Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Blaðsíða 4
/ UPPHAFI Framhald aí bls. 1 unnj. 29. júlí spurði þýzki kanzlarinn (,Bethmann Hollweg) sir Edward Grey að því, hvort Bretar vildu lofa að sitja hjá, þó ráðizt yrði á Frakka, ef Þjóðverjar lofuðu að taka ekki lönd af Frökkum eftir stríðslokin! Grey sagði nei. Sama dag hervæddust Rússar. Dag- inn áður hafði Churchill (sem þá var fiotamálaráðherra) látið heimaflotann sigla úr höfn. Og 1. ágúst sögðu Þjóð- verjar Rússum og 3. ágúst Frökkum stríð á hendur og réðust inn í Luxem- borg daginn áður — og inn í Belgíu dagmn eftir. Þessi snöggleið inn í Frakk land hafði verið ákveðin löngu áður og ekki hirt um að hún fól í sér árás Skúli Skúlason á yngri árum á Og hernám tveggja hlutlausra landa. Bretar höfðu þagað hingað til. En 3. ágúst stóð sir Edward Grey upp og hélt ræðu í neðri málstofunni. „ ... ef við ekki tækjum samstöðu með Frökkum og veittum Belgum stuðning er á þá yrði ráðizt, mundum við verða einangraðir og hataðir .... “ saigði hann. Og brezka stjórnin setti Þjóðverjum úrslitakosti: Ef þeir hyrfi ekki á burt úr Belgíu, væru Bretar orðnir aðilar að styrjöldinni. Nágrannar Belga — þ.á. m. Þjóðverjar — höfðu lofað að vernda þá fyrir árás. Það var þetta tryggingar bréf, sem Bethmann Hollweg síðar kallaði „pappírs-snifsi“. M eðan þessi mörgu tíðindi gerð- ust í senn, fór stríðsóttinn vaxandi í Danmörku. „Hvenær koma Prússarnir og drepa okkur?“ spurðu sumir. — „Nei, þeir drepa okkur ekki þó þeir komi, en þeir taka af okkur allt ætilegt — smjör, egg og svínakjöt,“ svöruðu aðrir. Og í blöðunum gengu skammirn- ar fjöllimum hærra (en til þess þarf að vísu ekki mikið, ef miðað er við dönsk ,,fjöll“). Hægriblöðin, og sum vinstri íika, gengu í skrokk á Zalhle, Erik Scav- enius utanríkisráðherraherra og Peter Munch, sem skeytunum var ekki hvað sízt beitt að, því að hann var hermála- ráðiherra. Mér sárnaði hvernig skrifað var og talað um þennan mann, því að ég hafði haft miklar mætur á honum frá því að ég kom í 4. bekk í Mennta- skólanum, er ég fór að læra mann- kynssögu hans, sem var sannkölluð sið- bót frá því sem verið hafði fyrr, er unglingar voru látnir læra að Alex- sjnder mikli og Napoleon hefðu verið einna mestir frömuðir mannkynsþrosk- ans, en smámenni eins og Rousseau og Voltaire varla nefndir, hvað þá fígúrur á bcrð við Moliére og Shakespeare. Herstjórnin afréð þegar í stað að gera enga tilraun til að verja Jótland, ef inn í það yrði vaðið, heldur aðeins að efla hervarnirnar kringum höfuðborg- ina og hindra ferðir óvinaskipa um Beltin og Eyrarsund. Einn morguninn voru komnar nokkrar fornlegar kan- ónur út á Löngulínu og í blöðunum voru fréttir um, að fállbyssur væru komnar víðsvegar norður með Strand- vejen, alla leið til Helsingjaeyrar, til þess að verja sundið. Nokkur hús höfðu verið rifin, sögðu blöðin, til þess að veröa ekki fyrir væntanlegri skothríð frá fallbyssunum, en mörg önnur höfðu verið „undermineret“ — þ.e. sprengiefni sett undir þau, til þess að sprengja þau í loft upp, ef á þyrfti að halda. Flest þessara húsa voru einkabústaðir ríks fólks, falleg hús í fallegum görð- um. Þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir standa þau enn í „sömu sporum", nema þau fáu, sem fallið hafa fyrir tímans tönn eða auknum kröfum til akveganna. Afráðið var að flytja þann hluta hersins, sem staðsettur var í Jótlandi, til Sjálands. Og ein sú stríðsendurminn ing frá þessu sumri er frá kvöldinu sem sveitirnar frá Jótlandi voru að ganga undir fánum sínum frá aðaljámbraut- arstöðinni yfir í herbúðirnar í Nýbúð- um. Leiðin lá um Strikið, hina frægu umferðargötu milli Ráðhússpláss og Kóngsins Nýjatorgs, sem nú er orðin svo um of þröng fyrir venjulega um- ferð, að ökutækjum er bannað að fara þar um, nema kannske barnavögnum. Berlingske Tidende hafði verið svo heppio að koma sér upp fréttamiðstöð á horninu á Frederiksberggade, þar sem Strikið „rennur út í“ Ráðihiússpláss- ið. Þarna í „B.T.-Centralen“ var sam- felld hringrás heimsviðburðanna á frétlaspjöldunum frá morgni til kvölds, og stundum alla nóttina líka. Aðalheim kynni blaðsins voru á „afviknum stað“, við Pilestræde, svo að nú var um að gera að komast betur á almannafæri, en það er mest við Ráðhúsplássið. Keppinauturinn Folitiken hafði eignazt stórhýsi þar skömmu áður (sem enn er aðalsetur þess), og því reið Berlingske lífið á að gera vart við sig á Ráðhúss- plássinu. Það tókst líka svo vel, að við byrjun styrjaldarinnar hafði 3erl- íngske betur í samkeppninni við Politik en, en það var ekki eingöngu „B.T.- Centralen“ að þakka, heldur hinu að Politiken var stjórnarblað en Berl- ingske öfugt. Og sjaldan hefur það fall- ið jafnvel í frjóan danskan jarðveg að skamma stjórnina og það gerði í byrjun fyrri heims- styrjaldarinnar. Árið áður hafði Knud Berim prófessor hundskammað stjórn- jna fyrir framkomu hennar í sjálfstæðis máli Islands, og komizt þannig að orði, að Hannes Hafstein hefði leikið sér að því að snúa henni um fingur sér („vikle Zahle om sin lillefinger"). Hafstein lét af embætti skömmu áður en stríðs- hræðslan í Danmörku færðist í auka, og í lok mánaðarins kom eftirmaður hans, Sigurður Eggerz, öllum á óvart ti‘1 Kaup mannahafnar, því að ekki var neins skips von að heiman. En ef ég man rétc hafði hann tekið sér fari með tog- ara svo til beina leið frá Vík í Mýr- dal t)l Englands, en þaðan til Hafnar á konungsfund, með frumvörpin frá Al- þingi, þ.á.m. stjórnarskrárbreytinguna um „fyrirvarann“, sem átti að ógilda eina mestu hneykslunarhelluna, sem Jón Jensson og aðrir Landvarnarmenn vildu tortíma. Konungur neitaði breyt- ingunni staðfestingar 30. nóv. og Sig- urður Eggerz sagði af sér samstundis, en Hafstein var á ný kvaddur á kon- ungsiund, og síðar Einar Arnórsson, Guðmundur Hannes9on og Sveinn Björnsson — samkvæmt ráðleggingu Hafsteins. Og í byrjun apríl varð Ein- ar ráðherra — sá slðasti „eini ráð- herra á íslandi". essi „tvöfalda umhyggja“ fs- lendinga í Höfn — annarsvegar fyrir heimsmálunum, hinsvegar fyrir sjálf- stæðismálinu — held ég að hafi orðið til þess, að við íslenzku stúdentamir i Höfn urðum ekki eins ofstækir og ella hefði orðið. Við pexuðum á tveim vett- vöngum, heimsmálanna og sjálfstæðis- málsins. Sumir voru Bretavinir en aðr- ir Þjóðverja, sumir Landvarnarmenn, aðrir Heimastjórnarmenn. Valtýskan var dauð og grafin, — nú var það Hannes Hafstein eða þjóðræðisflokkur Björns Jónssonar, sem þá var fallinn í valinn sjálfur. Ég hetf stundum verið að furða mig á, að enginn þeirra, sem urðu stúdentar árið 1910 og fóru til Haínar, skyldi verða stjórnmálamaður og sjáltfstæðishetja. En kannske er það áðurnefnd tvötfalda umhyggjan sem réð því. Og svo hitt að við sáum móta fyrir birtunni, sem ekki var nema dauf skírna nokkrum árum áður — í tíð Gísla Sveinssonar og samverumanna hans í Höfn. Að öðrum ólöstuðum held ég að Gísli hafi verið síðasti fullgildi „sjáifstæðisstúdentinn" þar. Ýmsir aðr- ir létu að vísu mikið til sín taka í „Fé- lagi ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn“, og minnist ég þar sérstaklega Magnús- ar Gíslasonar, síðar sýslumanns og for- stöðumanns fjármálaráðuneytisins, og Sigurðar Lýðssonar lögfræðings og mik ils géfumanns, sem dó á miðjum aldri. — Er. meðal sambekkinga minna voru afburðamenn í öðrum greinum en póli- tík: skáldið Guðmundur Kamban, sem líklega væri lifandi enn, etf Danmörk hefði ekki verið hernumin í síðari styrj öldinni, og Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri, höfundur vatnsorkuvirkj- unav á íslandi. Hann hafði verið „dux“ í bekknum okkar alla tíð og eftir að til Kaupmannahafnar kom hélt hann áfrarn sömu reglu og útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðingur frá „Polytekn- isk Læreanstalt'* á stuttum tíma en þó með ágætiseinkunn. Ég veit ekki hve margir hafa gert það síðan, en í þetta skipti þótti okkur unglingunum í Höfn það stórviðburður, og þá ekki síður er „Haddapadda" Kambans var sýnd á Kgl leikhúsinu. Þó þótti það nærri því ennþá meiri atburður er „Fjalla- Eyvindur“ Jóhanns frá Laxamýri var sýndur á Dagmarleikhúsinu, á stjórnar- árum vandfýsnasta leikhúsmanns Dana, Johannesar Nielsens. Adam Poulsen lék Eyvind, en norska leikkonan Johanne Dybwad Höllu. Ég held að hún hafi gert mest allra til þess, að leikritið komst inn í meðvitund Skandinava. En hjá okkur löndum, sem fjölmenntum mikið á frumsýninguna á Dagmar, varð það minnisstæðast sem skeði niðri í „foyaréen“ í hléinu, er Georg gamli Brandes faðmaði Jóhann að sér og kyssti hann á báðar kinnarnar. Eg Guömundur Karnban sá aldrei Jóhann roðna nema í það eina skipti Og þó var ég viðstaddur á Café de la Reine á gamlárskvöld, þegar Borg bjerg ritstjóri „Socialdemokraten“ bauð honum upp í dans. „La Reine“ var þá aðalsetur ísl. stúdenta, hvað kaffistaði snerti, en þar var líka „stamknejpe14 fremstu manna Sósíalistaflokksins, svo sem Borgbjergs og Þorvaldar Staun- ings, svo og leikaranna og leikritaihöf- undsnna frá Nörrebros Teater, t.d. Frederiks Jensens og Antons Melbyes, sem gat sér það fraegðarorð að vera alltaf súr á svipinn, þó hann væri tal- inn mesti húmoristi Dana „ved siden af Storm Petersen.“ Nú mun lesándanum þykja ég vera kominn býsna langt frá efninu, og um leið og ég afsaka útúrdúrinn vík ég í skyndi frá „La Reine“ á ann- an stað, á sama horninu og „B.T.-Centr- aler.“ en næstu hæð fyrir ofan. Þar hafði áður verið fræg næturknæpa, sem hét „Maxim“ á „parisiensku“ en Ber- lingske heimtaði að henni yrði útrýmt og í staðinn kæmi „respektabelt" kaffi- hús. Þetta var gert og nýja stofnunin hét „Café Regina". Svo að nafnamun- urini' var eiginlega ekki mikill, þó ég fiytli um set frá „La Reine“ til „Reg- ina“. Þarna var troðfullt af gestum, og engum þjóni nema dönskum hefði ver- ið fært að ho-la manni þarna niður. Við vorum þrír saman, Vilhjálmur Finsen, danskur flugvélasali frá París, sem hét Xavier de Plane og var giftur frægri prímaballerínu í Höfn, sem hét Ellen Price du Plane, og undirrtaður. Xavier ætlaði að selja Dönum flugvélar frá franskri smiðju, en tókst ekki. Fin- sen og ég höfðum hitzt niðri á „B.T.- C.“ og þar kom Xavier, sem þekkti Fin- sen, og trúði honum fyrir því, að hann hefði komið þarna inn til þess að at- huga gengið á hlutabréfum 31eriot- smiðjanna. „Ljúgðu nú ekki of miklu 1 einu“, sagði Finsen og klappaði á öxl- ina á honum, „við skulum heldur koma upp á loft og fá okkur sæti.“ Þegar við vorum nýsetztir, kvað við hornakliðu.r frá Ráðhústorginu. Það voru hersveitir frá Jótlandi, 'sem voru að marsjera yíir Ráðhústorgið, áleiðis til Nýbúða og Grönningen, skammt frá „Kastalanum“ við LönguKnu. Það var ekki nema eðlilegt að skapið vaknaði í ölium góðum Dönum, er þeir sáu józku fylkingamar ganga inn á Strik- ið. En út yfir tók þó, þegar ein fylk- ingir; korp og einn viðstaddur hrópaði: „Þarna kemur sundurskotni fáninn frá Dybböl! Við drepum Þjóðverjana, ef þeir koma hingað aftur. Vi skal slás!“ Og svo heimtuðu þeir að hljómsveitar- st.jórinn léki „Kong Christian“ o.s. Framhald á bls. Í2 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 27. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.