Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 4
460 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að þeir voru dekkri en steinninn. Og nú var hægt að skafa skófirnar upp úr stöfunum. Kom nú í ljós, að þarna voru fimm leturlínur, dá- lítið mismunandi á lengd: 1. lína 35 sm., 2. lína 38 sm., 3. lína 41 sm., 4. lína 41 sm. og 5. lína 38 sm. Let- urflöturinn var dálítið skakkur, 26 sm. á hæð á annan veginn, en 23 sm. á hinn. Flötur steinsins er ekki vel sléttur, hann er með hrufum og lautum, og má vera að þess vegna sé mismunandi langt á milli stafa og stafirnir ekki allir jafnstórir. Eg kom þarna tvisvar sinnum enn og þóttist að síðustu hafa hreinsað letrið svo vel, að lesa mætti hvern staf. Og þá varð þannig lesið úr liverri línu: 17 HVNDRVD SEIAST AR SEN ÞO FIOGUR RI ETT I VON SO ÞA GIORDE SEM HIER STAAR SA HIET BIARNE EIOLFSSON. Hér var þá komið „versið“ sem Gísli Sigurðsson í Minna Knarrar- nesi hafði heyrt talað um í æsku sinni. Hér var vísa: 17 hundruð segjast ár, senn þó fjögur rétt í von, svo þá gerði sem hér stár sá hét Bjarni Eyolfsson. Áletrun þessi er ekki nema 255 ára gömul, en telja verður hana til fornminja. Það er að vísu ekki neitt listarhandbragð á henni, enda mun sá, er hjó, ekki hafa vandað sig, og steinninn heldur ekki sem heppi- legastur til þess að áletrun geti notið sín þar. Þó er þetta merkur steinn vegna áletrunarinnar, því að hann á sennilega engan sinn líka á landinu. Það er að minnsta kosti ekki kunnugt að neinn bóndi hafi fyr á öldum höggvið sjálfum sér slíkt minnismerki. Mér hefir ekki veizt auðvelt að afla upplýsinga um Bjarna á Stóra Knarrarnesi. Af orðalagi Jarða- bókar má ráða, að hann hafi verið fluttur þangað fyrir skömmu, þar sem talað er um að hús jarðarinnar hafi verið niðurnídd er hann kom þangað, og að honum hafi enn eigi tekist að endurreisa þau öll. Af öðrum heimildum má sjá, að þetta mun rétt. í þinggjaldabók 1696 er aðeins talinn einn bóndi á Stóra Knarrar- nesi og heitir hann Páll Gunn- laugsson. En þá býr í Krýsuvík bóndinn Bjarni Eyólfsson, og eng- inn bóndi annar er til með því nafni á Suðurnesjum. Nú vantar nokkur ár þinggjaldabókina, og Jarðabókin er næsta heimild. Hún telur Bjarna í Knarrarnesi 1703. Þykir mér líklegt að Bjarni hafi flutt úr Krýsuvík að Knarrarnesi fyrir aldamótin. Hefir það þá gerzt annaðhvort 1697 eða 1698, því að 5. ágúst 1698 nefnir Jón sýslumaður Eyólfsson hann í dóm á manntals- þingi Vatnsleysustrandarhrepps. Síðan er hann oft dómsmaður. Hann var t. d. einn af þeim, sem dæmdu Holmfast Guðmundsson 27. júlí 1699, fyrir að selja í Kefla- vík fiska, sem hann átti að leggja inn hjá kaupmanninum í Hafnar- firði. í þessum dómi sátu með sýslumanni lögréttumennirnir Þor- lákur Arviðsson í Stóru Vogum, Þorkell Jónsson í Innri Njarðvík (faðir Jóns skólameistara Thor- cillii í Skálholti), Gísli Ólafsson í Ytri Njarðvík (faðir Ólafs bisk- ups), ennfremur Eyólfur Árnason á Brunnastöðum, sem varð lög- réttumaður 1707, Bjarni og Brynj- ólfur Þórólfsson í Narfakoti. Á þinggjaldabók 1707 má sjá, að Bjarni býr enn á Stóra Knarrar- nesi, og á gjöldum hans má sjá, að efnahagurinn hefir verið svipaður og áður. En á þessu ári herjaði Stórabóla og varð afar mannskæð á Vatnsleysuströnd og í Njarðvík- um. Segir svo um það í Valla- annál: „Deyðu úr henni .... Þor- kell í Njarðvík innri Jónsson og Gísli í Njarðvík ytri, mágur hans, Ólafsson, lögréttumaður og karl- fólk svo margt, að varla mátti telja. Eyddust þar nálega bæir af verkfæru fólki; urðu konur skip að setja og dauða að greftra“. Sagt er að einn dag hafi 34 lík verið greftr- uð að Kálfatjarnarkirkju. Sam- kvæmt manntalinu 1703 voru rúml. 300 sálar í Kálfatjarnarsókn, en í bólunni önduðust þar alls 106, eftir því sem segir í Setbergs-annál. Hef- ir því látizt þriðji hver maður í sókninni. Engar kirkjubækur eru til frá þessum tíma, og verður heillar ald- ar eyða í manntali Kálftjarnar- sóknar eftir 1703. Verður því ekk- ert um það sagt hvað bólan kom hart niður á heiinili Bjarna Eyólfs- sonar á Stóra Knarrarnesi, en heimildir benda til þess, að hann hafi þá mikið afráð goldið. Að vísu vann bólan ekki á honum og í þing- gjaldabók 1708 má sjá að hann býr þá enn á Stóra Knarrarnesi, en ekki eru þá önnur gjöld á hann lögð en 10 fiska gjaftollur. Árið eftir er hann kominn að Minna Knarrarnesi og virðist vera þar í húsmennsku hjá Hákoni bónda Jónssyni (sem var forfaðir Einars hattara Hákonarsonar í Reykja- vík). Síðan er Bjarni talinn til heimilis þarna til ársloka 1712. í þinggjaldabók 1713 er fyrst skrifað nafn hans, en síðan þurkað út og þar ofan í skrifað nafnið Jón Benediktsson. Má ef til vill ráða af þessu að Bjarni hafi andast á önd- verðu ári 1713, og hefir hann þá verið 67 ára. o---O-----o Enginn vafi er á því, að Bjami hefir verið með betri bændum á sinni tíð. Hefir hann ef til vill ver-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.