Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 2
570 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ær. Svo keyptum við fjögurra manna far og allt sem að útgerð laut. Við vorum þarna bræður fjórir og tilvonandi mágur okkar Jón Bjarnason. Sóttu fjórir sjóinn af kappi allt sumarið og fram um veturnætur, en einn var í landi, gerði að aflanum og hugsaði um heyskapinn ásamt kvenfólkinu. Þá um sumarið, hinn 20. ágúst, kvæntist eg Maríu festarkonu minni, og var eg þá 28 ára gamall. Þá var haldin brúðkaupsveizla og mörgum boðið að gömlum sið. Meðál veizlugesta var Skafti Jós- epsson ritstjóri, góður kunningi okkar. Kom hann með mann með sér sem við vissum þá engin deili á. Var það Davíð Östlund, og gaf hann okkur í brúðargjöf bók, sem hann hafði gefið út. Þessa bók á eg enn óskemmda. Búskapurinn gekk vel þetta sumar, við fiskuðum vel og heyuð- um vel og virtist allt leika í lyndi. En um veturnætur veiktist eg af brjósthimnubólgu, fekk mikinn hita, en var þó alltaf á fótum til að hirða um féð. Það er bezt að eg skjóti hér inn frásögn af sein- ustu sjóferð minni þá um haust- ið. Við höfðum lagt tvö síldarnet á laugardegi, en morguninn eftir sáum við að annað bólið var sokk- ið. Þá var úti frost og eljagangur, en eg varð að fara með piltum að vitja um netin, þótt eg væri sár- lasinn. Þegar að netjunum kom, mátti kalla að síld væri í hverjum möskva. Var það erfitt verk og kalsamt að ná netjunum upp í ó- kyrrum sjó. Þó tókst það og sigld- um við svo með aflann yfir að Brimnesi. Þar settum við í íshús eins mikið af síldinní og þeir gátu tekið við, en fórum heim með slatta og pækilsöltuðum hann. Voru það tvö full olíuföt. Ekki batnaði mér lasleikinn við þessa ferð, en eg varð þó að vera á fótum til þess að sinna um féð. Gekk svo fram um miðjan vetur, en þá varð eg að leggjast í rúmið og var mjög þungt haldinn. Var það lengi að eg gat ekki hreyft mig í rúminu nema því aðeins að vafið væri utan um mig teppi, undnu upp úr sjóðandi vatni. Þann- ig lá eg ósjálfbjarga fram að sum- armálum, en tók þá að skreiðast í föt en gat naumast gengið fyrir mæði. Var þá farið með mig inn á Seyðisfjörð til læknisskoðunar, og varð ekkert gagn að því. Mörgum árum seinna skoðaði Jónas Kristj- ánsson læknir mig og sagði að ann- að lungað væri gróið við síðuna hjá hryggnum. Var þá ekkert við því að gera, en að þessu hefi eg búið alla ævi, og enn fæ eg verk í bakið eg eg sit álútur við vinnu. Jæja, við skulum þá hverfa aft- ur að sögunni. Það var öndvegis- tíð allt þetta sumar, allt haustið og fram í fyrstu viku þorra, svo að jörð var þá tæplega orðin hvít. En nú brá til hins verra og gekk á með krapahríðum og frosthríðum og varð naumast lát á því þar til 6 vikur voru af sumri. Á sumar- daginn fyrsta lá strandferðaskipið „Hólar“ í Seyðisfirði, hafði orðið að snúa aftur í Glettingsnesröst í grenjandi stórhríð og frosti, og var Jacobsen skipstjóri þó engin kveif. Hið sama hafði komið fyrir hann árið áður, einnig á sumardaginn fyrsta. Á krossmessudag 1899 var fer- æringnum okkar ýtt á flot og skyldi nú flutt búferlum til Brúna- víkur, en við Sigurður bróðir urð- um eftir til að sjá um féð fram að fardögum. Þegar báturinn var kominn út úr vörinni var vitjað um grásleppunet, sem þar lá, en það var þá sokkið. Og ástæðan til þess var sú, að í því var veturgam- all selur. Þótt fólkið kæmi að tóm- um kofunum í Brúnavík, gat það þó þegar sett upp pottinn, því að við vorum selkjötinu vön úr Skaftafellssýslu. Þess má geta, að skömmu áður höfðum við fengið hákarl í netið. Hann hafði vafið því utan um sig, en ekki rifið það. Mér var hálfilla við að eta þennan hákarl, þar sem fólk sagði að hann mundi hafa legið þarna í manna- kjöti, því að um haustið hafði bát- ur farizt á leyniboða út og niður af bænum á Skálanesi. ÞAÐ varð heldur baslsamt hjá okkur Sigurði þegar ærnar fóru að bera. Ekki var hægt að hleypa þeim út og húsin voru afar léleg. Var í þeim ónýtt rimlagólf, en þökin flöt og fúin og láku hverjum dropa. Svo bætti það ekki um, að ærnar voru allar tvílembdar nema 5, og ein var jafnvel þrílembd. Eg tók það ráð að skera annað lambið undan hverri á, því að öðrum kosti varð engu þeirra bjargað í þess- um húsakynnum. Við áttum nóg hey og ærnar voru vel framgengn- ar. í hálfan mánuð fórum við bræð- ur ekki af fötum, en vöktum yfir ánum. Allan þann tíma kvaldist eg af lasleik og mæði og helt að eg mundi gefast upp þá og þegar. Og allan tímann lá eg undir óbóta- skömmum þess, er ærnar átti. Hann sá eftir lömbunum sem eg lógaði, enda voru þau mörg. Þegar 8 vikur voru af sumri, átti eg að skila ánum, en þá neitaði karl að taka við þeim. Eg sagði að hann réði því, en eg skildi það svo að hann afsalaði sér þá ánum og eg flytti þær með mér til Brúna- víkur. Þá gugnaði hann. Sama daginn sem við skiluðum jörð og fé af okkur, fekk eg Fær- eyinga til að flytja fé okkar á báti norður eftir. Það voru um 20 kind- ur, aðallega veturgamlar en þó þar á meðal tvær ær af sunnlenzka fjárkyninu okkar. Við höfðum orð- ið að skilja þær eftii í Breiðdal forðum, er við vorum á leið með reksturinn að vestan, og þess vegna i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.