Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 11
| LESBÓK MORGUNBLAÐSINS voru stutt, cn þó óð og tíð reiðarslög. Um hvert augnablik sáust ljós og glæð- ingar, sem gerðu hann allan að eldi, og stundum var hann svo glansandi, að menn fengu illt í augun ef til lengdar á horfðu, já svo bjart, að þá sáust í glaða sólskini móti birtu sólarinnar, og þeirra birta yfirgnæfði sólarinnar skin á jörðu, og þess heldur sem dimmdi meir. — — Þann 20. tveir brestir hræðilegir, meir en þó 1000 fallstykkjum hefði afhleypt verið.- Sveitin Álftaver var stödd í mesta fári, því hún lá flöt við hlaupinu, og engin fyrirstaða. Fólk flúði þar bæi, og fór með tjöld upp á hæðir og hálsa. Allan veg tók af yfir Mýrdalssand. — Meint. er, að vegur leggist aldrei meir framan Skiphelli, eða norðan Hafursey. Steinn stóð uppi á einum jaka hjá Höfðabrekku, sem sambauð hverri stærstu kirkju i Mýrdal, þó hún stæði upp á endann. ■jr ÖSKUFALLIÐ Það komst lengst vestur að Leirá og austur á Djúpavog, og hefir mest- an skaða gert á tveim þinglögum, Kleifar og Leiðvalla. Þar eru klaustr- in bæði, Kirkju- og Þykkvabæar. Fimm prestaköll: Káifafell, Prestbakki, Ásar, Hólmasel og Þykkvabæarklaustur. Yfir öll þessi pláss dreif öskufall lengi, með blautum og glóandi jökulslettum, en þá hörðnuðu, urðu að sindri, vikri og ösku, sem kæfði gras og skóga öldungis, svo slétt varð yfir hæðir og hálsa, svo allur peningur, sem ei var á gjöf, drapst öldungis. Fáar jarðir munu byggjast næsta ár í Skaftártungu, Álftaveri og vestarlega á Síðu. Nú er 19. febrúar og sést ei lófavídd úr jörðu, vegna sands og samfrosta af blotum. Þann 13. febrúar sáust 3 eldstólpar síðast upp úr gjánni. Z~^T>®®®G*<J Ung stúlka var í sumarfríi. Hún kom að ljómandi tjörn, klæddi sig úr og ætlaði að fá sér bað. En í því hún er að stinga sér, kemur lögregluþjónn og segir: — Það er stranglega bannað að baða sig hér. — Hvers vegna gátuð þér ekki sagt mér þetta áður en eg fór úr fötunum? — Það er ekki bannað að afklæða sig. Hvalir og hdkarlar í LESBÓK 17. janúar 1954 var sagt frá björgun á farmi úr grísku vínskipi, sem fórst fyrir 2200 árum utan við höfnina í Marseille. Það var rannsóknaskipið „Calypso“, sem starfaði að þessu. Var unnið að björguninni í rúmt ár, en þá var skipið fengið til þess að leita að olíu á hafsbotni í Persaflóa út af Oman. Þaðan sigldi skipið svo til Mada- gaskar og á þeirri leið gerðist sá atburður, er hér verður frá sagt, og er frásögnin eftir skipherrann Jaques-Yves Cousteau. AÐ var einn morgun í aprílmán- uði — við vorum þá skammt frá miðjarðarlínu, 600 sjómílur austur af Afríkuströnd — að varð- maður kallaði allt í einu: „Hvalir framundan!" Ég leit við og sá blástur þeirra. Þarna voru þrír fullorðnir skíðishvalir, syntu leti- lega hlið við hlið og dýfðu sér ekki nema nokkur fet undir yfirborð sjávar. Falco þreif skutul og flýtti sér fram í stafn, því að við höfðum ætlað okkur að ná í hval til vís- indalegra athugana. Hann mundaði skutulinn og beið. Við vorum nú komnir alveg að þeim. Einn þeirra var rétt á bakborða. Hann stakk sér og Falco beið þangað til krypp- an kom upp úr sjónum. Þá skaut hann skutlinum, en vopnið rann út af hvalnum og festi ekki. Hvalur- inn sneri sér þvert fyrir skipið og það varð harður árekstur er vér rákumst á hann. Ég var nær fall- inn. allt lauslegt ofan þilja fór á fleygiferð og rúðurnar í stýrishús- inu brotnuðu. Hvalirnir syntu nú þvert úr leið, hlið við hlið. Sá í miðið var særð- ur og virtist ekki geta komizt í kaf, en það var eins og félagar hans hefði tekið hann að sér og ætluðu að hjálpa honum. Við heyrðum stutt og snöggt kvás í þeim, er þeir drógu andann, en það var eins og særði hvalurinn veinaði í hvert sinn. Þeir syntu enn ofansjávar og fóru hægt. Þá heyrðust óp og köll á þilíari Svona körfu nota kafarar, þar sem hætta er á að hákarlar sé fyrir. og menn bentu í allar áttir. Úr öll- um áttum komu hvalir, tveir og tveir saman og stefndu á skipið og félaga sína. Það var engu líkara en að þeir hefði heyrt í særða hvaln- um og hefði gegnt neyðarkalli. Það getur verið að náttúrufræðingar verði mér ekki sammála, en ég er viss um að það er samheldni meðal þessara göfugu lagardýra. Eftir stutta stund voru komnir 27 hvalir umhverfis skipið. Þar á meðal var urta með tvo kálfa. Við stefndum beint á þá þrjá, sem við sáum fyrst, og nú tók Francois Saout við skutlinum. Við vorum komnir alveg að særða hvalnum er hann skaut og skut- ullinn festist. Saou.t gaf eftir á lín- unni en síðan ætlaði skipstjóri að strengja á henni. Hún var laus,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.