Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Page 16
340 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FYRIR einu ári gerðist sá atburður að Þingvallavatn braut stífluna hjá Dráttarhlið, beljaði í gegnum jarðgöngin og skall á mannvirkjunum hjá Úlf- ljótsvatni. Flóð þetta olli miklu tjóni og verktöfum, en samt sem áður tókst að halda áætlun um smíði rafstöðvarinnar. — Myndin hér að ofan var tekin fyrsta flóðdaginn og sýnir hvernig vatnsflaumurinn skall með ofsaþunga á stöðvarhúsinu. (Ljósm. Ól. K. Magn.) N V A S 4k 6 3 V A K 10 8 2 ♦ A K 9 6 2 * 3 S komst í 4 hjörlu og út kom L K. Svo kom annað lauf og S varð að trompa. Svo tók hann trompin af and- stæðingum og gaf þeim svo slag á tig- ul. En þá kemur lauf enn, og hann verður að drepa með seinasta trompi sínu. Og nú tapaði hann spilinu vegna þess að hann gat ekki fengið slag a S K. V átti enn tvö lauf og þau voru frí. — S hefði átt að gera ráð fyrir því að V hefði S Á, því að það -\far eina von- in til þess að vinna spilið. Þegar hann kemst að á hann því að slá út spaða. Ef V lætur þá lágspaða, drepur hann með kóng, og tekur því næst trompin af andstæðingum og gefur þeim svo einn siag i tigli. Ef V drepur með S A, slær hann sjálfsagt út laufi, en S trompar og slær út lágtigli. Þann slag fá andstæð- ingar og enn kemur lauf og enn drep- ur S með trompi. Því næst slær hann út H Á og H K og því næst spaða und- ir kónginn. Svo tekur hann slag á H D, og þá er tígullinn frí. Egg og börn Þegar maður finnur hreiður í fyrsta sinn á ævinni, skal hafa tölu á eggjun- um og ekki brjóta neitt þeirra; því svo mörg börn á maður að eiga sem eggin eru mörg, og svo mörg að missa sem maður brýtur mörg eggin. En ef fúl- egg eru, á maður að eiga jafnmörg lausaleiksbörn. Álög Fyrir utan Laufás í Eyafirði er bær, sem heitir Borgargerði. Þar er hvamm- ur sem ekki má slá, því að þá drepur huldufólkið, sem hefir ráð yfir hvamm- inum, kú fyrir bónda. Uppi í fjallinu eru nokkrar birkihríslur, leifar af gömlum skógi, sem ekki má hrófla við, því að þá er óblessun vís frá hálfu huldufólksins sem á hríslurnar. (Sögn Þórhalls Bjarnarsonar biskups). Sjóormur Pétur nokkur Eyjólfsson var einu sinni á sjó við Drangey og dró þorsk á miði því sem kallast Pallur, fyrir vestan eyna. Hann var þá ungur að aldri. Þegar Pétur afgoggaði fiskinn, sem kallað er, hraut Ijósblár ormur á stærð við litlafingur af höfði fisksins og ofan í skipið; sökk hann þegar í gegnum borðið, þar sem hann kom á, svo að gat varð eftir og buhaði þá sjór- inn inn. Hásetar skáru höfuðið af fisk- inum og fleygðu því útbyrðis, því að svartblár blettur var á því þar sem ormurinn hafði legið. (Gísli Konr., eft- ir Pétri sjálfum. Kona að vekja upp draug Guðlaug Andrésdóttir, fyrri kona séra Vigfúsar Bjömssonar á Skinna- stað, var dreifð við kukl og fjölkynngi. Um hana var vísa þessi orkt; Leggst á hauga nálaná, nóg oft spaugað getur, • , vill upp drauga vekja þá veslings Laugu-tetur — því að sagt var, að prestur hefði eitt sinn komið að henni úti í kirkjugarði, er hún var að fást við að vekja upp draug, en hann hafði átalið hana og rekið hana inn í bæ með harðri hendi. (Sögn Jóns Borgfirðings). Hnerrar Ef elzti maður á heimili hnerrar, meðan farið er með matföng, á einhver svangur að koma og borða af þeim mat. Það er kallað að „hnerra öðrum gest“. En hnerri yngsti maður, hnerrar hann meiri mat í húsið. BRIDGE * K 10 5 2 ¥ D 7 5 * 7 5 3 * 8 6 4 A A 8 7 ¥ G 6 4 N ♦ 88 V + K D G s 7 2 A D G 9 4 ¥93 ♦ D 10 4 * Á 10 9 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.