Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 10
174 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS flestir ferðamennirnir koma frá Englandi. Frá Bandaríkjunum koma um 70.000 á ári, en það er ekki nema um 4% af öllum ferða- mannastraumnum. FRÁ CORK helt eg til Blarney. Þar er gamall kastali, og þar er hinn frægi Blarney-steinn. Það er kalksteinn, um fjögur fet á lengd og eitt fet á hæð. Honum er kom- ið fyrir í ytri vígbrún kastalans og er gap þar á milli og innri brúnar og gínandi hæð undir. Einhvern tíma á 18. öld kom upp sá siður að kyssa steininn, eins og menn „kyssa kóngsdótturina“ með því að reigja sig aftur á bak yfir gaphúsið. Auðvitað varð að halda í menn svo að þeir hröpuðu ekki niður, en nú hafa þarna ver- ið settar járngrindur, svo ekki verði slys að. Eg sá marga kyssa steininn og heldu vinir þeirra í fætur þeirra á meðan þeir reigðu sig aftur á bak. Það þykir nú mest í það varið að ferðamenn, sem fara til írlands, geti sagt er heim kemur: „Eg kyssti Blarney- steininn". EG VAR viku um kyrt í Killarn- ey, og þar var ekki bjart veður nema í þrjá daga. Annars var þar stormur og rigning. Eg vorkenndi ferðamönnum sem voru komnir beint frá Dublin til þess að sjá hina annáluðu náttúrufegurð hér. Þeir sátu hnípnir við arineld gistihússins meðan regnið lamdi gluggana. En þegar upp birti var hér sannkallað töfraland. Eg fór ríð- andi eftir Dunloe-skarði og eg heyrði mann þeyta lúður svo að bergmálaði í klettunum allt um kring. Og eg hlustaði á ræðarana á vatninu segja sögur af draugum og útburðum. Og eg minnist Pat O’Connor bílstjóra er eg spurði Móskurðarvélin mikla, sem tekur upp mó handa rafmagnsstöðinni í Portarlington. hann hvort hér væri hjátrúin jafn mögnuð og hún hefði áður verið. „Já, það þarf nú meira til en rafmagnsljós og loftskeyti að hrista trúna á hið yfirnáttúrlega úr fólki hér á vesturströndinni“, sagði hann. „Eg minnist þess að eg var einu sinni sendur með vél- plóg að plægja land í Kerry. Þar var hóll og haugur uppi á hon- um. Eg plægði hauginn niður. En þá um kvöldið sá eg að allir gáfu mér illt auga. Eg spurði þá hvað eg hefði gert af mér. Veiztu það ekki, var mér sagt, að þú hefir plægt niður álfaborgina á hóln- um? Menn segja að ógæfan fylgi þér, og ef þú vilt hafa mín ráð, þá taktu saman pjönkur þínar og hypjaðu þig héðan undireins! — Og það gerði eg“. EG FÓR til Hlymreks. Sú borg_ stendur við Shannonána. Skammt fyrir ofan hana er tekið vatn úr ánni handa fyrstu rafmagnsstöð- inni á írlandi, Ardnacrusha-stöð- inni, sem tók til starfa 1929. Það- an er ekki löng leið til Shannon- flugvallarins, sem er stolt allra íra. „Vesturdyr Evrópu“ er flugvöll- urinn kallaður, og þar vinna 1800 menn allan sólarhringinn. Vin- sælasti staðurinn þar er fríversl- unin, en nafnið gefur litla hug- mynd um þetta fyrirtæki, þar sem eru þykkar ábreiður á gólfum og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.