Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 8
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HELJARSTÖKK Villimenn stinga sér af 65 feta háum turni beint til jarðar AMERÍSKA skipið „Yankee“ er nú á sjöttu siglingu sinni umhverfis hnöttinn. Með því eru eingöngu stúdentar og vísindamenn. í sumár komu þeir til New Hebride-eyanna og þar sagði maður þeim frá þVí, að eyarskeggjar á Pentacosta-eynni léki sér að því að stökkva ofan úr 65 feta háum turni til jarðar, stundum vaeri þó turninn hærri, eða allt að 100 fetum. Fékk hann svo komið því til leiðar að ferðamennirnir fengu að sjá þessa íþrótt. CAGA ER sögð um það hvernig þetta hafi hafizt. Kona nokkur hljópzt á brott frá manni sínum. Hann veitti henni eftirför. Hún flýði upp í gríðarhátt pálmatré, en hann elti hana þangað upp. Þegar hann var að því kominn að ná í hana, steypti hún sér úr trénu til jarðar. Hana sakaði ekki, því að hún hafði bundið vafningsviðar- fléttum um ökla sér, og þær tóku af mesta fallið. Öllum þótti þetta furðu gegna og var þetta talið afreksverk. En þá sögðu karl- mennirnir hver við annan: „Alit sem konur geta gert, getum vér einnig gert og miklu betur“. Og svo fóru þeir að æfa sig í þessum heljarstökkum. Og nú þykir þar enginn maður með mönnum, nema hann hafi farið heljarstökkið. Á hverju ári reisa svo eyar- skeggjar háan stökkturn. Þeir velja honum stað hjá tré, sem stendur í brekku og styðst turninn við bol- Síðan eru drekinn og einhyrning- urinn í skjaldarmerki Englands. Um eitt skeið var það venja að skreyta brýr yfir hallarsíki með hinum „konunglegu myndum“, og eins að hafa þau sem verndar- vætti við hallardyr. Vilhjálmur III. var ekkert hrifinn af þessu, og því var það er hann lét fylla upp hall- arsíkið í Hampton Court, þá var brúnni með öllum myndunum steypt þar ofan í. Árið 1909 voru nokkur af dýrum þessum grafin upp. Eftir krýningu Elisabetar II. voru þessi dýr aftur flutt til inn og efstu greinarnar, en hinar greinarnar eru sniðnar af. Neðan við brekkuna er svo grafin gryfja. Úr henni er hreinsað allt grjót og sprek og rætur og þar gerður mjúk- ur moldarbingur fyrir stökkmenn- ina að koma niður á. Og nú er bezt að láta ferðamennina sjálfa segja frá því hvað þeir sáu. Turninn sjálfur var 65 fet á hæð, en af toppi hans niður í gryfjuna voru 78 fet. (Það er álíka hæð eins og efst af turninum á Reykjavíkur- Apóteki). Turninn var allur bund- inn saman með fléttum og hvergi nagli í honum. Var hann gerður úr óteljandi greinum og reis þarna Hampton Court og skreyta nú hall- arsalinn þar. Þá var það og siður að skreyta kirkjur með hinum konunglegu dýrum og dýrum aðalsætta. Árið 1925 fór fram viðgerð á Windsor- kapellunni og þá varð að endur- nýa 66 dýr, sem þar voru. Dýrin eru misjafnlega „göfug“. Af 30 dýrum drotningarinnar, voru ekki nema 10 þau helztu höfð í Westminster Abbey þegar hún var krýnd. Og þar á meðal voru auð- vitað þrjú þau helztu, sem hér eru myndir af, enska ljónið, welski drekinn og skozki einhyrningurinn. líkt og grind að hringleikatjaldi. í mismunandi hæð voru 28 pallar, eða „stökkbretti“. Og á hverjum þessara palla voru langar taugar úr fléttuðum vafningsviði. Þetta voru öryggisreipin, sem stökkmenn bundu um ökla sér. Reipi þessi þurftu að vera af nákvæmlega vissri lengd, -þannig að þegar þau felli niður væri endar þeirra svo sem 6—8 fet frá jörðu. Er hér um líf og dauða að tefla, að reipin séu hæfilega löng og að þau gefi ekki Efst í turninum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.