Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 10
SIGGI SIXPENSARI 1) Það er dálítið gott á sjónvarpinu í kvöld, elskan! 2) Þér get- ur ekki verið alvara! — 3) Ha! Dáldið gott á sjónvarpinu! Það hefur ekki verið neitt gott þar í lan .... 4) Nei, sko. Henui v a r alvara! Saga The Fassion of Peter Abélard. Margaret Trouncer. Heinemann 1965. 25/—. Þetta er skemmtueg bók, höf- undurinn lifir sig inn í þa iöngu Jiðnu tíma og gefur ágæta mynd af ástríðuhita og harmi þessara löngu liðnu persóna. Pétur Abél- ard skólaspekingur var uppi-frá 1079 til 1142, hann er einn af stofnendum háskólans í París. Aðalrit hans er „Sic et Non ‘, sam safn úr ritum kirkjufeðranna, og „Historia calamitatum". sem er nokkurs konar ævisaga. Ást Abélards og Heloise birtist í bréf- um þeirra, sem eru talin til fræg- ustu verka bókmenntasögunnar. Ömurleg örlög ollu því, að þau hlutu að skilja. Abélard gerðist munkur um tíma í St. Denis, en tók aftur að prédika og kenna, Heloise gerðist nunna og varð síð- ar abbadís. Örlög þeirra hafa ork- að mjög á skáld oc listamenn, en saga þeirra verður alltaf fegurst skráð í bréfunum. Kenningar Abélards voru litnar hornauga af ýmsum kirkjunnar mönnum á sín- um tíma, og sumar þeirra dæmdar villukenningar fyrir tilstuðlan þess blessaða Bernharðs frá Clair vaux Sámtliche Werke. Eduard Mörike. Herausgegeben von Herbert G. Göpfert. 3 Aufl. Carl Hanser Ver- lag Milnchen 1964. DM 26.—. Mörike fæddist 1804 og lézt í Stuttgart 1875. Hann las guð- fræði og var skamman tíma starf- andi sóknarprestur, stundaði kennslu og blaðamennsku. Hann var enginn hamingjumaður í einkalífi sínu, og með aldrinum einangraði hann sig meir og meir írá öðru fólki. Hann er eitt ljóð- rænasta þýzka skáldið, varð bæði fyrir áhrifum frá Goethe og ró- kókótímunum og rómantíkinni, Áhrifa fornskáldanna gætir einn- ig í skáldskap hans, og ýmislegt í ljóðum hans minnir á þjóðkvæð- in. Hann tengir á vissan hátt Goethe og skáldskap síðari hluta 19. aldar. Frægustu rit hans í óbundnu máli eru „Mozart auf der Reise nach Piag“, frá 1856 og „Maler Nolten". sem er til í tveim gerðum, sú fyrri frá 1832, og önnur gerðin gefin út 1887-88, ófullgerð. Hann samdi frásögur og ævintýri og þýddi nokkuð latneska og grfska höfunda. Carl Hanser útgáfan hefur und- anfarið gefið út heildarverk ýmissa þýzkra klassíkera 1 smekklegum og vönduðum út- gáfum. Útgefandinn hefur borið saman texta þeirra útgáfa, sem höfundur sá sjálfur um, og að öðru leggur hann til grundvallar vönduðustu útgáfur að þcssari heildarútgáfu Mörikes Auk þess hefur forlagið gefið út teikning- ar skáldsins. Georg Brítting ritar eftirmála. Athugagreinar og reg- istur fylgja. Alls er bókin 1511 blaðsíður. The Early Cliristian Church. J. G. Davies. History of Religion. Weidenfeld and Nicolson 1965. 50/—. Það eru nú komin út sex bindi í þessum bókaflokki um „Hist- ory of Religion", þar á meðal er saga norrænna trúarbragða „Myth and Religion of the North“. eftir Turville-Petre. Þetta rit fjallar um upphaf kristninnar, hefst með sögu Krists og nær fram á fimmtu öld. Kirkjusagan er mjög mikill þáttur heimssög- unnar. Þetta er saga hinnar stríðandi kirkju, höfundurinn er prófessor í guðfræði við háskól- ann í Birmingham og er höfund- ur margra bóka um frumkristn- ina og ýmis guðfræðileg við- fangsefni. Saga kristni og kirkju er margslungin og mjög yfir- gripsmikil. Saga kristninnar verður ekki sögð án tengsla við þjóðfélagslega, efnahagslega og pólitíska sögu þeirra tíma, þegar þessi trúarbrögð taka að grafa um sig. Höfundur fer þá leið, að skipta bókinni í kafla eftir tíma- bilum og skiptir hverjum kafla í þætti, þar sem hann ræðir um- hverfið. heimildir um viðburð- ina, trúarþréunina og þjóð- félagsástand. Fyrsti hluti bók- arinnar er inngangur og yfirlits- kafli, en hinir kaflarnir skiptast í framanskrifaða þætti. Uppruni kristninnar er og hefur verið deiluefni og verður það líklega framvegis, höfundur ber hér fram sínar skoðanir og styður þær þcim heimiidum, sem hann veit sannastar. Heimildir hans eru Biblían, kirkjufeðurnir og sagnfræðingarnir frá þessum tíma auk fjölda annarra og nýrri rita. Þetta rit er öðrum þræði veraldarsaga og lista og bók- menntasaga. því að þegar kemur fram á aldir, verður einkum myndlistin í mjög nánum tengsl- um við kirkjuna, miðaldalistin er fyrst og fremst kirkjulist. Bókin er ætluð bæði fræðimönnum og leikmönnum, ýtarlegar heimildar- slcrár fylgja svo og bókaskrá og efnisyfirlit. Tólf myndasíður fylgja bókinni. Það hafa komið út tvö bindi í þessu ritsafni um kristnina, það eru „Eastern Christendom" eftir N. Zernov og „Anglicanism in History and Today“, eftir J. W. C. Wand. Þetta rilsafn verður að öllum lík- indum eitt megin safnið um þessi efni á ensku, ásamt Pelican kirkjusögunni sem er að koma út. Kirkjusaga Fliches og Martins er skrifuð frá kaþólskum sjónar- miðum, og hafa til þessa komið út 18 bindi, hún er gefin út á frönsku. Það er ýtarlegasta kirkju sagan sem nú er á markaðnum. Vísindi Pcnguin Science Survcy 1965 A and B. Edited by Arthur Garratt, S.A. Barnett and Anne McLaren. I-II. Penguin Books 1965. 15/— Þessi bindi fjalla um nýjungar í vísindum. Fyrra bindið fjallar um efnisheiminn og tækni í iðn- aði og fjarskiptum. Síðara bindið um manninn og þær greinar vís- inda sem beita má til rannsókna á vissum hlutum eiginda hans. Þetta eru einkar fróðlegar bæk- ur. Höfundarnir eru sérfræðingar hver í sinni grein og nöfn þeirra eiga að vera trygging fyrir vönd- ugleika greinanna sem þeir rita. Myndir fylgja varðandi efnið og tuttugu og þrjár myndasíður, einnig fylgja heimildaskrár. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR EFTIR síðari stórstyrjöld rituðu ýmsir menn í Evrópu bækur um náttúruréttinn. Nokkrar af niðurstöðum þeim, er menn komust að, voru dregnar saman í verki, sem ber heitið: „Die triumphale Wiederkehr des Naturrechtes". Þetta má þýða á vort mál: Sigursæl endui-koma náttúruréttarins. Á ráðstefnu, sem hér var haldin með fræðimönnum erlendum sl. sumar, var einnig nokkuð að þessu vikið, enda er hér um að ræða merk- an menningararf. Á fyrsta ári í háskóla geta stúdentar í meginatriðum lært hvað náttúruréttur er, hafi þeir ekki lært það áður. Fyrstu drög að náttúrurétti er að finna í mjög fornum hugsjónaheim- ildum mannkynsins. í fornöld voru náttúruréttar-hugmyndir einna ljósast fram settar hjá Stóuspekingum. — En á vorum tímum hefir verið lögð megináherzla á hinn svonefnda „pósi- tiva“ eða sögulega rétt, sem breytist með tíðum og tímum. Rétturinn er þá einkum fólginn í lögum og reglum, sem lög- gjafar, stjórnendur og dómstólar setja og þjóðfélögin geta síðan fellt úr gildi að eigin geðþótta þegar löggjöfunum finnst það við eiga. Þannig gerð lög eru auðvitað nauðsynleg þegar þjóðfélög breytast ört og mannlifið færist inn á ný svið. Lög um flugmál verða nauðsynleg þegar flugvélar koma til sög- unnar. Skattalögum er stöðugt verið að breyta, eins og kunn- úgt er. Breyta mætti einnig lögum um áfengi og meðferð skotvopna, og mörg önnur dæmi mætti nefna. „Gagnstætt þessu er náttúruréttur almennur og skilyrðis- laus, hann er eilífur og óumbreytanlegur, af því að hann grund- vallast á skynseminni (LOGOS). Á síðari tímum hefir náttúru- rétturinn verið hugsjón, sem borið hefir aðrar hugsjónir, t.d. í hugsun Ludvig Holbergs; hann liggur einnig til grundvailar „Mannréttindayfirlýsingu" Sameinuðu þjóðanna". (E. Skard: Filosofien i Oldtiden, bls. 120). Með þessum fáu orðum gerir mætur fræðimaður grein fyrir hugtakinu eins og það var þegar í Stóuspekinni. í kennslu er þetta útfært mikiu nánar, raktar eru hugsjónaiegar línur og hliðstæður, einnig í fornmenntum Kínverja og síðast, en ekki sízt, verður að ræða þær mörgu spurningar, sem hljóta að myndast í hugum manna í sambandi við svo veigamikil frumatriði menningarinnar. Margir hugsuðir benda á náið samband á milli náttúruréttar og kenningar ísraelsmanna og kristni um lögmál Guðs. Guð setur lögmál því, sem hann hefir skapað, bæði manninum og öðru í náttúrunni, og þess vegna fylgja mannlífinu ákveðin lögmál, sem ber að virða til þess að lífið leysist ekki upp í bar- áttu allra gegn öllum. Spyrja má hvort það skipti máli hvort til sé einhver stofn af eilífu, óumbreytanlegu lögmáli, sem öllum ber að hlýða (nomos, fýsis), eða einungis breytileg lög, sem menn setja að eigin geðþótta og breyta að eigin óskum (tesis). Þessi spurning knúði á eftir síðari styrjöld, þótt tilefnin hafi oft verið ærin áður. Er til nokkur glæpur gegn mannkyninu ef ekki er til lög- mál (nomos), sem tekur til mannkynsins alls? Sé ekkert slíkt lögmál til, þá er ekki hægt „með neinum rétti“ öðrum en eigin geðþótta að ásaka harðstjóra, Hitler, Stalín, Timur Lenk og marga þeirra líka, fyrir rangláta mannmeðferð. Það var m.a. út frá kringumstæðunum eftir síðari stórstyrjöld, að menn tóku náttúruréttinn til nýrrar athugunar. Það voru ekki sízt kaþólsk- ir og reformertir hugsuðir, guðfræðingar og aðrir, sem hér voru að verki. Erfiðleikar eru margir í sambandi við hugsun og umræður um þessi mál. M.a. spurningin um hvernig náttúruréttur sé þekkjanlegur, en því svöruðu Stóuspekingar að skynsemin kæmi því til vegar að allir menn gætu skilið hann, þar eð þessi réttur væri í samræmi við manneðlið. Þá er nafnið einkenni- legt í vorum eyrum og a.n.l. misvísandi, því ekki var talið að þessi réttur hefði gildi í náttúrunni utan mannheimsins. Sam- hiiða hugtak var humanitas, mennska, mannúð og betra heiti væri mannúðarréttur, enda köllum vér ávexti hans almenn mannréttindi nú á dögum. Spurning er einnig hversu túlka beri náttúruréttinn, þar eð vitað er að hann hefir oft verið rangtúlkaður. Og síðast, en ekki sizt: Að hvaða marki stefn- ir hann? 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.