Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 12
Ný trú stiórnmcíl og siðir II. grein eítir Jóhann Hannesson, prófessor „Lesandinn er viresamlega beðinn að einbeita huga sínum að djúptækri trú- arlegri reynslu, sem var eins lítið mót- uð og mögulegt var af öðmrn vitundar- fonmum. Sérhverjum þeim, sem ekki getur þetta, sérhverjum þeim, sem ekki þekkir til neinna slíkra augnablika af eigin reynd, er ráðlegt að lesa ekki ler.gra, því . . . Þannig hefst þriðji kafli í heimsfrægri bók eftir Rudolph Otto, „Das Heilige“, hið heilaga. — Flestir nútímamenn, sem þekkja til of- angreindrar reynslu, kannast við hana úr tilbeiðslunni, en án tilbeiðslu verð- ur manneskjan utan gátta í veröld trúar og trúarbragða. Án innsýnar í hið heil- aga í vorri eigin trú, án samfélags með öðrum mönnum um hið heilaga, er hætt við að manneskjan verði grunnhygg- in um allt trúarlegt — og sömuleiðis iítt þróuð á sviði siðferðisins. Þá ristir heldur ekki djúpt sú þekking, er menn fá af bókum um framandi trúarbrögð. Menn beina þá augunum einna helzt að því þynnsta í annarlegum átrúnaðL Oft má sjá þess merki í erlendum viku- blöðum — og reyndar stundum í sunnu- dagsblöðum vorum — að mönnum er boðið upp á hið þynnsta, afkáraleg- asta og veigaminnsta, sem hægt er að finna. Stundum vantar blátt áfram heið- arlegar tilraunir til að kynna það djúpa samhengi, sem undir býr. Krafturinn í framandi trúarbrögðum — og í kristninni ekki síður — er ekki minni eftir síðara stórstríð en hann áð- ur var. Auk þess verða til ný trúar- brögð árlega. Sum eru sérvizkulegar tilraunir stofulærðra manna til að gera róð fyrir fáfræði, forvitni og reynsluleysi rótlausra manna í borgum nútímans. Ófáir eru eins konar uppvakn- ingar austrænnar speki — og ævagam- aiiar manndýrkunar, i mynd meist- ara, sem telja sig hafa meðtekið ný sannindi eða nýja opinberun. Margt af þessu hjaðnar aftur niður, og þess sér engan stað. En svo eru líka til ný trú- arbrögð, sem byggð eru upp kring um einhvern kjarna, sem öllum þorra manna er óskiljanlegur. Þau blómgast og vaxa og breiðast út. Þeir sem eru hnútum kunnugir, geta greint þau frá hinum, líkt og garðsrrkjumaður getur greint raunveruleg blóm frá gervi- blómum, eða gimsteinasali getur greint fallega slípað gler fró raunverulegum gimsteinum. Meðal nýtrúarbragða, sem ýmsum mönnum stendur stuggur af, er Sóka gakkai, sem vér höfum áður getið lít- illega. Menn spyrja hvort hér sé á ferð- inni andsvar Austurlanda við þeirri heiimshyggju, vantrú, marxisma, kapi- talisma og peningahyggju, sem Vestur- iönd — ásamt ýmsu góðu og nyt6Ömu — hafa hellt yfir Asíulöndin um tæpr- ar aldar skeið. Sumir svara þessu ját- andi. Vísindalegar aðferðir, sem nota verð- ur, eru í stórum dráttum hinar sömu sem algengar eru í venjulegum trúar- bragðavísindum. það er sögulegar, sál- fræðilegar, sóisiológiskar, fyrirbæra- fræðilegar o.s.frv. en sá kostur er þó hér á að þessi átrúnaður hefir orðið til á tíma núlifandi manna og meiri hluti meðlima þessa átrúnaðar er nú- lifandi fólk af yngri kynslóðinni. Gera þarf ljóst að almenn trúar- bragðavísindi eru allt annað en guð- fræði vorrar eigin kirkju, og má hér alls ekki blanda saman, ef menn vilja gæta málefr.aleika. Áknenn trúar- bragðavísindi eru ekki stunduð til að læra að þekkja Guð, heldux til að þekkja menn og mannkyn. í sögunni geymiist reynsla og tilfinn- ing margra kynslóða. Upp úr söguleg- um rannsóknum, endurtúlkunum og nýjum fundum meðal hins forna, vaxa stundum fram nýjar hreyfingar, gjör- ólíkar dægurþrasi og rígi, orðafflaumi og skvaldri líðandi stundar. Eiginleg saga trúarflokksins Sóka gakkai (Verðgildaskapandi samfélags) er ekki löng, og hefir þegar áður verið sögð í stórum dráttum. En hún er at- hyglisverð fyrir þá sök að jafnöðum og átrúnaðurinn vex, verða til ný stjórnmál, nýr flokkur, sem nýtur góðs af öllum nývinningum átrúnaðarins. Þetta verður ekki sagt um átrúnað al- mennt. Hið gangstæða á aftur á móti við um marxismann: Um leið og menn taka við ideologiu hans, falla þeir flest- ir frá trúnni, og eru þó nokkrar undan- tekningar, einkum í Afríku. Forsagan er ekki síðux athyglisverð en sagan. Forsögu Sóka gakkai er að finna í einni grein kínversks og japansks Búddhadóms, það er í sögu Tien-Tai skólans með Kínverjum og Nichiren- skólans með Japönum. Japanska heitið er dregið af nafni munksins Nichirens. En hann var uppi á 13. öld og vann sín afrek þá. Það var ein merkasta — og reyndar örlagarík- asta söguöld Japana — líkt og í vorri sögu — en með gjörólíkum árangri. Nichiren gekk ungur drengur í klaust ur. Þrjátíu og eins árs að aldri hafði hann fullmótað trúarlega og þjóðlega stefnuskrá sína, og flutti sinn boðskap a£ svo miklum eldmóði og harðneskju að hann var rekinn úr klaustri. í á- deilu sinni vítti hann hirðuleysi eldri flokka um hag alþýðumanna og föður- landsins. Stefnuskrá sína sendi hann æðsta ráðherra landsins og sagði sína meiningu um hvernig ætti „að stað- festa réttinn og gera landið öruggt.“ Um leið réðst hann af miklum móð gegn virðulegum og viðurkenndum deildum Búddhadómsins í landi sínu: „Flokkur Jódo er eilíft helvíti; Zen- búddhistar eru djöflar; Shingon dýrk- endur hrinda þjóðinni í glötun; flokks- menn Vinaya eru föðurlandss.vikarar.“ Þegar haf't er í huga að Nichiren fór þannig með ýmsar merkustu deildir í japönskum Búddhadórni að fornu og nýju, er auðskilið að framferði hans var ekki vænlegt til vinsælda, enda var hann bannfærður og hrakinr. stað úr stað, alls staðar illa sé&ur, nema meða.1 eigin lærisveina. Þeim kenndi hann hins vegar þann lærdóm sem Lót- us sútra flytur, þar á meðal frelsun einslakra mannssálna (öfugt við Forn- búd’dhadóm), og jafnframt samhug og innbyrðis kærleika iærisveinanna. Vildi Nichiren engin helgirit önnur viður- kenna en þetta eina. Þá eignaðist Nic- hiren ágætan lærisvein, Nikkó að nafni. Hann byggði hof við rætur Fusji fjalls og hélt saman lærisveinahópnum. Hof- ið ber heitið Taiseki—Ji, og er nú á dögum frægara en nokkru sinni, og hefir verið miðstöð Nichiren — skól- ans. Ekki leit vel út fyrir nýstofnuðum lærisveinahópi Nichirens á 13. öld, sök- um óvinsælda meistarans, unz skyndi- leg breyting varð. Nichiren mælti fram spádóm, að Kínverjar og Mongólíu- menn un.dir Kublai Khan keisara myndu ráðast gegn Japan, og hann hvatti þjóð sína að vera á verði. Spá Nichirens rættist svo sem frægt er orðið, en árásarfloti keisarans fórst nálega allur í fellibyl. Það er söguleg stað- reynd. En þjóðsagan segir að Nichiren hafi magnað þennan ægilega sfcorm, eða guðirnir hafi sent hann að bæn hans (Kamazuki) gegn óvinunum, og torlimt þeim, en frelsað Japan. Varð nú Nic- hiren hin mesta þjóðhetja, líkt og Sæ- mundur hjá oss, og meira þó, þvi að Nichiren hirti lítt um að bjarga sjólfum sér, heldur þjóðinni. Bæði sagan og sú staðreynd, að engin þjóð hefir sigrað Japana á eigin grund, utan Bandaríkja- menn ,hefir magnað mjög þjóðarstolt Japana. Sum frægustu listaverk þeirra túlka hetjudáðir Nichirens. Eitt sýnir mynd af munki á litlum bát í ólgandi sjó, þar sem munkur er ekki að kyrra, Iieldur að magna vind og sjó svo sem mest má verða — gegn óvinunum. Þessi munkur er Nichiren. Hann varð ein frægasta þjóðhetja Japana. Auk kenninga og kraftaverka gaf Nichiren lærisveinrim sínum dýrgrip mikinn, en það var tönn ein, sem losn- aði úr honum rúmlega fimmtugum. Hann kippti út tönninni, gaf lærisveini slnum Nikko og sagði: „Taktu við henni og notaðu hana til útbreiðslu trúar- innar til alls mannkynsins í framtíð- inni.“ Síðan eru liðnar rúmar sex ald- ir, og enn er tönnin til. Örlítið tann- hold fylgdi upphaflega með tönninni, og það dó ekki, heldur var í því llf og það tók að vaxa — og segir að það vaxi erm. Sú trú hefir myndazt, að þegar það þekur tönnina alla, eigi lærisveina- hópur Nichirens að hafa náð hátindi veldis síns. Tönn þessa og átrúnaðinn á henni hefir hinn ungi Soka gakkai átrúnaður tekið til sín. Svo segir í heimildum frá 1966, að þegar stór til- beiðsluhöll var vígð fyrir fimm árum, hafi tönnin verið sýnd hundrað þús- und manns. Lifði þá tannholdið, sögðu menn, og stafaði af því sams konar Ijóma og sjá má í perlum. Annars er tannarinnar gætt afar vandlega og hún ekki sýnd nema æðstu mönnum hreyf- ingarinnar (VL. 23/12 — 1966). Niehiren tókst að skapa nýjungar í Búddhadóminiun: Herskáan þjóðlegan átrúnað, mjög einfaldan að innri gerð, en vel skipaðan félagslega, átrúnað, sem lítur á sig svo sem hinn eina sanna. Og Soka gakkai varð til út frá rann- sóknum, sem kennarinn Machiguchi tók til við kringuim 1930, og vakti enga athygli ár>um saman. Rannsóknin sner- ist um rit Nichirens og stefnu. Það er einkum á síðasta áratug að útbreiðslan tók að líkjast eldi í sinu, og á siðustu þrem árum að hún tók að breiðast út um heiminn. Hræðsla stjórnmála- trú- arbragða og verkamannaleiðtoga við stefnuna er e.t.v. bezta sönnunin fyrir þvi að hún er ekki nafnið tómt. Hún er af mörgum ásökuð fyrir að vera hernaðansinnuð, áriásar.hneigð, eigin- gjörn og ofstækisfull. En inn á við er hún mild og hefir ýmsa kosti, sem einn átrúnað mega prýða. Áberandi er hve allir meðlimir liugsa hver um annan. Umhyggjan um aðra er þeirra höfuðdyggð. Markmiðið er að gera alla hamingjusama, sem trú taka. Þetta var einnig snar þáttur í frum kristni, sbr. orð Páls: Takið hvern ann- an að yður (Róm. 15,7 og hliðstæð orð). Þetta er þveröfugt við þann anda sam- keppni, sem ríkir á Vesturlöndum, og veldur yfirspennu, taugaveiklun og ó- gæfu margra. í venjulegum Búddha- dómi er samúðin yfirleitt afskiptalaus tilfinning (Hinn fullkomni elskar ekk- ert og hatar ekkert), og sama má finna í útþynntum kristindómi, sem hvorki boðar trú né gerir góð verk. Þar sem aftur á móti tilfinning bræðrahandsins er lifandi,. á þetta ekki við. Þessi ævaforna hugsun, um bræðra- band lærisiveinahópa, ryðst aftur fram í nýjum hamingjutrúarbrögð'um nútím- ans. En hún er rykfallin þar sem kristnin er s'lælega boðuð, eða þjóð'fé- lag er í upplausn. Til þess að hamingjustefnu,skráin komisl sem bezt í framkvæmd, er all- ur flokkurinn skipulagður svo að 15 fiölskyl'dur mynda eina sveit, sem stendur í nánu innra sambandi, svo að enginn skuli verða út undan. Að jafn- aði er talið í fjölskyldum fremur en einstaklingum. Hugsunin er beildstæð og' mjög nýtízkuleg í framkvæmd, en þó virðist þetta ekki draga úr fram- taki einstaklinga. Tilbeiðslan er annar sterkur þáttur, og eins ólík vorri messu og verða má. Hér er prestur yfirleitt einleikari, í tóni, lestri og tali, nema þær stuttu stundir, sem kór syngur. Þegar nú prestur er þunnur hjá oss, verður öll athöfnin þunn — og „köld“ nema til komi sakramenti eða önnur hátíðleg sthöfr.. Söfnuður Soka gakkai myndar eina lilbiðjandi heild. Samstilltur mælir hann fram bæn, sem heitir Daimotku: Namu nyo ho renge kyo, Heill þér þú eilífa ljós! Þúsundir manna endurtaka þessa bæn í stundarfjórðung eða svo. Þá tekur við upplestur úr helgiritinu Lótus sutra, þar næst þungur bumbu- sláttur, síðan aftur Daimoku bænin. Þessi athöfn fer fram um miðjan dag, Gefa nýja möguleika HUSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Taugavegi 13, símar 13879 og 17172. Pósthólf 193, Reykjavík 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.