Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 19
g \ Ifl rg . 14 fchrvaf' ISS4 ir og oftít er, r voru \ iom&. avtio. við að það sé lítið gagn í því að þykjast fullkanna helli með því að hálfkanna hann. „Annað hvort allt eða ekkert", eegir hann, og að endingu tekst honum að sannfæra okkur. í>að tekur stuttan tíma að kanna af- hellinn, sem er vart nema 40-50 metrar að lengd. í honum er fátt merkilegt að sjá, nema hvað Örn finnur þar inn í hellinum miðjum snjáðan og tóman Camelpakka og bréf utan af amerísku tyggigúmíi. Ómenningin hefur meira að Begja náð að troða sér inn í yztu útskot wndirheima íslands. Við skreiðumst til baka eftir hrjúfum hraunbotninum með áþekkum óhug og Bextíumenningarnir, þegar Keflavíkur- ejónvarpinu var hleypt af stokkunum. Innan skamms erum við aftur staddir á Bama stað og áður en við lögðum upp til ®ð kanna afhellinn. Þar er áð, hver Ikveikir sér í sígarettu, og ég rissa af- hellinn upp í snarheitum í blokkina tnína, ásamt ýmsum öðrum athugasemd- um um hvelfinguna. Það er slökkt á öllum luktunum nema einni til þess að Epara battaríin, og umhverfið verður enn kuldalegra og draugalegra. Allir þegja þar til Guðmundur segir: „DjöfuU hefði ég gaman að vita hvort þessi hellisfjandi endar einhvers stað- ar?“ „Nú, erum við ekki einmitt staddir liérna þess vegna?“, svarar örn þurr- lega. „Jú, ég sagði bara svona“, segir Gúð- mundur afsakandi og bætir svo við dreymandi á svip: „Annars óska ég þess beitast, að við finnum holu upp úr hon- »tm einhvers staðar náilægt Skíðaskálan- ta þess að fá kaffi“. „Ég er klár á einu“, segir Snorri,“ að við erum ekki þeir fyrstu, sem komum hingað inn“, og lyftir upp pappírsrusli orðum sínum til frekari áherzlu. „Við erum nú ekki komnir nema á að gizka 200 metra inn í hellinn," svara ég, „og ekki ólíklegt að einhverjir hafi villzt svo langt inn í hellinn — einhvern tíma.“ Svo verður löng, löng þögn. Svo segir Guðmundur um leið og hann kremur logandi sígarettustufbbinn með fætin- um: „En ofsalega myndi mér bregða, ef það kæmi nú einhver þarna út úr myrkr inu“. „Líttu við, Guðmundur minn“, svarar Snorri með svo heimspekilegri ró, að það fer hrollur um okkur alla. Svo lítum við við sem einn maður — við sjáum glitta í ljós, sem kemur út úr myrkrinu í aðalhellinum, og einhver okkar hvísl- ar: „Djöfullinn, maður“. V ið höldum niðri í okkur andanum og bíðum átekta. Svo sjáum við glitta í mannverur — tvær lágvaxnar mann- verur, sem feta sig varlega í áttina til okkar eftir stórgrýtinu. Og þegar þær koma enn nær sjáum við að þetta eru tveir drengir — ósköp mannlegir og hversdagslegir strákar í kringum ferm- ingu. Þeir virða okkur fyrir sér af sömu forvitni og við virðum þá fyrir okkur. Sérstaklega virðist hjálmurinn hans Guðmundar vekja eftirtekt þeirra. Guð- mundur á í miklum vandræðum, þar sem hann reynir að fela haglabyssuna fyrir þeim. Það yrði erfitt að útskýra lilgang hennar í ferðinni — ekki erum X4. deaemnber 1906 við á rjúpnaskyttirii í iðrum jarðar. Þeir verða fyrri til að fá máhð. „Góðan dag“. „Góðan dag“, muldrum við á móti, enda þótt mér þyki nærtækara að segja góða kvöldið þarna í myrkrinu. „Fóruð þið langt inn“. spyr Guð- mundur. „Nei, við komumst ekki alveg inn“, svarar annar, og horfir grunsemdaraug- um á snærisspottann, sem Örn heldur á. „Það bilaði vasaljósið hjá honum“, bætir hann við og bendir á félaga sinn, „svo við urðum að snúa við“. „Nú, vitið þið hvar hellirinn endar“, spyr Guðmundur aftur furðulostinn. „Við erum hérna með kort af honum". svarar stráksi og dregur snjáðan papp- irssnepil upp úr vasa sínum. „Kort af honum??!!!“ hrópum við upp yfir okkur, og mér verður litið á krotið í blokkinni minni. „Já“, svarar strákur undrandi á furðu og vantrúnaðarsvipnum í andliti okkar, „ég fann það í einhverri bók, sem ég man ekki hvað heitir“. Við erum orðlausir, rýnum bara í kortið — það minnist enginn á frum- könnun og mælingar lengur. Þarna er að finna ýmsar gagnmerkar upplýsing- ar um hellinn. Hann er rúmir 800 metr- ár að lengd, skiptist innst inni í þrjár smærri greinar, á einum staðnum er að finna storknaðan hraunfoss, á öðrum ekki neitt, og á þriðja eitthvað sem kallast Trölladagstofa. Mælingin sem kortið er sniðið eftir er gerð 1954 — bara 12 árum á undan okkur — lengdin mæld með f jarlægðarmæli. Vitað hefur verið um hellinn um örófir alda, og þess getið að menntaskólanemar hafi fyrst gert almennilega mælingu á hellinum fyrir 1030, minnir mig að hafi staðið, þá með venjulegum bandspotta, eins og við notum, en hvergi er minnst á hermanna- hjálm í þvi sambandL Draumur okkar um að verða frægir og fá að skrifa í Náttúrufræðinginn er því þurrkaður út á augabragði. Jt egar við höfum fengið nægju okkar af þeim fróðleik, sem kortið hef- ur að geyma, kveðjum við strákana með virktum og þakklætL Við losum okkur nú að mestu við alla pinkla, hagla- byssan er skilin eftir og sömuleiðis snærisspottinn. Hröðum við nú ferð okkar mjög og innan skamras erum við staddir við hraunfossinn, sem kortið hafði greint frá. Er þar um að ræða á- kaflega merkilegt fyrirbæri og hefur einhver prófessor H. Munger, sá hinn sami og gerði kortið, kallað fossinn „furðuverk“. Þykir mér það fullsterkt til orða tekið, en þó getur verið að feg- urðarskynjun okkar hafi eitthvað verið miður sín vegna hinna válegu atburða, sem áður gerðust. Því næst leggjum við leið okkar i Tröllabaðstofuna, og þykir mér hún ó- neitanlega nokkru merkilegri en foss- inn. Þar er hvelfing nokkur, en í henni •miðri súla frá lofti til gólfs. Væri alls ekki svo galið hjá Ferðafélagi íslands að efna þar einhvern tíma til jólaballs, því vel má hengja alls kyns jólapoka og annað glingur á súluna, þannig að úr verði fyrirmyndar jólatré, og dansa þar síðan í kringum. Er við höfum skoðað nægju okkar af þessum furðuverkum, hröðum við leið okkar áleiðis til dagsbirtunnar. Ekki er- um við þó komnir út úr baðstofunni, er við rekumst á „plakat“ eitt, þar sem á er ritað að hér hafi ferðaklúbbur Starfs- manna Osta og smjörsölunnar, eða eitt- hvað því um líkt, snætt hádegisverð anno hitt og þetta. Er þetta aðeins til þess að árétta enn frekar fyrir okkur, að við séum alls ekki þeir fyratu, sem könkumst á við hellisbúann. Eftir um hálflíma göngu erum við svo aftur staddir út í dagsbirtunni, og hef- ur mér aldrei fundizt sólin skína eins faUega og þá, né skýin lóna eins tígu- lega yfir Bláfjöllum. Og allt er gott, þegar endirinn er beztur, því að hellis- förin opinberaði fyrir okkur, hve und- ursamlegt er að lifa og hrærast hér ofanjarðar, og vildi ég ekki skipta á því hlutskipti við álfinn, sem lifir í hólnum þótt ég fengi töfrasprotann hans í hönd. En einhver staðar í miðjum Raufar- hólshelli liggur 25 metra snærishönk, og fúnar einmana innan um nakta steina, sem tákn um góðan vilja og fallega meiningu. Þó er þetta snæri kannski ríkasta táknið fyrir almenna vanþekkingu á ýmsum merkum stöðum, sem liggja svo að segja alveg við bæjar- mörkin, og mættu góðir menn þar úr bæta. ÁKALL Gefðu mér eitt blóm rós a£ lífi þínu, gefðu mér einn dropa \ dögg i af munni þínum í gefðu mér i eina sól i birtu | augna þinna i i gefðu mér eitt saltkorn orð af vörum þínum gefðu mér 1 einn draum 1 ímynd 1 ástar þinnar gefðu mér eina ósk frið frá hjarta þínu gefðu mér einkum eitt vizku veraldar þinnar. Steinar Lúðvíksson. ■lesbök; morgunblaðsins 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.