Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 333 Frá opinberu heim- sókninni í Þýzka- landi: Adenauer kanslari, Ólafur Thors forsætisráíf- herra, Theodor Heuss forseti Þýzkalands. 12. Karen ísaksdóttir frá Grenjaðar- stað. 13. Sigríður Steinsdóttir ljósmóðir, Minnahofi, Rangárvöllum. 15. Þórhallur Jónasson stýrimaður, Reykjavík. 18. Þorsteinn Guðmundsson klæðskeri, Isafirði. 19. Einar Kristinn Guðmundsson, múrari, Reykjavík. 19. Magnús Jóhannesson verkstjóri, Haínarfirði. 26. Kristinn Kristinsson bakari,, Reykjavík. 28. Margrét Jónsdóttir kennslukona frá Spónsgerði. SLYSFARIR Vb. Grímur frá Húsavík var mjög hætt kominn við Tjörnes. Bilaði vélin og ralc hann upp í brimgarð undir háum klettum. Annan vélbát, Helga Flóventson bar þar að og tókst honum með snarræði að bjarga Grími út úr brimskaflinum (12). Enskur togari sigldi á strandferða- skipið Herðubreið við bryggju í Neskaupslað og laskaði það mikið (16.) Þriggja ára telpa datt út um glugga á fjórðu hæð í Reykjavík og beið bana (30. og 31.) BÍLSLYS Fjögurra ára telpa varð fyrir bíl í Reykjavík og meiddist lífshættulega (1.) Bíll fór út af veginum hjá Brekk- um í Holtum og valt þar ofan í gil. Stúlka, sem var farþegi í honum slas- aðist mikið á höfði (3.) Bílaárekstrar í Reykjavík hafa orð- ið um 200 fleiri á þessu ári heldur en á sama tíma í fyrra (23.) Lögreglan tók marga menn, sem voru ölvaðir við akstur. ELDSVOÐAR Brann fiskimjölsverksmiðja í Grinda- vík, en mjölgeymslu hennar tókst að bjarga. Varð þarna mikið tjón 6.) Garðhús brann í Kringlumýri í Rvík og er ekki vitað um eldsupptök (10.) íbúðarhúsið á Lágu Kotey í Meðal- landi brann til kaldra kola. Húsið var autt vegna ábúandaskipta (24.) Brann ibúðarhúsið a* Uppsölum í Miðfirði til kaldra kola, Einnig kvikn- aði í fjósi og fjárhúsi, en þeim húsum tókst að bjarga lítið skemmdum (30.) ÍÞRÓTTIR Sigurður Sigurðsson frá Akranesi setti nýtt íslandsmet í 500 metra bringusundi í sundkeppni á Akureyri (9.) Á ínnanfélagsmóti ÍR og Ægis voru sett fjögur íslenzk met í sundi: Sig- ríður Sigurbjömsdóttir i 50 m flug- sundi, sveit Ármanns í 4x100 m bringu- sundi, Helgi Sigurðsson í 500 m skrið- sundi og Ágústa Þorsteinsdóttir í 200 m skriðsundi (15.) Knattspyrnufélagið Valur átti 45 ára afmæli (17.) Íslandsglíman var háð i Reykjavík og varð Ármann J. Lárusson glimu- kóngur. Nú voru 50 ár liðin síðan fyrst var glímt um Grettisbeltið og hö 3u 18 menn unnið það á þessum tíma, og eru þeir allir á lífi, nema Sigurjón Pétursson (18. og 19.) Skákþingi Islendinga lauk með því, að Ingi R. Jóhannsson varð íslands meistari. Hann er nú 19 ára (23.) Úrvalslið knattspyrnumanna írá Vestur Berlín kom hingað tii þess að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.