Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 1
SJÖ SYSTUK „Æ, æ, börnin mín ung og smá,“ er sagt að séra Björn, sonur Jóns Arasonar biskups, hafi mælt kvein- andi hvað eftir annað áður en hann var á höggstokkinn leiddur í Skál- holti. Þessi börn hans voru Magn- ús og Jón, er hann hafði ættleitt, Teitur, Bjarni, Árni, Ragnhildur og Halldóra. Móðir þeirra var Stein- unn Jónsdóttir Magnússonar á Svalbarði, sem talin var skörungur mikill. Hún var fylgikona séra Björns. Hafa þau orðið svo kynsæl, að nær allir núlifandi íslendingar munu geta rakið ættir sínar til þeirra. En hér verður ekki farið út í ættartölur, heldur sagt frá nokkr- um afkomendum Jóns Björnsson- ar, eftir ýmsum heimildum. Jón Björnsson var fæddur að Melstað í Miðfirði 1538, og hefir því verið 12 ára er faðir hans var tekinn af lífi. Þegar hann var tví- tugur var honum dæmt fjárhald systkina sinna „og virðist hann þá hafa gengið harðlega að móðurföð- ur sínum“ (Jóni Magnússyni á Svalbarði). Hann komst og, ásamt Magnúsi bróður sínum, í deilur miklar út af eignum Þórunnar föðursystur sinnar á Grund í Eya- firði. Hún hafði verið þrígift og lifði alla menn sína, en átti ekki neitt barn. Var hún talin harðlynd og hélt alltaf fast við kaþólskan sið. Gaf hún ölmusur stórar og skifti með fátækum jafnan á líflátsdegi þeirra föður síns og bræðra. Þótti þeim frændum hennar það ekki gott og fannst hún bruðla of mjög með eigur sínar. Kröfðust þeir Magnús og Jón þess því, að hún væri svift fjárforræði. Annars átti Jón lítt í deilum við menn. Hann fekk göfugt kvonfang, Guðrúnu dóttur Árna sýslumanns Gíslason- ar á Hlíðarenda, systur Halldóru, er Guðbrandur biskup Þorláksson átti. Munu þau hafa gifzt um 1566 og bjuggu lengi að Holtastöðum í Langadal, en fluttust að Grund í Eyafirði eftir lát Þórunnar 1594 og þar var Jón til æviloka. Hann varð sýslumaður í Húnavatnssýslu 1569 fram um 1578, en helt einnig Hegranesþing fram til 1598 og hafði þar lögsagnara. Honum er svo lýst í Sýslumannaævum, að hann hafi verið „göfugastur af systkinum sínum, og af ætt hans hafi flestir höfðingjar á íslandi síð- an verið komnir. Auðmaður var hann mikill og ákvarðaði sérhverr- ar sinnar dóttur arfahluta í jörðum eftir sig og móður þeirra 1595“ . Þau Jón og Guðrún áttu sjö dæt- ur en engan son. Dætur þeirra voru: Halldóra eldri, kona Halldórs lögmanns Ólafssonar, Helga, kona Odds biskups Einarssonar, Hall- dóra yngri, kona Þorvalds Ólafs- sonar í Auðbrekku í Hörgárdal, bróður Halldórs lögmanns, Þóra, gift séra Snæbirni Torfasvni á Kirkiubóli í Langadal vestra, Kristín, gift Daða Árnasvni á Evr- arlandi, Guðríður, kona Torfa Finnssonar í Hvammi í Dölum og Rannveig, sem síðar var kennd við Háeyri. „Ætt mikil er komin frá Jóni Biörnssyni og hin göfugasta", segir Esphólín „og er sá kvnbáttur ættsælastur af öllum ættum frá Jóni biskupi Arasyni. Voru þá liðnir 63 vetur frá andláti föður Jóns og afa er hann deyði, og er það kallað meðal mannsaldur". Það er sagt að Jón biskup Arason hafi drevmt í Skálholti skömmu fyrir andlát sitt, að hann legði glófa sinn á altarið í Skálholtskirkju og skildi hann þar eftir. Sá draumur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.