Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 2
„ÉG HEFI ÞÁ TRÚ AÐ FYRRI TÍÐA BINDING VIÐ GUÐ, ÞÓTT SÚ BINDING HAFI Á SUMUM TÍMUM EKKI VERIÐ SEM SKYLDI, HAFI VEITT MÖNNUM LÍFSFYLLINGU, INNIHALD, SEM MEINING VAR í. EN MEÐ ÞVÍ AÐ LEYSA UPP ÞESSAR BINDINGAR VIÐ GUÐ ERUM VÉR MANN- EvSKJUR TILNEYDDAR SÖKUM MANNLEGS EÐLIS VORS AÐ LÁTA FYLLA OSS AF EINHVERJU ÖÐRU, HVERJU SEM VFRA SKAL.“ laust enn að mun sökum allrar þeirrar tæknilegu byltingar, sem kjarna- og geimrannsóknir hafa dregið oss inn í. Sú góðkunna, venjulega heimsmynd er nú sundursprengd af alveg nýjum aðferðum í hugsun. Oss hefir bókstaf- lega verið þeytt út í endaleysu geims- ins, og vér ráðum ekki yfir neinum möguleika til að vita hvað upp veit og hvað niður. Vér erum í aðstöðu sjó- manna í náttmyrkri, úti á óigandi hafi, án áttavita, án Norðurstjörnu. Vér er- um menn, sem ekki höfum stefnt í neina átt. E g held að í grófum dráttum megi setja upp þrjár meginskoðanir á mann- eskju eða lífi, sem hafa myndað bak- svið hugmynda um uppeldi, a. m. k. síðastliðnar tvær aldir, þó meira eða minna saman blandaðar: Bölsýn, bjart- sýn og raunsæ skoðun á manneskjunni. Bölsýn mannlífsskoðun hefir verið sett fram og er stöðugt sett fram, bæði út frá trúarlegum og veraldlegum sjón- armiðum. Trúarlegt sjónarmið þekkj- um vér, t. d. frá tima píetismans á fyrri hluta 18. aldar, þegar menn héldu því fram að eðli manneskjunnar væri illt. Þess vegna átti að kúga það og undiroka. Markmiðið var undirokun náttúrunnar og meðölin refsing, þving- un, þjálfun í guðrækni. Samskonar bölhyggju þekkja menn á vorum timum, en út frá trúarvana sjón- armiðum, og vér könnumst vel við hana: Maðurinn er efnishrúga og annað ekki, undirlögð lögmálum eðlisfræði og efna- fræði, orsakafjötruð vera, tjóðruð í öll- um sínum athöfnum. Af efni er maður- inn kominn, og að efni skal hann aft- ur verða, þegar tími hans er úti. Þar um þarf ekki meira að ræða! Út frá þessum manneskjuskilningi verðum vér ekki bræður, heldur keppinautar, því það varðar hvern mann mestu að gera sér lífið sem Ijúfast þá stuttu stund sem hann á kost á því. Bjartsýn skoðun á manneskjunni fel- ur í sér trú á nálega takmarkalausa þró- unarmöguleika í manninum og honum til handa, trú á siðgæðishæfileika, sem talinn er búa í manneskjunni. Þessi mannlífsskoðun spratt upp fyrir tveim öldum í frönsku fræðslustefnunni. Einn merkisberi þeirrar stefnu var, eins og kunnugt er, J. J. Rousseau, sem gaf út fræga uppeldisfræðilega skáldsögu, „Emile“, árið 1763, en fyrstu línur hennar eru á þessa leið: „Allt er gott eins og það gengur fram af hendi Skaparans, en það verður slæmt undir höndum manna“. Hér hittum vér fyrir trúna á það góða mann- eðli, og árangurinn af þessari mann- eskjuskoðun hlýtur að verða gagnstæða píetismans; náttúran á að springa út í frelsi. Ef eitthvað skyldi sýna sig í fari manna, sem ekki er að öllu leyti ánægjulegt — og það er svo sem hugs- anlegt — sjáið t. d.eiginkonur vorar eða eiginmenn! — þá er þetta út af fyrir sig ekki neitt, sem býr í þeirri mann- eskju, sem um er að ræða, það er eitt- hvað, sem umhverfið á sök á, miljö, eins og menn segja með nútímaorðalagi. Það er heldur ekki manneskjan út af fyrir sig, sem sker úr um þróun sína, heldur þau lífskjör, sem menn búa þessari manneskju. Einnig getur mað- ur með rannsóknum á eðlis- og efna- fræðilegum lögmálum, sem skera úr um líkamleg lífskjör vor, komizt langt í velgengni og vellíðan. Vér höfum nú að mestu leyti unnið bug á berklum, lömunarveiki, barnaveiki og mörgum öðrum meinsemdum. Dánartala ný- fæddra er í nútímanum lítilræði í sam- anburði við það, sem var á dögum afa og ömmu. Við síðari enda ævinnar hef- ir aldurinn lengst verulega. Lungna- bólgan var fyrrum dánarorsök margra aldraðra, nú getum vér stoltir sigrað hana með penecillininu. Reyndar höfum vér ekki afnumið dauðann sjálfan, held- ur tafið fyrir honum. En hver veit? Að minnsta kosti ýtum vér til hliðar hugs- uninni um hann í vísindalegum áhuga vorum á lengingu lífsins. Með rannsóknum á lögmálum sál- fræði og samfélagsfræði reynum vér að finna leið til skynsamlegra sambúðar- forma, sem rúma oss öll, slípa hvern mann við annarra hæfi, fella oss inn í lýðræðislegt mynztur samfélagsins, þar sem þjóðkjörin ráð, framkvæmda- stjórnir og nefndir semja sín á milli um samkomulag í skilningi og umburðar- lyndi. M eð rannsókn á lögmálum nátt- úru og efnahags reynum vér að finna tæknilegan fullkomleika og þá skipt- ingu lífsgæðanna, sem gerir lifið þægi- legt, bæði um vinnuframlag og lifskjör. Sterklega tæknivætt velferðarsamfélag um víða jörð er það endanlega mark- mið. Vér þekkjum það í vorum heims- hluta og alla þá blessun, sem það veitir. Nú vantar oss aðeins Afríku, Indland og nokkur svæði önnur. En það lagast. í bjartsýnum mannskilningi felst þró- unartrú, sem er sérlega atorkusamt barna-barna-barna-barn feðranna frá upplýsingaröldinni. Ekki veit ég nema þér heyrið það á mér að ég aðhyllist hvorki þessa skoð- un á manneskjunni né trúi á blessun hennar. Það er af og frá að ég hugsi svo. Og eins og ég áður sagði, þá hvilir mannskilningur einstaklingsins, þegar öll kurl koma til grafar, á trú, það er fastheldni við eitthvað, sem ekki verður sannað. Og þess vegna hlýtur, eins og ég sagði líka áður, allt tal um uppeldi til að verða manneskja að vera mótað af huglægum viðhorfum. Ég skal ekki undan því skorast að koma sjálfur út úr myrkviðinum og kannast við mína eigin skoðun á mann- eskjunni, og þar með einnig uppeldis- hugsjónir mínar, sem ég tel vera af raunsærri gerð. Raunsæ skoðun á manneskjunni, hver er hún? Sjálfur tel ég að hana sé að finna, skýrast fram setta, í Róm- verjabréfinu hjá Páli. Hann var nú enginn skussi í heimi andans. Hann seg- ir á einum stað — og þótt furðulegt sé, þá eru þessi orð hans ein sú ritningar- grein, sem nálega hver maður kann, líka þeir sem ekki eru nákunnugir Biblíunni sinni eða eiga ef til vill enga Biblíu: Það góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en það illa, sem ég ekki vil, það gjöri ég. 'Hvers vegna þekkjum vér öll þessa ritningargrein? Af því að hún hitti oss fyrir þegar vér heyrðum hana fyrst, og beit sig fasta í minni voru og huga. Og hver og einn af oss sagði við sjálfan sig: „Svona er ég, átök milli tvenns konar afla, sem togast á í mér sjálfum". Prédikarinn er yfirleitt nefndur böl- sýnasti höfundur Biblíunnar, en hann hefir reyndar ekki verið alveg skiln- ingslaus á það, sem spaugilegt er. Mér finnst að hann sýni það með eftirfar- andi orðum, sem segja raunar það sama að ýmsu leyti og áðurgreind orð eftir Pál: Guð hefir skapað mennina eins og þeir eiga að vera, en þeir taka upp á svo mörgum furðulegum lilutum. Hugmyndin um tvöfeldnina í mann- legri náttúru, átökin sem ekki verður fram hjá gengið sem hluta af sjálfum lífsskilyrðum vorum, er sennilega fyrst að finna í fremsta hluta Biblíunnar, sköpunarsögunni í I. Mósebók. Hér segir meðal annars svo: Guð Drottinn skép manninn úr mold akurjarðar og innblés lífsanda sínum í nasir hans. Mold akurjarðar er allt það, sem bindur mig við þessa jörð og dregur mig að henni. Það er önnur hlið átak- anna í sjálfum mér. Lífsandi Guðs, sem innblásið var í nasir mínar, það er allt það, sem togar mig upp á við og burt frá sjálfum mér, inn í heim sem er eins og hann á að vera. Frá hvorugri hlið- inni á eðli mínu get ég hlaupizt burt. Að vera manneskja er að lifa í spennu- sviðinu milli þessara andstæðu skauta. Hangstæð manneskjuskoðun hlýt- ur að gefa rangstæðan árangur af upp- eldinu. Má ég leyfa mér að minna á það, sem ég áður sagði: sjúkdómsgreining læknisins sker úr um árangurinn af lækningaaðgerðum hans. Það er mín skoðun, að uppeldisfræðin í Evrópu um alllangt skeið, og að minnsta kosti alveg sérstaklega á þessari öld, hafi verið iðkuð út frá rangstæðu sjónar- miði, rangstæðum skoðunum á mann- eskju og lífi. Annars vegar líta menn augum bölhyggjunnar á lífið sem til- viljun, ranglæti, fjarstæðu. Hins vegar trúa menn, út frá bjartsýnni þróunar- hyggju sinni, að sigur verði unninn á ósamræmi og neyð lífsins, þrátt fyrir allt. T vo þætti vil ég benda á, sam að mínu áliti hafa orðið einkennandi af- leiðingar af þessu mati á manneskj- unni í uppeldisfræðinni. Annan þáttinn kýs ég að kalla tóm- lcika. Mér virðist að tómleikinn, mann- legur, innri tómleiki, sé einn aðalþátt- urinn í öllu því vandasama ástandi, sem vér búum við. En það er hluti af skiln- ingi mínum á manneskjunni, svo sem skapaðri veru Guðs, að ég trúi því ekki að manneskja geti haldizt tóm. Það er náttúra manneskjunnar að hún verður að vera fyllt af einhverju, aðeins ein- hverju. Það verður síðan ábyrgð þró- unar og uppeldis hvað þetta „eitthvað“ á að vera. Ég hefi þá trú, að fyrri tíða binding við Guð, þótt sú binding hafi á sum- um tímum ekki verið sem skyldi, hafi veitt mönnum lífsfyllingu, innihald, sem meining var í. En með því að leysa upp þessar bindingar við Guð, erum vér manneskjur tilneyddar, sökum mann- legs eðlis vors, að láta fylla oss af ein- hverju öðru, hverju sem vera skal. Út frá hugleiðingum minum um öll þessi vandamál — og þær eru ekki ný- tilkomnar — er upp runninn fyrir mér nýr skilningur á tali Nýja testamentis- ins um heldni. Vér heyrum, eins og kunnugt er, oft talað um fólk, sem hald- ið var af illum öndum, og að Jesús hefði mátt til að reka þá út. Guðfræðingar hafa brotið heilann og ritað um hvað þetta undarlega fyrirbæri hafi eigin- lega verið, sem þannig lýsti sér í lík- amlegum og sálariegum truflunum. Menn hafa getið sér til að hér hafi verið á ferð geðsjúkdómar eða krampa- kenndir sjúkdómar. En að því er ég veit hafa menn þó hafnað þeim skvr- ingum og komizt að þeirri niðurstöðu, að t'lveran feli í skauti sér svið fyrir baráttu góðra og illra anda eða máttar- valda, og að þessi barátta sýni sig greinilegar á sumum tímaskeiðum sög- unnar en öðrum, og að baráttan í sam- tið Jesú var þannig, að ekki var um að villast. A sambandi við eina af sögum Nýja testamentisins um útrekstur ills anda úr manni, segir Jesús: Þegar óhreinn andi er farinn út úr mannin- um, reikar hann um vatnslausa staði og leitar hvíldar. En þegar hann finnur hana ekki, segir hann: Ég vil hverfa aft- ur inn í hús mitt, sem ég fór útúr. Og þegar hann kemur, þá finnur hann það sópað og prýtt. Svo sækir hann sjö anda, sér verri, og þeir koma og taka sér bústað þar. Verður þá það síðara verra fyrir þann mann en það fyrra var. Það er mitt álit, að menningarþróun síðustu tveggja alda, og þar á meðal mótun uppeldisins, hafi framleitt „sóp- uð“, „prýdd“ og tóm hús, sem fylla þarf og vilja fyllast láta. Og það er aragrúi af „öndum“, þeir koma frá vatnslaus- um stöðum, þar sem þeir án árangurs hafa leitað sér hvíldar, og þeim leyfum vér að ryðjast inn í tómleika vorn. Múgflóttahyggjan (pop-eskapisminn), sem vér hittum fyrir í rómantík viku- blaðanna og öllum lystisemdaiðnaðin- um, í bezta lagi sem tindilfætta dægra- ivöl, er ef til vill fremur saklaus til- raun til að fyila út í tómið. En kann ekki að vera svo að sú mannlega út- þynning, sem þar með fylgir, sé hættu- leg? Bítlamóðursýkin er þó afmarkaðra heldni-fyrirbæri: Ofsakát eða dapurleg vitfirring! Vel veit ég að „frjálslyndis- postularnir“ eru þegar til reiðu að styðja vesalings æskulýðinn, þegar vér gamlir Jerónímusar kvörtum undan honum. Menn hafa tilbúnar tilvitnanir, allt frá Grikklandi fornaldar og Róma- boig, að nákvæmlega sams konar Jeró- nímusarkvein heyrðist þá líka. Og þar af leiðir: Ungt fólk í nútímanum er hvorki verra né betra en það ávallt hefir verið og mun verða og vér vorum, þegar vér vorum ungt fólk. Vér höfum aðeins gleymt því. Ekkert er nýtt undir sólunni. Mannveran er að því leyti stað- rænt fyrirbæri. Þótt skrítið sé, aðhyllast þeir sömu „frjálslyndispostular" yfirleitt þá þró- unarbjartsýni, sem ég hefi áður um rætt. í því sambandi gera þeir svo sann- arlega ekki ráð fyrir neinni staðrænni manneskju, þvert á móti. Menn gera ráð fyrir eintómri breytingu, — og ávallt til hins betra. Furðulegur skort- ur á rökrænni hugsun, virðist mér. V el man ég frá unglingsárum m'n- um, að við fundum upp á ýmsum skammarstrikum, bæði í klæðaburði, hátterni og siðum. Ég man vel, að heit- mey mín var klædd í kjól, sem var eins og poki með belti, sem sat langt fyrir neðan beltisstað, og hún gekk með hatt, sem var nánast eins og þerri'hjálmur hjá hárgreiðslukonu, svo maður varð bók- staflega að falla á kné til að sjá indæla andlitsdrætti hennar! Og auðvitað var þetta allt frábærilega fallegt! En ég hefi aldrei séð hana né neinn annan ganga um göturnar með „snuð“ í munn- inum, né orðið fyrir því að hún, sjálfur ég eða nokkur af jafnöldrum okkar gæfi tilefni til að aðrir vegfarendur stilltu sér upp til að skoða okkur, glán- andi, hristandi höfuðið eða glottandi, eins og nú á sér stað. Ég man ekki til þess að hafa þá séð, heyrt né upplifað múg-móðursýki, þar sem ungar stúlkur grétu og yfir þær leið í æðiskasti, sem þær eftir á höfðu enga hugmynd um, né að ungir menn, og reyndar stúlkur lika — í heldni sinni —• mölvuðu húsgögn fyrir stórfé. Það villt- asta, sem ég geymi í minni, voru böll- in í þorpinu. Þau voru ekki alltaf hljóð- látleg, en voru þó bara sem grínvísur í samanburði við þá lífstjáningu, sem vér getum orðið vitni að á vorum dög- um. Y firgangurinn, ofbeldishyggjan eru aðrir og miklu alvarlegri drættir í ásjónu samtíðarinnar, og tala óhugn- Framhald á bls. 14 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.