Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 12
 • UK <W mom WIMKOnAfc T<IKN: HAHUT^MSSW HðRR svarar-.si/A sm secir 'i völuspx: W M/ELTl CflNCLERI: HVflT H/IFÐISK H/INW »-DR AT EN HlMlNN OK JÖRÐ VÆRI CJÖR ?. W SVMRflR H)RRR: (4l V/IR HANN HEÐ H.R'iMÞWRSUM. CANQLERl aIÆLT/: //VflT VAR VPRHflF EÐfl HVERSU HÖFSK. ÍM HVflTVflR'AÐR? VlR V4S flLDfl ; þflT. ES EKKI VflS, VflSfl SfíNDRNESÆR N'E SVALAR UNNIR; JÖRÐ FflNNSK EICI NE UPPHIMINN, CflP VflS GINNUNCfl, EN QRflS EKKI. • P/l M£LTí JfíFNH'ARR: FVM VflR ÞflT MÖRCUM ÖLDUM £N :,J'ÓRD VflR SKÓPUD, ER NlFLHE/MR VflR CJÖRR. OK'l HON- UM MIÐ4UM LICCR SRU0R (BRVNNUR') SÁ, ER HVER«ELM /R HEITIR. 0K PflDflN flF FALLA ÞÆR'fíR. ER SVA HEITfí: 1 SVÖL, COlJNÞR'A, FJÖRM, F/A18ULÞUL, Sl'i&R , OK HRl£>t SYL<iR OK VLflR, V'lO.LEIPTR) CJÖLL £R NÆSf HELCRINDUM. Tvær athugasemdir I Lesbók Morgunblaðsins 14. marz 8.1. hefur Sveinbjörn Beinteinsson tekið *ér fyrir hendur að miðla lesendum fróð- leik um séra Gunnar Pálsson í Hjarðar- holti (1714—1791). Við þá ritsmíð vill undirritaður gjarnan koma eftirtöldum athugasemdum á framfæri; 1) Vísan „ístrumagar er mér sagt“ líkist kveðskap Gunnars og skrifuð aft- an við nokkur kvæði hans í handriti því, *em Sveinbjörn hlýtur að hafa notað (JS 496, 8vo). Þótt vísan sé þannig trú- lc-ga eftir Gunnar, brestur heimild til að eigna honum hana afdráttarlaust, eins og Sveinbjörn gerir. Hér er og þriðja vísu- orðið rangfært: „útaf því a'ð meiri magt“ á að vera „hræddir um að meiri magt“. 2) Sveinbjörn segir, að Gunnar hafi verið áhugamaður um „alla“ málfræði (hvernig svo sem á nú að skilja það) og hafi skrifað „eitthvað" um þau efni. Réttara væri að segja, að hann hefði skrifað mikið um málfræði. 3) Þá segir Sveinbjörn að Gunnar sé sennilega höfundur vísunnar alkunnu, „Hani, krununi, hundur, svín“. Að vísu er Gunnari (ranglega) eignuð vísan í Barnagulli séra Bjarna Arngrímssonar, en Grunnavíkur-Jón, sem gerst mátti um vita, eignar hana Páli Vídalín. Gísli Konráðsson telur fyrri hlutann eftir Pál, en síðara hlutann eftir Jón sýslumann Sigurðsson í Dölum. Sjálfur eignar Gunn ar Jóni Steinssyni Bergmann vísuna. Það hefði Sveinbjörn getað séð með því að fietta stafrófskveri Gunnars, en hann nefnir það einmitt þarna á undan og segir, að þurfi að ljósprenta það. 4) Vísan „Kvað er nú um kvalinn þmn“ er í sama handriti og fyrri visan og tekin úr smákvæði um málvillur (og hefði mátt geta um það). Þetta mun óhætt að eigna Gunnari, svo mjög sver það sig í ætina. En hér er einnig rangt með farið: I öðru visuorði á að vera „ekki“ fyrir „eigi“, og þriðja vísuorð, „Hvelskapaður er hvalur minn“, á að vera „en hvelskapaður hvalur minn“ (í handritinu stendur „hvels skapaður"). 5) Það er rangt, að Gunnar hafi dáið að Stað á Reykjanesi (sú villa er í ís- lenzkum æviskrám). Hann andaðist á Reykhólum 2. október 1791. Gimrxar Sveinsson. I Prestaævum þeim, eftir Oscar Clausen, sem birzt hafa í Lesbókinni að undanförnu, getur séra Stefáns Þor- leifssonar á Presthólum. Þar getur þeirr- ar þjóðsögu, að séra Stefán hafi átt að jarðsyngja Eirík Einarsson prests á Skinnastað, Nikulássonar, er nefndur var Einar galdrameistari. Átti Eiríkur þessi að hafa verið misendismaður eftir þjóð- sögunni og er séra Stefán átti að fara að kasta rekunum á kistuna gaus upp fyrir hans sjónum blár logi og hrökk prestur frá og bað að moka ofan í gröf- iná og sagði að hann, Eiríkur, væri kom- inn til helvítis. Þetta er ein af þeim þjóð- sögum, sem varla er meinlaus og að- eirxs níðsaga, ótrúleg og stenzt ekki sann- leikans ljós um nefndan Eirík. Fimm voru þeir synir Einars prests Nikulás- sonar, er dó 1699, og konu hans, Þor- bjargar Jónsdóttur prests á Skinnastöð- um, Þorvaldssonar. Allir eru þeir tald- ir í manntalinu 1703 nema Eiríkur og hefur verið talið að þá hafi hann verið dáinn, hafi búið í Skógum í Axarfirði og drukknaði í Kýl þar í landinu. Þetta ex þó kannski athugavert. Elztur af börn- um séra Einars er Jón, þá orðinn prest- ur á Skinnastað, 48 ára, ókvæntur þá, en varð tvíkvæntur og ættsæll. Býr hann með ráðskonu, systur sinni, Kristrúnu, 36 ára. Næst er Runólfur, bóndi í Hafra- fellstungu, 41 árs, er einnig býr með systur sinni, Þórdísi, 47 ára. Þar er þá einnig Þórarinn, 33 ára, og ennfremur Guðrún, 43 ára. Á Arnarstöðum í Núpa- sveit er svo Þorvaldur, 32 ára, og Helga, 34 ára, eflaust eitt barnanna. Hafi nú svo einkennilega viljað til, að Eiríkur sé enn á lífi 1703, en hafi fallið út úr manntali það ár, þá er það víst, að hann hefur verið með eldri börnum séra Einars, því Eiríkur sonur hans er 19 ára 1703, og hvort sem hann er lifandi eða dauður 1703, er það víst, að séra Stefán Þorleifsson jarðsyngur hann ekki eftir 1743, að hann kom í Presthóla, þá 23 ára gamall. f „Ættum Austfirðinga" stendur svo um Eirík Einaxsson frá Skinnastað nr. 2696: „.... bjó í Skógum í Axarfirði, átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur, voru þau ekki saman fullt ár, þá drukknaði hann í Kýl hjá Skógum. Þ. b. Eiríkur f. um 1684.“ Þetta virðist ekki hægt að rengja. Þó leiðist maður til að athuga það sem eftir fer. í manntalinu 1703 eru á Arnarstöð- um í Núpasveit Eiríkur Eiríksson bóndi, 19 ára, Ólöf Eiríksdóttir húsfreyja, 28 ára, Pétur Eiríksson barn, 25 vikna. Hér hefur það verið álitið að kominn væri Eiríkur sonur Eiríks í Skógum, en und- arlegt er það og algert einsdæmi að 19 ára maður sé kvæntur og eigi misser- is gamalt barn. Samt hafa menn þetta fyrir satt og þessi Pétur varð síðan prestur á Hofi í Vopnafirði og kallaði sig Arnsteð. Nú kemur jarðabókin 1712. Þá býr á Brekku í Núpasevit Eiríkur Einarsson en Eiríkur Eiríksson hefur bú á hálfum Ásmundarstöðum, en býr í Sveinungsvík. Hann var mikill fyrir sér og ýmsir af hans afkomendum. Dóttir hans hét Guðrún, sem alla ævi bjó ógift á Oddsstöðum á Sléttu og hafði eignazt þá jörð, því hún var ætíð bóndaeign og átti hana Jón Vigfússon í Lögmanns- hlíð 1712. Hún arfleiddi séra Einar á Sauðanesi Árnason að allri eign sinni og þess vegna bjó Hálfdán sonur hans þar, sjálfseignarbóndi, faðir Þórarins á Bakka (Ketilbjarnar á Knerri). Sagan mundi frekar geta átt við um Eirík Eiríksson og Guðrúnu dóttur hans. En þessi Eirík- ur á Brekku kemur þarna eins og skoll- inn úr sauðarleggnum og af þvi að ég veit það, að mönnum hefur dottið það í hug, að um Eirík frá Skinnastað sé þar að ræða, þá hef ég tekið þetta sam- an til leiðréttingar prestasögunni og bendi um leið á það, að Eiríkur á Brekku getur verið Eii-íkur, sem er á Ingjalds- stöðum í Kelduhverfi 1703, 22 ára, með móður sinni, Freygerði Ólafsdóttur, 58 ára. Og ef Eiríkur sem Pál „drap“ er Einarsson, gæti verið um hann að ræða, en aldeilis ekki um Eirik frá Skinnastað. Athuga má þó enn, að er séra Stefán kemur í Presthóla 1743, eru báðir þessir Eiríkar um og yfir 60 ára aldur, og sé um annan hvorn þeirra að ræða, hefur atburðurinn verið gamall þá, en Stefán ungur þegar hann sá í helvíti, og er sagan eflaust marklaust mannníð. Benedikt Gislason frá HofteigL 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 31. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.