Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 643 skyldu fylgjast að, og binda sig svo saman þegar ofar drægi og nauðsyn kræfi. Leiðtogi hverrar sveitar skyldi verða fyrstur á kaðl- inum og sá veikasti í miðið, eins og venja er. Glaða tunglskin var og svalt í lofti þegar við komum út. og ekki leið löng stund þar til allur hópur- inn hélt af stað. Leiðin lá fyrst skáhallt upp eftir jökulfönnum lítt sprungnum. Hjarnið var svo stíf- frosið, að ekki var viðht að fóta sig án jöklabrodda. Okkur miðaði vel áfram, en þó mun það hafa tekið um tvo tíma að komast upp á há Cowlitz ranann uppi undir Gíbralt ar klettinum, sem skagar út úr hlíð um fjallsins eins og heljarmikill höfði, þverhníptur á þrjá vegu. Þarna var áð um hríð. Áður hafði verið fært eftir sillum utan í Gíbraltarklettinum, þannig að engin hæð tapaðist. Fyrir nokkr- um árum hafði hins vegar hrunið mikið úr klettunum svo að þessi leið lokaðist, og vorum við einn fyrsti hópurinn, sem fékk leyfi til að klífa fjalhð þessa leið eftir hrun ið. Nú var ekki um annað að ræða en láta sig síga niður á stalla fyrir neðan okkur. Kaðli hafði verið kom ið fyrir á þessum stað okkur til ör- yggis. Létum við okkur fyrst síga niður eftir brattri skriðu og svo fram af tveggja mannhæða háum stalli. Þarna gátum við sleppt kaðl- inum og fylgt sillu skáhallt upp eftir. Neðan við okkur skiptust á brattar skriður og klettabelti, og þar fyrir neðan brattur og sprung- inn skriðjökull, annar armur Nisqu ally jökulsins. Á hægri hönd höfð- um við vesturvegg Gíbraltarkletts- ins. Framundan á vinstri hönd voru heljarmikhr íshamrar, og slitnar jökulhnn þar alveg í sundur. Milh þessara íshamra og klettsins mynd- ast eins konar skarð, sem helzt mætti líkja við tröppur. Þama bundum við okkur saman og lögð- um í ísþrepin, sem fyrst í stað voru mjög brött. Við hækkuðum ört og vorum brátt komnir jafnhátt brún íshamranna. Yfirborð jökulsins var afar ógreiðfært þarna á brúninni, alsett ísgöddum með djúpum skor- um á milli. Sum þessara öflugu grýlukerta náðu meðalmanni í mitti. ! ! ! Sóhn var komin upp fyrir nokkru en við vorum ennþá í tungl skini í skugganum af Gíbraltar- klettinum. Litbrigðin voru hrífandi er sóhn og tunghð kepptust um að baða landslagið blæbrigðum sínum. Klukkan var nálægt átta um morguninn þegar við náðum jökul- hálsinum, sem tengir Gíbraltar- klettinn við háfjallið, og vorum við í 12 þúsund feta hæð. Þarna var hvílt um hríð og snætt, enda vor- um við loks í sólskini. Austan við Gíbraltarklettinn fellur Ingraham jökullinn niður brattur og sprunginn, og hálffylhr skarðið á milli Gíbraltar og Little Tahoma, sem er há klettastrýta í austurhlíðum Rainiers. Áður hafði Ingraham jökulhnn verið vinsæl gönguleið á fjallið, en var nú tahnn of sprunginn og erfiður uppgöngu. Það mátti sjá að svo var. Framundan okkur var nú aðeing

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.