Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Blaðsíða 12
í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 768 ^ Guðrun Jóhannsdóttir írd Ásláksstöðum FJARSÝNI og hafði Bidsted forstjóri „ballet“- skólans tekið það saman (20.) Þing Alþýðusambands Islands var háð í Reykjavík, fjölsóttara en venja er. Hannibal Valdimarsson var kjörinn forseti sambandsins (20.) Shura Cherkassky, bandarískur píanósnillingur, kom hingað og hélt hljómleika (25.) Barnaverndarfélag var stofnað í Stykkishólmi (27.) Hjördís Sævar réðist sem loft- skeytamaður á togarann Þorstein Ingólísson. Er hún fyrsta íslenzka kon- an, sem slíku starfi gegnir (27.) Olaíur Ólafsson kristniboði varð 50.000. farþegi með flugvélum Flug- félags Islands á þessu ári. Árið 1953 fluttu flugvélar félagsins alls 42.000 farþega (27.) Guðrún Á. Símonar söngkona kom heim úr söngför um Norðurlönd og hafði getið sér góðan orðstír (28.) Gísli Sveinsson fyrrv. Alþingisfor- seti, hefir verið sæmdur stórkrossi íslenzku Fálkaorðunnar (28.) Aðalfundur Landssambands íslenzkra útvegsmanna var haldinn í Reykjavík hinn 15. í röðinni. Sverrir Júlíusson var í 11. sinn kosinn formaður sam- bandsins (30.) Sveinbjörn Hannesson var endur- kjörinn form. málfundafélagsins Oð- inn (30.) ÝMISLEGT Ráðningarstofa Reykjavíkurbæar átti 20 ára afmæli. Á þessum árum hef- ir hún útvegað 54.245 manns at- vinnu (3.) Þingmennirnir Gils Guðmundsson og Bergur Sigurbjörnsson báru fram á Alþingi tillögu um að lýsa vantrausti á menntamálaráðherra. Haraldur Guð- mundsson bar fram breytingartill. um að lýsa vantrausti á alla rikisstjórn- ina. Útvarpsumræður fóru fram um þetta. Báðir voru tillögurnar felldar með 37 atkv. gegn 14—15 (5.—6.) Sæsíminn bilaði milli Islands og Færeya (6.) Loftbelgur frá Keflavíkurflugvelli barst norður í Höfðakaupstað og féll niður i þorpið (9.) Menntamálaráðuneytið efndi til ís- landskynningar fyrir erlenda stúdenta við Háskólann (12.) Eldingu laust niður í íbúðarhús á Skammbeinsstöðum í Holtum (24.) Blaðamönnum var boðið að skoða 140 TBL. LESBÓKAR þ. á., birtist grem’ eftir ritstjórann, um Sæfinn með barnslundina og hreina hjartað. í æsku minni heyrði ég getið um Sæfinn og skóna hans sextán, en glögga mynd hafði ég ekki af honum, fyr en eítir lestur greinarinnar. Og ég verð að segja það, að í huga mínum er bjart um þennan tötrum vafða píslarvott mann- legrar eymdar. í nefndri grein er þess getið, að 1838 hafi fyrsta gröfin verið tekin í kirkju- garðiiftim á Melunum. Þetta rifjaði upp fyrir mér kynni mín af gamalli konu, frú Hall. Það var skömmu eftir alda- mót, að ég dvaldist vetrarlangt við nám í Reykjavík. Var ég til húsa hjá frú Elinborgu Hall og mágkonu henn- ar frú Luice. Þær voru báðar ekkjur og höfðu matsölu í Þingholtsstræti 22. Hjá þeim var móðir Luice og tengda- móðir Elinborgar, háöldruð. Heima- sætan á heimilinu var Ragnheiður Hall, dóttir Elinborgar. Hún vann við versl- un Sturlubræðra, sem voru frændur hennar. Ragnheiður giftist Einari Jón- assyni, sem um skeið var sýslumaður í Barðastrandasýslu. Frú Ragnheiður er látin fyrir skömmu. Gamla frú Hall var margfróð. Hún hafði numið mikið á langri göngu í skóla lífsins. Og máske er það staðbezta þekkingin, sem sá skóli veitir. Ég kallaði frú Hall ömmu eins og fröken Ragnheiður. — Öllum stundum sat ég hjá ömmu. Hún hafði frá svo mörgu að segja. En því miður hef ég glatað flestu af því, sem hún fræddi mig um, eins og svo mörgum mannvirki og herstöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli (24.) Þorsteinn Þorsteinsson, ungur lista- maður, hafði sýningu á rismyndum í Þjóðminjasafni (27.) Ágóði af sölu eldspýtnastokka, sem merktir eru „Hjálpið lömuðum“ og eru seldir hærra verði en aðrir, er um 30 þús. kr. á mánuð, og má þar segja að safnast þegar saman kemur (28.) öðrum verðmætum. En nú hef ég fisk- að upp úr hafsjó minninganna tvö at- vik, sem þessi blessuð amma sagði mér frá. Eg varð undrandi, þegar hún sagði mér, að hún hefði verið viðstödd fyrstu jarðarförina, sem fram fór í kirkjugarð- inum á Melunum, nú gamla kirkjugarð- inum, þá kornung. Hún sagði mér, hver það var, sem lagður var þar til hinztu hvildar. En því hef ég gleymt.* Mér fannst ótrúlegt, að hún hefði lifað það, að .öilum þeim fjölda væri hringt til grafar, sem hvíldi þar lúin bein. Og þrátt fyrir mörgu árin, sem hún hafði að baki, var hún enn glöð í bragði og skýr í hugsun og frásögn. Kem ég þá að síðara atvikinu. Síðla dags, að vetrarlagi, fór maður frú Hall suður í Haínarfjörð. Reið hann gráum hesti, sem hann átti og nefndur var Köttur. Um kvöldið sat hún í stofu sinni og kona hjá henni; þær ræddu saman. Skyndilega rekur frú Hall upp hljóð. Konan, sem hjá henni var hrekk- ur við og segir: „Er þér að verða illt?“ „Nei, en Köttur datt með manninn minn og ég er svo hrædd um að hann hafi meitt sig.“ „Hvaða ógnar vitleysa, ekki sér þú gegnum holt og hæðir." „Jú, ég sá það jaín greinilega og ég sé þig.“ Eftir stundarkorn, sem fru Hall fannst eilífðartími, kemur maðurinn hennar heim. Hann er skrámaður í andliti, en annars hress og glaður. Frú Hall fagnar manni sínum og spyr: „Því ertu svona í framan?“ „Köttur datt með mig á heimleiðinni. En ég meiddist ekkert nema þetta lítilræði á andlit- inu.“ Vissulega sá frú Hall gegnum hús- vegg, holt og hæðir, þoft konunni fynd- ist það fjarstæða. Hver getur láð henni það? * Það var Guðrún Oddsdóttir, kona Þórðar Sveinbjörnson dómstjóra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.