Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eldglossar í allar áttir. H«fði hlaupið þá staðið 16 daga. Þó gosiö kæmi upp þann 17. október, sem fyrr er sagt, kom vatnið ekki fram af jöklinum fyrr en um nóttina milli 17. og 18. Ruddist það milli Haf- u~sevar og Höfðabrekku-afréttar. Það f'dlti upp Norðursund, allt að Kambs- hálsum, með vatni og jökli. Þegar va*r.ið kom fram fyrir eyna, brauzt það um allan sandinn og rótaði um öhum þeim gömlu hólum, sem voru á sandinum. Svo flevsðist það beggja megin við Hjörleifshofða, og út að Reí'nisfialli. allt. i sió fram. Jökul- hlaupið fvllti sundin inn að Kerlingar- dalstúni. Brauzt þó áin fram undir hröimma að fárra daga fresti. Frá Fagradal var jakahrönnin svo há að s.iá þar frammi á sandinum, að hún tók upp í mitt Sævarhólsnes, þar sem hún flaut ofan á vatninu. Einn partur af hlaupinu fór fyrir austan Hafursey. Voru Bólhraun rétt í vegi fvrir því. Varð bóndinn, sem þar bió, að flytja sig með fólki sínu burt úr banum, norður á svokallaða Lagnar- hálsa. Missti sú jörð mikið af melum, en c-ngin skepna tapaðist þar. og ekk- ert af eigum bóndans. Bólhraun er dálítið austar en á miðjum Mýrdals- sandi. Þriðji partur af þessu jökulflóði fór frpm af jöklinum fyrir austan og vest- an Sandfell. Fleygðist það austur í Hóimsá. Vestur af skógunum, langt fyrir neðan Hrísnes, fór vatnið langt upp í brekkurnar, austanmegin við Hólmsá, og svo flóði það yfir allan Hrísneshólma. og sópaði þaðan 160 lömbum. sem Tungnamenn áttu. Það hljóp inn yfir allar Flögruengiar, og Tungufljótið fyllti svo, að Flöguvað varð ófært um tíma. Þersi stífla kom mest. af því, að allt 'nilli Hrísnes- hólms og Ásatangans fvlltist með jaka- hrönn. svo hlaupið náði ekki framrás í Kúðafljót, fyr en eftir eitt dægur. HFSTT’R VTNNUR ÞREKVTRKT f Hrísneshólmi var einn maður, þegar vatnið hljóp í ána. Komst hann á hól vestur af bænum. Var það sú eina hæð, sem stóð uop úr af hólm- inum. Varð honum ekki náð fyr en nokkuð fjaraði. Fór þá bóndinn í Hrís- nesi, Þorsteinn Nikulásson, og hleypti á sund fram yfir ána. Skaraði hestur- inn hvergi, allt frá túninu og vestur { Hólminn. Komst Þorsteinn bóndi svo til mar.nsins, efl hann var þá orðinn svo ringlaður, að hann vildi með engu móti fara með Þorsteini, svo hann varð að drífa manninn með hörku á bak hestinum fyrir aftan sig. Synti hestur- inn svo með þá báða sömu leið, og komst vel af. Þótti það furðu gegna, enda var hesturinn afbragð, bæði að stærð og fjöri. En rétt í því þeir voru að komast upp úr, fylltist allt gilið fyrir vestan bæinn, svo bóndinn þorði ekki annað en flytja allt úr honum. HRAKNINGAR Á SANDINUM Þrír menn voru á ferð á sandinum fvrir austan Hafursey með trjáflutn- ing. Þegar þeir sáu til hlaupsins, skáru þeir á silana og riðu sem þeir máttu, og komust á sandhól, suðvestur af Loðinsvíkum. Steyptist vatnið þá allt í kring um hólinn. Kom þá undir eins myrkur af öskufalli, með eldingum. Varaði það alla nóttina. En þó elding- arnar riðu svo nærri þeim og hest- unum, að hérið á hestunum sást víða sviðið, hlífði náðarhönd ins alvalda mönnunum, svo að þá sakaði ekki. Um morguninn var vatnið þorrið, þar sem þeir voru, svo þeir komust upp á Loðinsvíknaháls. Voru þar þá fynr þrír menn, sem ætluðu austur í Tungu, en náðu hálsinum. Voru þeir 6 þar á hálsinum í tvo daga, en komust svo austur í Skaftártungu. MENN TEPPTIR t HAFITRSEY Þegar þetta hlaup kom, voru menn að höggva skóg í Hafursey. En þá er þeir voru tilbúnir að leggja þaðan, brunaði flóðið fram. svo að beir urðu að snúa við upp í eyna. Lagðist þeim það til lífs, að tveir menn komu austan af sandi og náðu upp í Hafursey. Var annar þeirra með útgerð og ætlaði til Vestmanneya, haustmaður. Lifðu þeir allir á matvælum þeim, sem hann hafði meðferðis. Bárust þeir fyrir í helli, sem er framan í eynni. Sögðu þeir svo frá, að fjallið hefði skolfið sem hrfsla, en reiðarslögin voru svo hörð, að þeir urðu nær því ruglaðir. Ekki þorðu þeir að vera í þeim hellin- um, sem kallaður er Stúka, því hann er niður við aur. En í hellinum, sem er uppi í hrekkunni, og er kallaður Sel, voru þeir í 6 daga tepptir. Eru nöfn þessara manna klöppuð þar i bergið, oe sjást enn í dag í hellinum. Enga dagsbirtu sáu þeir fjóra dagana, sem þeir voru þar, nema litla rofglætu vest- ur á fjöllunum, neðan undir mekk- inum. Fimmta daginn .birti upp, þvi mökkinn lagði þá austur af jöklinum. Sjötta daginn komust þeir á jaka- hrönn, með mesta lífsháska, út á Sel- fjall, og þaðan til Höfðabrekku. REIÐARSLÖG BANA FÓLKI Yfir þessar sveitir í Skaftafellssýslu kom öskufall og sandur: Álftaver, Með- alland, Landbrot, Fljótshverfi, Síðu, Tungu og Mýrdal. f öllum þessum sveitum tók af haga að mestu um fáa daga, og í Skaftártungu varð sums staðar lVa alin djúpur sandur. í laut- um var sums staðar ekki nema brumið upp úr af skóginum. Líka höfðu þar gengið langmest reiðarslög og eldingar, svo þau urðu þar tveimur mönnum að líftjóni. Var annar hreppstjóri Jón Þorvaldsson í Svínadal, en hitt var vinnukona Jóns. Stóðu þau bæði við bæardyr á téðum bæ. Kom þá eldslag, sem strax deyddi hann. Kvenmaður- inn brann á annari hliðinni og höfð- inu og lifði hún fáar vikur eftir. Sagt er að marga hesta hafi af slík- um eldingum niður slegið til dauða, Eftir þetta Kötlugos fóru 18 útvegs- menn fyrstir yfir Mýrdalssand. Fóru þeir á stað vestur af Hrísnesskógum. Urðu þeir að fara alla leið suður um Alftaver og suður að sjó, og svo vestur til Mýrdals. Fengu þeir miklar ó- færur. Þessi næstkomandi vetur eftir þetta jökulhlaup, var sá harðasti á fslandi, með sífelldum frostum og iðuglegum snjógangi, svo elztu menn mundu ei því líltan vetur komið hafa, víðast um landið, svo margir menn dóu í ýmsum sýslum úr hallæri. í vesturparti Skafta- fellssýslu misstu og flestir bændur mestan part af sínum kvikfénaði, hrossum og fé, allra helzt í þessum brunasveitum. Sumir misstu allt það þeir áttu, flosnuðu svo upp með allan sinn hóp. Flúðu svo allir, sem gátu sett sig niður í því eina byggðarlagi, sem óskemmt var, í vesturparti sýsl- unnar, en hinir allir flýðu með hjú sín, konu og börn, í Rangárvalla- og Árnessýslu. Ur skýrslu séra jóns GUBMUNDSSONAR I SÓLHEIMAÞINGUM — — Mökksins hæð var ógnarlega mikil, og til að sjá sem hann hrapaði ofan í gjána aftur. Hann byrgði allt loft ásýndum, biksvart þykkur með hvítum eða grænum reykjarrúnum. — Mökknum fyigdi iðuglega dunur, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.