Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 169 Snæbjörn Jónsson: Undur dularheima og líf okkar eftir dauðann SEIIMIMI HLIITI Nú er ekki lengur (nema þá á á meðal hinna allrafáfróðustu) um það rætt, hvort hin spíritist- isku fyrirbæri gerist eða gerist ekki, heldur hitt, hvort finna megi aðra skýringu á 'þeim en hina spíritistisku. Hana vilja undarlega margir forðast hvað sem það kost- ar, jafnvel þó að til þess verði þeir að misbjóða heilbrigðri skyn- semi sinni. Ekki sé ég almennt talað neitt við það að athuga, að þeir sem fjarstæðurnar kjósa, fái að gera það átölulaust. En vænna þykir mér um að þeir menn, sem mér er sérstaklega hlýtt til, taki að svo miklu leyti sönsum að vera við því búnir þegar þeir fara af þessum heimi að annað nýtt kunni þá ef til vill að taka við. Til þessa liggur sérstök ástæða: Sú var tíð að ég leit á þá kenn- ingu sem hreina firru að maður stiginn yfir þröskuld dauðans gæti verið óvitandi um svo mikilvægt spor og vildi þverneita því, að þetta hefði átt sér stað. En svo fór ég að reka mig á það, að þetta kemur þrásækilega fyrir; er meira að segja líklega oftast til- fellið ef maðurinn var sannfærður um að dauðinn væri endir alls. Sá sem í þessu lendir, er ekki öfundsverður af því, og öllum vin- um mínum vildi ég gjarna forða frá slíku. Um hina, sem hugsa sér Snæbjörn Jónsson. möguleikann, enda þótt þeir telji hann harla ósennilegan, er ég ó- kvíðinn og geri enga tilraun til þess að leiða þá lengra. En hvað er það svo sem við vitum með sæmilega öruggri vissu um lífið handan grafar? Ekki næsta mikið, en samt nokkuð. Við vitum fyrir víst að í okkar jarð- neska ástandi skortir okkur mögu- leika til fullkomins skilnings á því. Þetta leiðir þegar af því tvennu að örugglega er þar hvorki tími né rúm með sama hætti og á okkar núverandi tilverusviði. Þessi munur veldur ójtfirstígan- legum erfiðleikum á sambandi við þá veröld sem bíður okkar. Hér miðast öll okkar hugsun við þau þrjú víðerni sem okkur eru áþreif- anlega kunn. Þar um breytir það litlu að stærðfræðin getur sannað að þau séu fleiri, og sumir hafa jafnvel í svip skynjað þau fleiri, en fáir eða enginn mun geta hald- ið þeirri skynjun fastri. Tímann skynjum við hér af snúningi jarð- arinnar, en á næsta sviði er það einhver annar mælikvarði, sem á hann er lagður; lengra nær ekki þekking okkar á því atriði. Þá má það og teljast fullsannað að á sálarlífi okkar gerir dauðinn sjálfur, bústaðaskiftin (þó að í þessu efni sé það að sjálfsögðu villandi að nefna stað), í raun- inni enga breytingu. Það er meira að segja afartorvelt að losna þar úr viðjum rígbundinna skoðana, sem við höfum tekið með okkur héðan. Því skyldum við temja okkur að halda huganum ávallt opnum fyrir nýum sannindum, hver sem þau kunna að vera og hvaðan sem þau koma. Rangsnún ar skoðanir á lífi okkar, eðli og ákvörðun, geta orðið okkur mjög til meins og trafala þegar við höf- um afklæðst holdfatinu, og er áð- ur að þessu vikið. Kreddurnar eru skaðlegar. Þeir eru bezt farnir sem í auðmýkt leita sí og æ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.