Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 14
470 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS HEILBRIGÐISTÍÐIN Dl mennskan. Eitt kvöld tapaði hann 300ð sterlingspundum og hann tapaði altat fjrrir þeim, sem hann fekk til að spila við sig. En nú var hann farinn að græða á búskapnum ,og gat því greitt skuldir sínar sjálfur að nokkru leyti, en jafn- an varð frúin þó að hlaupa undir bagga. Hún álasaði ekki manni sinum og þótti jafn vænt um hann eftir sem áður. Svo hófst stríðið 1914 og þá var barúninn kvaddur heim. Honum var þá veitt uppreist og svo var hann sendur á vestri vígstöðvarnar. Þar fsll hann í orustu í september 1915. Gröf hans er í þýzkum grafreit í Luxem- burg. Konan hvarf ekki aftur til hallar sinnar í Afríku. Og enginn veit nú hvað orðið hefir um alla þá dýr- gripi, sem þar voru saman komnir. Viti einhver það, þá vill hann ekki segja frá því. Sagt er að vísu, að brezku hersveitirnar, sem sendar voru til Suðvestur-Afríku, hefði rænt höll- ina. Nú er þar ekki annað eftir en nokkur þunglámaleg húsgögn, allt annað er horfið. Höllin er nú lokuð, og sagt er að stjórnin hafi tekið hana undir vernd sína. En fyrir hvern? Sennilega barúnsfrúna, en til hennar hefir ekkert spurzt, þrátt fyrir miklar eftirgrenslanir. Ef frúin er lifandi, þá mundi hún geta sagt frá því hvers vegna þau reistu þessa höll. Sagt er að hún hafi verið mikill aðdáandi Freuds. Má þvi vera, að hún hafi hugsað sem svo, að eina ráðið til þess að barúninn lækn- aðist af drykkjusýkinni og hugarvílina, væri það að hann settist að á þeim stað, þar sem hann beið ósigur sinn, og gæti rifjað það allt upp fyrir sér daglega. Það væri svo sem samkvæmt kenningum Freuds. Kastalinn stendur enn, en það er ekki hann, heldur brotnu flöskurnar í knæpunni í Maltahohe, sem urðu minnismerki barúnsins. (John Laffin). ______ Dótturdóttur Macmillans forsætisráð- herra var lofað að sjá vaxmyndasafn Madame Tussauds. Þar var auðvitað mynd af Macmillan. Þá hrópaði telpan: — Enginn hefir sagt mér frá þvi að afi sé dauður. Enginn segir mér neitt NÝTT DEIFILYF Heilsuverndarstöð Bandaríkj- anna í Bethesda lætur nú framleiða nýtt deifilyf, sem er 10 sinnum kröftugra en morfín og 50 sinnum kröftugra en „codein“. Annan höf- uðkost hefir þetta nýa lyf einnig að lítil hætta er á að menn verði sólgnir í það. Lyfið nefnist „NIH 7519“ og er búið til úr nokkrum efnum, sem einu nafni kallast „benzomorp- hans“. Það er nú notað á fæðingar- stofnunum og við meiri háttar uppskurði. OF MIKILL SVEFN Svefninn er manni nauðsynleg- ur, en það getur verið óhollt að sofa of mikið, segir dr. Herbert O. Sieker við Duke-háskólann í Durham. í svefni er andardráttur manna hægari en í vöku, og það leiðir til þess að kolsýra fer að myndast í blóðinu. Og ef einhver sefur 14—16 stundir á sólarhring, þá eykst jafnt og þétt kolsýru- magnið í blóðinu. Af því verða menn sljóir og niðurdregnir og langar til að sofa lengur. Annar læknir segir, að það geti verið hættulegt fyrir aldrað fólk að fá sér blund í stól. Stellingin er óeðlileg og truflar blóðrásina til heilans. FORBOÐI KRABBAMEINS Rauðhært fólk eða ljóshært og bjart á hörund, á vanda til þess að fá dökkva bletti á hörundið, ef það dvelst langdvölum í miklu sól- skini. Þessir blettir segja læknar að sé forboði þess að krabbamein sé að myndast. En nú hefir verið fundið ráð til þess að eyða þessum blettum. Þeir eru frystir og síðan skafnir af með þar til gerðu verk- færi. Verður þá eftir fleiður, líkt og menn fá stundum á hnén, ef þeir detta hastarlega. Aðgerðin stendur ekki nema 15—30 mínútur. Fleiðrið grær mjög fljótt og hættan er lið- in hjá. MATARÆÐI Hjá sumum er það venja að eta þrímælt á dag, hjá öðrum tvímælt. Og mikið hefir verið talað um hve nauðsynlegt það sé heilsunnar vegna, að máltíðir séu reglulegar. En nú kemur annað hljóð í strokk- inn. Og sú rödd kemur frá merki- legri vísindastofnun, Michael Reese Medical Center í Chicago. Formaður líffræðideildar þess- arar stofnunar, dr Clarence Cohn að nafni, hefir nýlega skýrt frá því, að þeir hafi gert fóðrunartil- raunir á hvítum músum, þannig, að sumar fengu að grípa í mat hvenær sem þær lysti, en aðrar voru látnar eta þrímælt. Ekki þarf að taka það fram, að fæðan var nákvæmlega hin sama hjá báð- um og allt hnitmiðað við hve mikið var í henni af eggjahvítuefnum, kolvetni og fitu. Mýsnar, sem látn- ar voru sjálfráðar, fitnuðu ekki af fæðunni, en hinar hlupu í spik. Ekki vita menn ástæðuna til þessa, en talið er líklegt, að þegar mikið er etið í einu, komist líkaminn ekki yfir að brenna það allt, en safni nokkru af því sem fitu. Nú er það vitað að mönnum er það eðlilegt að grípa oft í mat. Börn þrífast t. d. bezt á því að fá mat oft á dag. Ættu menn þá að hætta hinum reglubundnu máltíðum? Ekki ráðleggur dr. Cohn það. Hann er hræddur um, að ef menn eru að grípa í mat allan daginn, muni ýmislegt slæðast ofan í þá, sem ekki er heilsusamlegt. Það sé nokk- urt öryggi í því að margir menn eti saman á vissum tímum. V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.