Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 4
w w V ið lifum á mestu umbyltinga- tímum, sem sögur fara af. Framfarir í vísindum og listum eru svo hraðar, að sérfræðingar hafa varla við að fylgjast með nýjungunum, hvaö þá alþýða manna. Ekki hafa listirnar heldur farið varhluta af þessum umbyltingum atóm- aldar. Gömlum hefðum hefur miskunn- arlaust verið varpað fyrir borð og næst- um taumlaust frelsi og formleysi tekið upp í staðinn. Gagnvart venjulegu ólærðu fólki blasir myndin af þessu við eitthvað á þessa leið: Nú þykir ekki lengur fínt að yrkja ljóð samkvæmt fornri hefð íslenzkri og bragfræðin lát- in lönd og leið. í verkum tónskálda má nú ekki lengur finnast falleg laglína, það þykir hlægilegt; og myndlistarmenn forðast eins og heitan eldinn að láta það, sem þeir skapa, líkjast nokkru því, sem þekkja mætti, hvað ætti að tákna. í leiklist hefur raunsæisstefnu verið hafnað. Ytri rammi leiksins verður æ einfaldari og með táknrænum hætti. „Átta kúlur í skáp“, súrrealistiskur skúlptúr eftir Pol Bury. Sýnt í Lefevre Gallery, New York. Jafnframt hverfur hrynjandi samtalsins einnig frá orðaskiptum daglegs lífs og aUt til óskiljanlegs afkáraskapar. Verð- iu: æ erfiðara fyrir leikstjóra og leikara að skilja, hvað vakir fyrir höfundum. Stundum útskýra þeir það að vísu með sinum hætti, en aðrir neita með öllu að gefa nokkrar upplýsingar um, hvað fyrir þeim vakir. Stundum finnst manni betra, að öllum útskýringum væri sleppt, því þær eru iðulega jafnóskiljan- legar og það, sem þeim er ætlað að út- skýra. Eins og vænta mátti hafa vanabundn- ir menn brugðizt mjög illa við öllum þessum breytingum og fordæmt þær með öllu. Er þeim að vísu nokkur vorkunn, því þessar nýju stefnur hafa vissulega ýmsa annmarka í för með sér. Horizontal Composition heitir þessi tré- skúlptúr og er eftir Willi Soukop. En áður en lengra er haldið út f þá sálma, má benda á það, að einhvers konar þróun í listum hefur alltaf átt sér stað og hlýtur ævinlega að gera það. Sönn list hlýtur alltaf að vera barn síns tima og einmitt það á sinn mikla þátt í gildi hennar. Þess vegna er það, að listaverk fornaldar eru svo merkar heimildir um menningu þess tímabils, sem þau eru sköpuð á. E f fallizt er á þetta sjónarmið, liggur í augum uppi, hve rangt það hlýtur að vera að skapa listaverk á atómöld eftir fyrirmynd fyrri alda, sem voru bókstaflega allt annar heimur en við nú lifum í. Þessi öld, sem við lif- um á og engri annarri öld kunnrar mannkynssögu er lík, hlýtur því að leiða til sköpunar listaverka, sem eru jafn- ólík listaverkum fyrri alda og tímabilin eru ólík. Það er því hinn mesti misskilningur að hneykslast á breyttum listformum. Þetta kemur fram í þeirri stefnu til dæmis í byggingarlist að reisa í dag byggingar í eldgömlum stíltegundum. Það jafngildir því í rauninni að afneita því að þróun eigi sér stað og að við lifum á gjörbreyttum tímum. Eru dæmi þessa misskilnings á samtímanum allt- of mörg hér á landi. En það er víðar en hér maðkur á mysunni. Ég minnist þess til dæmis, hve undrandi ég varð, þegar ég kom til Bandaríkjanna 1952 og sá, að virðuleg- ustu háskólar landsins voru í bygging- um, sem voru nákvæm eftirlíking klaust urbygginganna, se‘m hýsa hin frægu menntasetur í Oxford og Cambridge. Háskólabyggingarnar í Englandi eru gamlar og hrein afkvæmi forns tíma- bils í byggingarlist. En að byggja ná- kvæmar stælingar af þeim á tuttugustu öld, þar sem jafnvel reynt er að ná litaráferð þessara gömlu veðruðu bygg- inga, er grátbrosleg viðkvæmni og hrapallegur misskilningur; og enn furðu legri, þegar þess er gætt, að þetta ger- ist hjá þjóð, sem með byggingum stærstu borga sinna hefur sýnt ótrú- lega snilld í nýtízku byggingarlist. Enda er þar nú með öllu horfið frá þessum úreltu sjónarmiðum. fi iðurstaðan af þessum vangavelt- um verður því sú, að eðlilegt sé að horf- ast í augu við róttækar breytingar í formi lista í dag. Hitt má svo ræða skynsamlega og geðshræringalaust, hvernig þessi bylting takist í einstökum tilfellum. Það liggur í augum uppi, að byltingar, hvers eðlis sem þær eru, hafa ævinlega í för með sér óheppi- legar aukaverkanir. Á byltingatimum skapast á tímabili ringulreið og taum- laust frelsi, sem jafnt leysir úr læð- ingi varhugaverð, neikvæð öfl og hin, sem jákvæð mega teljast og nauðsynleg. Þetta getur hver maður gengið úr skugga um með þvi að skyggnast f söguna. Við erum nú stödd á slíku tíma- bili í listbyltingu nútimans. Sá, sem vill því reyna að greina hafrana frá sauðunum, verður að gæta ýtrustu var- úðar og sína gætni. Hið ótamda form- frelsi í nútímalistum hefur komið mörg- um gagnrýnandanum í vanda. Þannig Framhald á bls. 6 Almenningur getur venjulega séð, hvort leikaramir leika vel eða illa, en ver gengur að átta sig á því, hvort leikritið sjálft sé gott eða tóm della. Hér er sviðsmynd úr Theatre of Cruelty í London. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14 maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.