Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 5
Guðjón Alberfsson: Hann er lítill og grannur, þessi farandsali, og augun í honum eins og í feimirtni stúlku; og þegar fólk skellir á nefið á honum, verður hann svo hnugginn á svipinn, að maður heldur hann muni fara að gráta. Samt fer hann ekki að gráta. Hann bara lokar töskunni sinni, haegt og rólega, eins og ekkert hafi í skorizt, tekur ofan hattinn og beygir sig í hnjáliðunum um leið og hann segir kurteislega: Þakka yður fyrir. Samt leyna sér ekki vonbrigðin í lágu röddinni hans; hún skelfur ofur- lítið og er ofurlítið kiökk eins og hon- um hafi verið neitað um viðvik. Þakka yður fyrir, segir hann, og það er tóma- hljóð í rödd hans, sem hrærir til með- eumkunar, svo að maður hugsar: Af þessum manni verð ég að kaupa mat. Samt kaupir maður ekkert af honum næst; og maður kaupir ekkert af hon- um þarnæst. En hann er alltaf samur við sig, litli farandsalinn: Þakka yður fyrir, segir hann, þó að maður kaupi ekkert, og rödd hans skelfur og hann fátar við hattbarðið, þegar hann tekur ofan í kveðjuskyni. Ég kenni talsvert í brjósti um þenn- an litla mann; reyndar kennum við öll í brjósti um hann. Öll tekur okkur sárt til vonbrigða hans; og öll heitum við því að kaupa af honum næst. Samt kaupum við mjög sjaldan af honum. Helzt kaupum við af honum fyrir stór- hátíðir og eftir að við höfum fengið útborgað á föstudögum, því að þá liggur vel á okkur og við getum ekki fengið af okkur að hryggja þennan litla en þolinmóða mann. ar að veit enginn hvaðan hann kemur né hvert hann fer: Er það ekki undarlegt eftir öll þessi ár? Öll þau ár sem við höfum séð hann skunda hér um göturnar frá einu húsi til annars. Við vitrán það eitt að hann borðar á litla matsölustaðnum þar sem okkar hverfi endar en hitt tekur við. Þar kaupir hann næringarríkar en iburð- arlitlar máltíðir; sumir segja fátækleg- ar. Við höfum séð hann þar og vitum því, að hann snæðir þar kvölds og morguns og drekkur þar líka kaffið sitt, með brauðsneiðunum, um miðjan daginn. Hann er mjög hændur að þessum matsölustað, og gestirnir kannast lang- flestir við hann. Það má alltaf heyra hvenær hann er á ferðinni; það er enginn sem gengur jafnhljóðlega um. Hann lokar hurðinni varfærnislega, þurrkar hávaðalaust af skónum sínum og gengur síðan gegnum endilangan salinn alla leið að litla borðinu við stigaganginn upp á næstu hæð; þaðan sem hann sér alla en aðeins fáir sjá hann. Þarna fær hann sér sæti, kemur sér notalega fýrir og lítur þvínæst Myndskreyting: Diter Rot nokkrum sinnum í kringum sig áður en hann pantar sér eitthvað, eins og til að ganga úr skugga um hvort nokkrir hafi bætzt í hóp gestanna frá því hann var hér síðast. Sjái hann ný andlit hleypir hann í brýnnar og ekur sér í herð- unum, eins og þetta sé hans staður oig hér geti hann ekki liðið ný andlit. Hann hefur fallega borðsiði og stangar aldrei úr tönnum sér eða þurrkar sér um munninn á handarbökunum svo að aðrir sjái; slíkt kann hann að gera í einrúmi en ekki opinberlega. Hann matast með settlegum en jafnframt dálítið sérlegum tilburðum sem gætu verið tillærðir af bókum. Hann heldur um hníf- inn og gafifalinn smáum, snyrtilegum höndum sem eru skapaðar til að halda hníf og gaffli. Hnífnum heldur hann ávallt mjög langt frá sér; það er ávani hans og kann að vekja undrun ókunnugra. Það er eins og honum standi hálf- vegis stuggur af hnífnum, en kannski eru þetta aðeins ein af skrítilegheitum hans. Hendur hans hljóta að vekja eftirtekt allra. Ég hef aldrei séð jafnsmáar og nettar karlmannshendur. Þær eru hvítar og vellagaðar og kunna vel við sig í námunda við mat. Þær eru hvítar og fagrar með löngum, mjóum og listamannslegum fingrum sem eru eins og fingur á dýrlingi; eins og fingurnir á unnustu minni. Ég vildi ég hefði sjálfur slíkar hendur í stað þessara lura- legu, digru hramma. Hann er hægur og rólegur og augun í honum eins og hann vilji ekki vera fyrir neinum. Það er sífelld afsökunarbeiðni í augum hans og hann tekur ofan fyrir öllum sem hann þekkir eða hefur einhverntíma selt eittihvað: Gott kvöld — góðan dag — er ekki mikill hitinn í dag — en sú blessuð blíða. Síðan er hann þotinn með tösku sína ábúðarmikla í sniðinu eins og töskur farandsala eiga að vera; og maður sér í bak honum fyrir næsta horn. Hann er traustur og staðfastur og áreiðanlega hægt að trúa honum fyrir leyndarmálum sínum: Hann mun sko engu fleipra! Sjálfur á hann kannski einhver leyndarmál og þó held ég hann sé of samvizkusamur og grandvar og gætinn til að eiga leyndarmál. Ég er viss um hann leitast við að haga hugs- unum sinum í samræmi við óskir fólks- ins og á því engin leyndarmál, en fer snemma að hátta á kvöldin og snemma á fætur á morgnana og þrammar síðan um í von þess að geta selt einhverjar af sínum illseljanlegu vörum. Hann á ekkert óhreint í poka- horninu og er heiðarlegur og sanngjarn í viðskiptum. Hann er bara sá dæma- laus rati að telja um fyrir fólki og fá það til að kaupa. Auk þess eru vörurn- ar, sem hann selur, óvandaðar og ósjá- legar; það er hægt að fá miklu betri vörur í búðunum. Við höfum oft sagt honum það; og við höfum oft spurt hvort hann geti ekki fengið betri vörur svo við getum keypt þær af honum þvi það viljum við gjaman. En hann hrist- ir bara stóra, kringluleita höfuðið og brosir afsakandi um leið og hann hálf- vegis flýr ofan tröppurnar, eins og hann vilji hverfa sem skjótast: Þakka yður fyrir. Hann er lítill og grannur, þessi far- andsali, og augun í honum eins og augu í feiminni stúlku; og þegar menn skella á hann hurðum og vilja ekki líta á vörurnar, sem hann býður þeim, verður hann svo hnugginn á svipinn, að maður heldur hann muni fara að gráta. Hann bara lokar töskunni sinni, hægt og rólega, eins og ekkert hafi í skorizt, tekur ofan hattinn og beygir sig ofurlítið í hnjáliðunum: Þakka yður fyrir. Kannski langar hann til að segja eitthvað fleira. Hann bara kveður og hypjar sig brott og maður sér hann skjótast niður tröppurnar manns og upp tröppur nágrannans: Gott kvöld —■ er húsbóndinn við? Okkur fellur öllum mjög vel við hann, og við getum ekki hugsað okkur indælli mann. Hans verður áreiðanlega saknað þegar hann hættir að bjóða vörur sín- ar til kaups en snýr sér að einhverri annarri iðju. Flestir halda að það muni hann gera fyrr en síðar; en ég fyrir mitt leyti held að það verði aldreL Honum finnst beinlinis skylda sín að halda þessu áfram þó að fólk skelli á hann hurðum og viljí ekki líta á vör- urnar sem hann býður því til kaups. Ég kenni talsvert í brjósti um þennan litla mann, reyndar kennum við öll í brjósti um hann. Öll tekur okkur sárt til vonbrigða hans og heitum því að kaupa at honum nœst. 14. maí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.