Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 575 Jórturleöriö ÁRIÐ sem leið var jórturleður (tuggugúm) selt fyrir 306 miljónir dollara í Bandaríkjunum. Þetta samsvarar því að seldar hafi verið 36.000 miljónir af jórturtuggum, en væri þeim raðað hverri við endann á annarri, mundi sú lengja vera nær 2.400.000 km, eða fyllilega eins löng og hringbraut tungls um jörð. Og það eru aðallega þrjú fyrirtæki, sem framleiða þetta, Wrigley 42%, American Chicle 27% og Beechnut 16%. Þótt undarlegt kunni að virðast á iðnaður þessi rót sína að rekja til mexikanska einvaldsherrans Ant- onio Lopez de Santa Ana. Síðan eru nú tæp 100 ár, og fór hann þá huldu höfði á Staten Island. En honum var mjög í mun að komast aftur til valda, en til þess skorti hann fé. Hann þóttist því verða að byrja á því að græða. f því skyni lét hann senda sér 500 pund af þurkuðum flögum úr kvoðu þeirri, er drýpur af sapodilla-trénu, en það vex í frumskógum Yukatans. Santa Ana hafði komið til hugar að hægt væri að framleiða togleð- ur úr þessu efni. Þá kostaði hrá- gúm 1 dollar pundið, en sapodilla- flögur var hægt að fá fyrir 5 cent pundið. Hér var því stórkostlegur gróðavegur, ef þetta heppnaðist, og Santa Ana trúði ekki öðru en því að hann mundi hitta einhvern svo snjallan Bandaríkjamann að hann gæti hjálpað sér til þess. Honum tókst að ná í mann, sem Thomas Adams hét, og var þúsund þjala smiður. Adams byrjaði á því að gera tilraunir heima í eldhúsi sínu, eins og Goodyear hafði áður gert. En honum tókst ekki að búa til togleður úr trjákvoðunni. Og svo datt botninn úr öllu saman, því að Santa Ana fekk leyfi til þess að koma til Mexikó aftur. Þá flýtti hann sér þangað og skildi pokann með trjákvoðunni eftir hjá Adams. Meðan þeir voru saman, hafði Adams tekið eftir því, að Santa Ana brá þurri trjákvoðunni oft upp í sig og jóðlaði á henni. Út af því kom Adams til hugar að gera mætti jórturtuggur úr trjákvoð- unni, engu síður en jórturtuggur úr vaxi, sem þá var farið að fram- leiða og krakkar voru sólgnir í. Aðalvandinn var að gera gott bragð að þessu jórtri, og Adams reyndi margar aðferðir í þá átt, en tókst ekki vel, því að efnin, sem hann notaði, vildu ekki samlagast aðal- efninu. Næstur kom svo maður að nafni William J. White. Hann átti heima í Cleveland og seldi þar „pop- corn“. Honum kom til hugar að sýróp mundi geta samlagast jórtr- inu og það varð. Og þá gat hann líka komið piparmyntubragði í það. Þetta gekk misjafnlega fyrir hon- um. Hann varð ýmist ríkur, eða hann tapaði stórfé á framleiðsl- unni. Seinast stofnaði hann Ameri- can Chicle Co., en fórst af slysi skömmu síðar. Þá kom hinn alkunni William Wrigley til sögunnar. Faðir hans var sápugerðarmaður og hafði Wrigley yngri verið sölumaður fyrir hann. Nú fór hann að búa til jórturleður og tókst að gera það svo bragðgott, að það rann út. Og um eitt skeið framleiddi hann um 60% af öllu jórturleðri. — 'k — Jórturleður er nú gert úr ýmsum efnum, en aðallega úr sykri, sýr- ópi og togleðursefnum. Til fram- leiðslunnar fara nú 150 miljón pund af sykri og 50 miljón pund af sýrópi. En jórtrið sjálft er um 20 miljónir punda og er það trjákvoða úr sapodilla-trjám og ýmsum öðr- um trjám í Mið-Ameríku og Suð- ur-Ameríku og nokkuð af kalki, enn fremur eru 24 miljón pund af hrágúm. Enn er notað í framleiðsl- una nokkuð af vaxi og 3 miljón pund af glycerin. En efnin sem fara til að bragðbæta þetta og gefa af því góðan ilm, nema 2 miljón- um eða allt að 2,500.000 pundum. En þetta er ekki nóg, svo koma umbúðirnar, og þær nema 85 mil- jónum punda — það er pappír, glæpappír, silfurpappír, pappi og kassar. Á þessu má sjá að ýmsar aðrar atvinnugreinar græða líka á jórturs-framleiðslunni. — k — Jórturleðrið er búið til á þennan hátt: Fyrst er allt jórturefnið malað og því dreift í stór trog. Þar er heitum loftstraum veitt á það til þess að ná úr því öllum raka. Síðan er þetta efni brætt, hreinsað og sótthreinsað. Er það þá einna lík- ast þykku sýrópi. Þá er því steypt í gríðarstór hræriker og þar er hin- um efnunum blandað saman við það. Þegar þetta hefir verið hrært vel saman, er það líkast deigi. Er það nú flutt á færiböndum í gegn um kaldan loftstraum og inn í hnoð- unarvélarnar. Síðan fer það í aðrar vélar, sem fletja það út í kökur, um 18 þumlunga breiðar og 2 þumlunga þykkar. Og enn fer það inn í aðrar vélar, sem skera kök- urnar í lengjur og teygja úr þeim þangað til þær eru hæfilega þykk- ar. Þá taka við aðrar vélar sem skera lengjurnar sundur í búta, eins og jórturleðrið er þegar það kemur til kaupanda. Síðan er stráð sykri á þetta, svo að töflurn- ar loði ekki saman, og sykurinn bætir einnig bragðið. Þá eru töfl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.