Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 1
,/Mér v/rð/s/ oð tómleikinn, mannlegur innri tóm- leiki, sé einn aðalþátturinn í öllu því vandasama ástandi, sem vér búum v/ð, en yfirgangurinn, ofbeldishyggjan, eru aðrir og miklu alvarlegri drœttir í ásjónu samtíðarinnar og fala óhugnan- legu máli um tómleika, sem vill fyllast láta". og uppeldið sem til þess þarf CREIN EFTIR AACE NÖRFELDT U ppeldi til að verða mann- eskja! Það umræðuefni gerir efcki litlar kröfur. Og það verður að Begja strax: Um það er ekki hægt að segja neitt, sem hefir altækt gildi. Maður þarf aðeins að hugleiða bæði aðalorðin: Uppeldi — manneskja mjög lauslega til að gera sér Ijóst, að ég hefi á réttu að standa í þeirri staðhæfingu minni. Uppeldi er mótunaraðgerð í þeim ttilgangi að leiða einstaklinginn inn í ákveðna veröld hugtaka og hugs- ana og hjálpa honum að tileinka sér ákveðnar reglur fyrir hegðun sinni, í stulttu máli: gefa honum tiltekna afstöðu til lífsins. En hvaða hugtök og hugsanir, hvaða reglur um hegðun á uppeldið að leiða hann inn í? Það er vandamálið og á því vandamáli er engin altæk lausn. j Uppeldi er, með öðrum orðum, sá verknaður að „ala upp“ til al- veg ákveðinna markmiða, sem eru fyrirfram fastákveðin. En svo er aftur spum: Ut frá hvaða sjónar- miðum á að fastákveða þessi mark- mið? Þar er vandinn. \ I Ef maður ætti að geta sagt eitthvað almennt um að „ala upp“, þá yrði að gera ráð fyrir því, að allir væru sam- mála um hvað er „upp“ og hvað er „niður“, með öðrum orðum, hvað er illt og gott, rangt og rétt, lygi og sann- leikur eða hvað maður gæt'i annars upp talið af þesskonar andstæðum hlutföll- um. En svo sem kunnugt er, þá er það ekki mögulegt. Það hefir ávallt verið og mun ávallt verða mikið ósamkomu- lag milli manna, þegar um er að ræða mat á siðrænum og hegðunarlegum frumreglum. Vér vitum öll, að slíkt mat er að minnsta kosti mjög breyti- legt, og oft eru sveiflurnar ofsálegar , frá einni menningargerð til annarrar I og frá einu tímas'keiði til annars. Hug- 1 myndir manna hér um eru t. d. gjörólík- ; ar í Indiandi og i Vestur-Evrópu. Einnig hugsa menn allt öðru vísi innan menn- ingar í nútímanum en menn hugsuðu t. d. á tíma píetismans. E n jafnvel innan sömu menning- argerðar og á sama tímaskeiði er gild- ismat manna ekki eins. Þótt ég haldi mig eingöngu að litlum andapolli Dan- merkur og þeim tíma, sem nú er, get ég slegið því föstu að bilið milli manna í gildismati þeirra á menningu, siðferði og breytni er mjög breitt. Það liggur nærri, að skólamaður nefni sem dæmi umræðurnar um kynlífsfræðslu fyrir börn og unglinga. Það eru rauðglóandi andstæður í mati manna á þessu máli. í annarri fyikingunni standa ákveðnir „frjálslyndispostular" með kröfu sína um fullkomið niðurrif á öllum hömlum og tabúhugmyndum, með þar af leið- amdi opinskárri og víðtækri fræðslu stálpaðra barna í hagnýtingu getnaðar- varna og álíka víðtækum aðgangi til lögmætra fóstureyðinga. í hinni fylk- ingunni eru hópar manna, sem and- mæla ákaft þessari frjálshyggju, sem þeir telja niðurbrjótandi fyrir persónu- leika manna; oft eru þeir ákveðnir trú- menn, Hvorir hafia rétt fyrir sér? Hver á að skera úr hvað rétt sé? Með öðr- um orðum: Hvað veit „upp“ og hvað „niður“? í hvora áttina á ég að „ala upp“? Eða vér getum athugað menningar- umræðurnar. Hvað er list og hvað er „skrök" í listinni? Þér vitið eins vel og ég, að um þetta eru meiningar manna bæði margar og ólíkar. Flettið dagblaðinu og athugið dálkinn „Orðið frjálst", „Lesendur skrifa“, „Bréf til ritstjórnarinnar" — eða hvað þeir nú annars nefnast, þessir dálkar, þar sem lesendur mega segja allt, sem þeim býr í brjösti. Þér fáið strax ljósa mynd af þessu breiða bili — eða glundroðan- um í öllum þessum frumskógi meininga um hvað „upp“ veit og hvað „niður“. Einn ber lof á eitthvað, af því að það eflir lífið; annar fyrirdæmir það á þeirri forsendu að það sé fjandsamlegt lífinu. M anneskja — annað meginorðið í umræðuefni mínu, er jafn fjölbreyti- legt hvað túlkunarmöguleika snertir og orðið uppeldi. Hvað er manneskja? Hver er meiningin með tilveru hennar? Hvernig ættum við, þér eða ég, að geta veitt nokkurn veginn einrætt svar við því? Hér er það, sem heimspek- ingar, átrúnaðarhöfundar, stjórnfræð- ingar og margir aðrir um allan heim og á öllum tímum hafa gert sér tug- þúsundir meininga um og sett fram í tugþúsundum rita. Manneskjuskoðun- in, — eða ef menn heldur kjósa, láfs- skoðunin, er jafn fjölbreytileg frá þjóð til þjóðar og frá einu skeiði menningar til annars sem hugmyndirnar um upp- eldið. Annars eru skoðanir á manneskj- unni og hugsjónir uppeldisins reyndar tvær hliðar á sama máli. Um 14 ára skeið hefi ég reynt að kenna tilvonandi kennurum uppeldisfræði, þar á meðal sögu uppeldisfræðinnar og þær breyti- legu hugsjónakenningar, sem búið hafa að baki þeim breytilegu markmiðum, sem menn hafa ætlað uppeldinu að stefna að. Þessa kennslu byrjaði ég jafnan með því að láta nemendur horf- ast í augu við það, sem ég hefi nefnt stafróf — ABC — uppeldissins. Hvað A snertir, á ég við þann punkt, sem uppeldið gengur út frá, það er ein- mitt sú skoðun á manneskjunni, sem ákvarðar uppeldið. Með B á ég við markmið uppeldisins og með C þau meðöl, sem velja ber til að ná alla leið frá upphafspunktinum í mark. Það er ómögulegt að neita samheng- inu milli þessara þátta, og mikilvægi þess, að gengið sé út frá réttum stað, get ég bezt útskýrt með samanburði við starf læknisins. Það á sér líka sinn útgöngustað, mark og meðöl. Sá staður, sem læknirinn gengur út frá, er mat 'hans á sjúklingum og því sjúkdómstilfelli, sem fyrir liggur. Þetta nefnum vér sjúkdómsgreiningu. Mark- miðið er fastákveðið fyrirfram. Það verðum vér aumir sjúklingar að minnsta kosti að vona: Fuilkomin lækning hins sjúka. Það getur hver maður skilið af sjálfsdáðum, að sé sjúkdómsgreiningin röng, eru allar líkur fyrir því að lækn- irinn velji óviðeigandi meðöl og nái þess vegna ekki því marki, sem hann setti sér. Meðöl eru, eins og menn vita, mörg: Pillur, lyf, nudd, upp- skurður, megrun eða fitun — það síð- astgreinda, því miður, aðeins sjaldan. Sé nú þetta yfirfært til uppeldis- starfsins, þá felst það í myndinni að fyirsta atriðið, skoðunin á manneskjunni, þarf umfram allt að vera rétt. Að öðrum kosti verður markið ranglega sett, og eins fer um val meðala. Einnig í þessu er um margt og ólíkt að velja: Lof eða last, refsingu eða fyrirgefningu, bann eða frelsi, rétt til að láta lifið springa út, eða skyldu til sjálfsafneitunar, og líka margt annað. Það þarf aðeins smávægilega sögulega innsýn til að geta séð, hve óMkt mark uppeldinu hefir verið sett í timanna rás út frá álika mismunandi mann- skilningi og lifsskoðun, og með gjör- andstæðum meðölum 'hefir verið að því stefnt. Ýmist var markmiðið löghlýðnir borgarar, með valdbeitingaruppeldi, eins og t. d. í Spörtu, út frá einræðiskenndri skoðun á lífi og manneskju, eða það var einstaklingurinn, hinn fagurgóði maður, svo sem í Aþenu, út frá tiltölu- lega lýðræðislegri skoðun á lífi og manneskju. Á síðari menningarskeiðum var markmiðið trúarlega mótað í ýms- um formum: Guðrækinn maður, mein- lætamaður, dýrlingur. Öll þessi til- brigði markmiðsins lifa áfram þann dag í dag. Þó ræður í nútímanum senni- lega mestu efnishyggjukennd og tækni- mótuð Mfsskoðun, en út frá henni verð- ur mark uppeldisins hagnýtur þjóðfé- lagsborgari, velslípuð skrúfa í sívaln- ingi, sem fellur vel inn í stóra þjóðfé- lagsvél og gegnir hlutverki sínu án þes3 að nokkur núningur verði. Hvernig væntið þér að ég, út frá þessum aragrúa af ólíkum og einatt algjörlega andstæðum ‘hugmyndum um manneskju og uppeldi, muni geta sagt eitthvað með almennu gildi, eitthvað hlutlægt rétt? Ómögulega! Þér verðið að lita á mínar hugmyndir um upp- eldi til að verða manneskja svo sem mínar hugmyndir, sem mitt eigið mat á málinu. Auðvitað trúi ég sjálfur á þær, en get aðeins lagt þær undir yðar rannsakandi mat, svo að þér meðtak- ið þær eða hafnið þeim, þó vonandi til gagnlegrar umþenkingar um leið. Sú fjölbreytni, svo ekki sé sagt sú óvissa um túlkun hugtaksins „uppeldi“ til að verða manneskja, sem ég hefi reynt að draga upp mynd af, vex vafa-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.