn- ar fyrst í stað, þá mundi hún marg- borga sig. Hráefnið er til í land- inu og gjaldeyririnn fyrir vinnuna verður kyr í landinu. Hve mörgum miljónum þetta nemur, ættuð þið sjálfir að geta séð. Veiztu þetta Nafnið Ástralía var fyrst notað um eyaklasa suður í Kyrrahafi, áður en ástralska meginlandið fannst. —★— Snjóbirta stafar af sólbruna á aug- unum, en hann orsakast af end- urkasti sólargeisla af snjó. —★—• Eiffelturninn í París var reistur árið 1889 í sambandi við heims- sýninguna, sem þá var haldin þar. Hann er kenndur við verk- fræðinginn, sem gerði teikning- ar að honum, Alexander Gustave Eiffel. —★— Kosningafréttum var útvarpað í fyrsta skifti árið 1920, þegar Harding var kosinn forseti Bandaríkjanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.