Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 má þess hér til skýringar, að sumt af öfgunum getur stafað frá mönn- um Brendans, að þeir hafi verið orðnir úrvinda af þreytu og þess vegna séð allskonar ofsjónir.-- V'kur nú sögunni þangað er þeir sáu land, klettótta strönd. Sumar öfgarnar í frásögninni um þetta, getum vér skýrt með öðrum orð- um. Vér sjáum fyrir oss ládautt haf og stjörnubert loft og þá frið- sælu sem er jafn róandi fyrir sál- ina eins og þytur í laufi. Og er vér lesum frásögnina, þá er sem vér heyrum skræki í súlum, sem eru að stinga sér, og innan frá strönd- inni kveða við gól og öskur í sel- um, og bergmálið kastast á milli sj ávarhamranna. Sagan segir, að Brendan hafi tekizt að finna þarna krókóttan fjörð og þar sigldu þeir inn á milli klettanna. En þar sem þeir lögðu að landi var stórgrýtt fjara og steinarnir þaktir blöðruþangi, eins og vanalegt er á norðurslóðum. Brendan skipaði mönnum sínum að gæta skips, og það bendir til þess. að hann hafi ekki ætlað að hafa þarna langa viðdvöl, ef hann færi erindisleysu. En svo lagði hann sjálfur á brattann til þess að leita að einsetumanninum Pól, sem hann hafði einhverjar sagnir um að heima ætti þarna í hlíðinni. Hann kom upp á hjalla í fjall- inu. Þar kom tær lækur upp á milli kletta, og báðum megin við hann voru hellisop. Og þarna rakst Brendan á Pól. Þeir fellust í faðma, því að langt fásinni gerir alla fegna að hitta aðra menn. Einsetumaðurinn var orðinn fjörgamall. Hann hafði dvalizt hér um sextíu ára skeið. Hann var með svo mikið snjóhvítt hár og skegg að varla sá í andlit hans nema augun. Klæðnaður hans, frá hvirfli til ilja, var gerður úr hvítum skinrtum og fuglahöm- um. Brendan aumkaðist yfir hann, því að enda þótt hann sjálfur og menn hans hefði lent í miklum þrengingum, þá var það þó ekkert á móts við hitt, sem einsetumað- urinn hafði orðið áð þola. Eftir svo langa einveru hefir Pól verið orðinn rámraddaður og honum hefir verið stirt um mál. Og það er venja að með aldri og aukinni þekkingu verði menn fá- orðari. En samt sem áður talaði hann við Brendan um írland og íra og um þjóðháttu þar, um sigl- ingar og um langa reynslu sína. Brendan hlustaði hugfanginn á hann og ákvað, að á þessum stað, sem helgaður hafði verið innilegri guðrækni, skyldi þeir félagar dveljast um páskana. Síðan drógu þeir skip sitt á land, hvolfdu því og gengu frá því í skjóli. Að því búnu fóru þeir allir til bústaðar Póls. Þeim félögum Brendans varð starsýnt á lindina, sem spratt þar upp undan klett- um, steyptist svo niður í sprungu Húðbátur frá Aran undir seglL j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.