Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 12
Moctezuma minntist þess nú, að á und- anförnum árum höfðu undarlegir hlutir gerat í ríki hans. Flóð hafði komið í vatnið, sem höfuðborgin var reist á. Hús höfðu sökkið. Guðshús höfðu brunnið. Teikn höfðu sézt á himni. í austri hafði sézt skær, þríhyrnd stjarna dögum sam- an. Moctezuma var einvaldur í stærra ríki en nokkur forfeðra hans. Her hans var ósigrandi. Þegnar hans elskuðu hann. Góðæri og snjöll stjórn hafði gert lífs- hagi landsmanna betri en áður. En nú spáðu vitrir menn falli Aztek ríkisins. Þunglyndi herjaði á hinn vitra konung. Hann fann á sér, að stórtíðindi voru í aðsigi. En hann gat ekki gert sér grein fyrir því, hvernig þau myndi bera að, eða hvaðan. Kæmu þau kannske úr austri? Var Quetzalcoatl að koma á ný? 2. A föstudaginn langa (21. apríl) árið 1519 lagði að landi þar sem nú heit- ir Veracruz hópur spánskra hermanna undir stjórn Hernando Cortés, hertshöfð- ingja, landkönnuðar, stjórnmálamanns, r-æðusnillings, menntamanns — kristina frá kaþólskum Spáni — sannkallaður „conquistador", landtvinningamaður í þess orðs fyllstu merkingu. Cortés var rauðskeggjaður, sterkur sem fíll líkam- lega, og óbugandi andlega. Hann var sendur af Velázques, landsstjóra ó Kúbu, til að kanna ströndina, og verzla við íbúana, h-var sem því varð við komið. í her hans voru 555 manns og 16 hest- ar. Hann hafði tíu skip fyrir landi. Hóp- urinn bjó um sig á sendinni ströndinni og beið átekta. Innan skamms komu upp veikindi meðal mannanna, Malaría ásótti flesta og drap 30 manns. Skorkvikindin ærðu menn. Vatnið var ódrekkandi. Brátt vildu allir fara — annað hvort sigla á haf út, eða freista gæfunnar lengra inn í landinu. Á meðan bárust fregnir til eyrna Moctezuma um undarlegar mannverur á ströndinni. Hann leitaði á náðir guða sinna um vizku. Var þetta Quetzalcoatl ásamt mönnum sínum? Eða voru þetta mannverur, komnar til að kollsteypa veldi hans? En þar sem guðirnir vörðust allra svara, ákvað Moctezuma að múta þessum ókunnu gestum á brott. Hann sendi til strandar hlaðnar lestir af dýr- indis gjöfum ásamt nokkrum mælskustu mönnum í ríkinu, sem höfðu það hlut- verk að fá gestina til að hypja sig á brott. Tungumái 'hefðu getað orðið viðskipt- um Aztekana og Cortés Þrándur í Götu, en eins og alltaf, var heppnin með Oortés. Hann hafði í föruneyti sínu und- urfagra ambátt, Malindhe, sem hann hafði þegið að gjöf frá Tabaska höfð- ingja á íyrri leiðangri sínum. Hún sté nú fram, og sneri máli Aztekanna fyrir Cortés. Þeir lögðu fram gjafir sínar: gull, L Þetta gerðist í Mexíkó. Hann var •Skírður Ce Acatl Topitzin: Okkar prins fæddur á Ce Acatl. Þetta var árið 947. Ungur drengur þótti hann svo vitur, að prestarnir, kennarar hans, gáfu honum heitið Quetzalcoatl, dýrlingurinn. Dýrl- ingurinn varð kóngur. Og hann stýrði þegnum sínum af vizku og réttlæti. Stríð voru ekki lengur háð, stríðsmenn rækt- uðu baunir betri en áður höfðu þekkzt; bændur greru korn í alla vega litum. Þetta voru góðir tímar í Mexíkó — þang- að til spegillinn var fundinn upp. Eitt kvöld komu tveir prestar í heimsókn til dýrlingsins. Það var dimmt í íbúð hins heilaga manns, og í myrkrinu laumuðu þeir inn speglinum. Síðan var kyndlaður eldur og Quetzlcoatl sá sjálf- an sig í fyrsta sinn. Hann skelfdist: — Ó, — ef þegnar mínir sjá mig, munu þeir hlaupast á brott! Samguðir hans, prestarnir tveir, mál- uðu hann því með rauðri málningu, skreyttu hann fjöðrum og hjákátlegu pragti. Síðan buðu þeir honum lostæta rétti gerða úr korni, baunum og tóm- Ötum. Einnig réttu þeir honum mjöð með hunangi — sá var áfengur. Heilagi maðurinn vildi ekki vínið, treysti ekki áhrifum þess. Þó fór svo að lokum, að hann drap fjórum fingrum í mjöðinn að áeggjan félaganna. Brátt upphóf hann söng og drykkju, og til að bæta gráu ofan á svart, kom þar nektardansmær undurfögur og dansaði fyrir framan dýrlinginn. Morguninn eftir vaknaði Quetzalooatl seint. Drykkjufélagar hans voru horfnir, en við hlið hans svaf mær- in, sem dansað hafði kvöldið áður. Hann hafði drukkið frá sér vitið og brotið skírlífiseið sinn. í örvæntingu ráfaði hann til Choula, þar sem hann bjó í sjálfdæmdri útlegð í 20 ár. Síðan fór hann til strandarinnar, ásamt fjórum lærisveinum, sem hann miðlaði af allri vizku sinni. Að því loknu lagði hann á haf út á fleka, sem hann hafði sjálfur gert úr snákum og fjöðrum. Lærisveinar hans stóðu grátandi á ströndinni þegar jaýrlingurinn, aldinn að árum, ýtti frá landi. Síðustu orð hans voru orð spá- mannsins: — Einhvern tíma eftir aldir og ár kem ég aftur frá landi sólarupprásarinnar. Hann hvarf í austur. Árið 1502, fimm öldum síðar, kom í hásæti í riki Azteka í Mexíkó 22 ára gamall konungssonur, Moctezuma Xoc- oyotzin 2. Hann var íturvaxinn ungur maður, hafði numið speki af vörum æðstu presta landsins, og hann var ljós- ari á hörund en aðrir landsmenn. Hann var skeggjaður, og tinnusvart hárið lið- aðist niður á axlirnar. Þrátt fyrir litla líkamlega rækt í æsku, reyndist hann snjall hershöfðingi og mikill landvinn- ingamaður. Það var eitt sinn, er hann var við landamæri ríkis síns að undirbúa innrás í annað ríki, að sendiboðar komu t’il hans og sögðu: — Mikli herra. Vér höfum séð undar- leg skip fyrir landi. Moctezuma flýtti sér til höfuðborgar- innar til að leita skýringar stjörnufræð- inganna. Árið var 1518. Þeir sögðu hon- um, að samkvæmt túnatalinu væri sú stund að nálgast, sem myndi færa þeim aftur Quetzalcoatl, dýrlinginn mikla, eins og hann hafði lofað. Hann mundi koma í marz á næsta ári. silfur og gimsteina og dýrindis klæði. Spánverj arnir trúðu varla sínum eigin augum. Fyrir framan þá lágu öll þau auðævi, sem þá hafði dreym/t um. Mexikó var þá, þrátt fyrir allt, auðugt land. Það var því, að Cortés sagði, eftir að hann hafði heyrt boðskap sendknann- anna, að hann gæti alls ekki yfirgefið Mexíkó fyrr en hann hefði kynnzt hin- um mikla einveldi í TenochtitJán (höf- uðborg Aztek ríkisins, þar sem nú stend- ur höfuðborg Mexíkó, Mexíkóborg). Sendiboðar Moctezuma mótmæltu þessu harðlega, en þegar Cortez skellti skolla- eyr-um við ræðu þeirra, fóru þeir í fússi, en gáfu iþó í skyn, áð herir Moctezuma en gáfu þó í skyn, að herir Moctezuma þeirn mörg verk önnur erfiðari. Nú kom upp óró meðal manna Oortés. Margir vildu snúa til hóglífisins á stór- býlum Kúbu. Það var þá, að Cortés lét sökkva öllum Skipum sínum utan einu, sem hann sendi til Spánar með sendi- boða til að fá leyfi kóngs að hertaka Mexíkó og gera að nýlendu Spánar. Þá var Karl 5. konungur á Spáni. Bernal Díaz hét einn heimanna Cort- ésar. Hann skrifaði bók um hernám Mexíkó, sem löngu fræg er orðin. í bók- inni segist honum svo frá ræðu Cortés, þá er skipin voru öll sokkin utan hið eina, sem til Spánar fór: „Með hjálp guðis oikkar Jesú Krists verðum við að sigra í öllum orustum og skærum — því ef við verðum nokkurs staðar bornir ofurliði — guð vilji að svo verði ekki — þá getum við ekki her- væðzt á ný, svo fáliðaðir erum við, og gætum hvorki vænzt hjálpar né aðstoð- ar, annarrar en þeirrar, sem kemur frá guði, því við höfum ekki lengur skip okkar til að bera okkur til Kúbu; þvl verðum við að treysta á góð sverð ökkar og hraust hjörtu". Jlá, hraust voru þeirra hjörtu. 3. Þeir háðu fyrstu stórorustu sína á móti Tlaxcölum, sem áttu ríki sitt í f jöll- unum ekki fjærri ströndinni. Tlaxcalar höfðu aldrei verið sigraðir af Aztekum, og þótti Moctezuma það mjög miður. ytmm"ní1,,rr U. ÞEGAR QUETZALCOATL SNERI AFTUR = 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 24. desemtoer 1*966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.