Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 12
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Norðlendingar á Kjalvegi á leið til hestamanna- þingsins hi". Þingvöllum. Við lá að mörg verkalýðsfélög gerðu verkfall, en samningar hafa náðst enn, með því að greidd sé kauphækkun er nemur 5—6% framyfir hin lögboðnu 5%. Svo var um félag mjólkurfræð- inga, Verkamannafélagið Hlíf í Hafn- arfirði, Iðju í Reykjavík, Félag af- greiðslustúlkna í brauðsölubúðum og starfsfólk í veitingahúsum. Ósamið er enn við mörg félög, þar á meðal Verka- mannafélagið Dagsbrún í Reykjavík. FJÁRMÁL og VIÐSKIPTI Stóreignaskattskráin var lögð fram og þykir mjög ranglát (4.) Sparisjóðsfé skólabarna í Landsbank anum er nú um 4 millj. kr. (9.) Vísitala framfærslukostnaðar var 199 stig, eða 6 stigum hærri en í júní. Búast má við að hún hækki mikið á næstunni, því að nú fer verð á öllu hækkandi. Bjargráðalögin hækka verð á öllum aðfluttum vörum, og svo kem- ur kaupskrúfan á móti. Engir virðast vilja sætta sig við þá 5% kauphækk- un, sem bjargráðalögin gera ráð fyrir. Öll þjónusta hækkar og það veldur aftur verðhækkun á innlendum mark- aði. Vísitala á viðhaldi húsa hefir hækk- að um 50 stig (15.) Viðskiptasamningur íslands og Sví- þjóðar var framlengdur óbreyttur til 31. marz 1959 (16.) Hætt hefir verið skráningu íslenzku krónunnar í Danmörku (16.) Útsvör í Neskaupstað hafa hækkað um 10% (24.) Hlutabréf Útvegsbankans, sem tekin voru eignarnámi hafa nú verið virt á fimmtánfalt nafnverð. Ríkið skal greiða 7% vexti af virðingarverði frá 1. júní 1957 (29.) Útsvör í Siglufirði eru rúmar 6 millj. króna (30.) FRAMKVÆMDIR Nýr flugvöllur hjá Stykkishólmi tekinn í notkun (1.) Tilraun fór fram á Sandskeiði á Hellisheiði með dreifingu áburðar úr flugvél (8.) í Klambratúni í Reykjavík hefir fengizt 110 stiga heitt vatn úr 650 metra djúpri borholu (15.) Ný soðvinnslustöð tók til starfa hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í Siglu- firði. Hún getur unnið kjarna úr soði 10.000 mála á sólarhring (16.) Ný síldarverksmiðja tók til starfa í Neskaupstað (16.) Nýr leikskóli barna, er nefnist Aust- urborg, tók til starfa í félagsheimili Óháða fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík (17.) Flugvél dreifir áburði á Sandskeiði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.