Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 10
BJORN DANIELSSON: ÞEGAR SILDIN VM KVEÐIN AÐ LANDI Síld unnin á Siglufirði. f þjóðsögum er víða getið um á- lög. Álagablettir eru margir til á íslandi. Þá má ekki beita eða slá, ef útaf er brugðið hendir einhver vá þann, er verkinu veldur. Vitað er, að ekki voru allir jafn trúaðir á raunveruleika álaganna, en furðu eru þær margar sögurnar af því, að ekki hafi verið hlýtt dómsorði á- laganna, og þá jafnframt, að hvers- konar böl, óhöpp og slys hlutust af. Er slíkt stundum vottfest af hinum mætustu mönnum hreppstjórum í sinni sveit, eða öðrum, sem enginn skyldi ætla áð bæru ljúgvitni. Öllum þeim, sem hafa lesið ævin- týri, hlýtur að vera minnisstæð hin margslungna álagatrú, sem þar kemur fram. Menn og dýr eru bundin ham álaganna fyrir áhrínsorð einhvers þess, sem þá töfra kann. Jafnframt er álaga getið í Ijóðum og svo máttug voru sum skáld, að þau gátu eytt byggðir með kynngi orða sinna, eins og segir um gömlu höllina: Það varð að áhrínsorðum, sem aldna skáldið kvað: hin mikla höll er horfin svo hennar sér ei stað. Það er svo skrítið, að þegar ævin- týrin segja frá álögum, þá eru það vanalega fordæður eða galdraþrjót- ar og hvers kyns illþýði, sem beita þessu ramma valdi. Eins er það með álagasagnir þjóðtrúarinnar. Þær eru oftlega kenndar galdra- mönnum, auk álfa og annar- legra vætta. Nokkuð öðru máli gegnir um skáld þau, er kváðu álög á menn eða byggðir. Ákvæðaskáld, eða kraftskáld hafa löngum verið í heiðri höfð á landi hér, og margar vísur eru til, sem sagt er að þessi eða hinn höfundurinn hafi kveðið og gert að áhrínsorðum. Fyrir slík- um kveðendum var borin óttablandin virðing. Kunn er frásögn af Hallgrími Pét- urssyni, sem sá tófuna bíta lambið á kirkjugarðsveggnum, meðan prest- ur var að messa. Hann horfði á varginn gegnum kirkjugluggann og kvað: Þú sem bítur bóndans fé bölvuð í þér augun sé. Stattu eins og stirðnað tré steindauð niðrá jörðunne. Og tófan féll steindauð niður af veggnum. Fjöldi slíkra frásagna er til frá ýmsum tímum. Væri það verð- ugt og skemmtilegt viðfangsefni fyrir einhvern ungan íslenzku- eða sögu- menn að kynna sér allt það, sem skráð hefur verið um álög og álaga- trú á íslandi, og draga af því álykt- anir. Var þessi trú ríkari í einum landshluta en öðrum? Var hún meiri á einum tíma en öðrum? — Var hún bundin efnahag fólksins? — Var hún meiri á neyðartímum en í góðærum? Slíkum spurningum er gaman að velta fyrir sér. Getur verið að allar þessar álagasögur séu draumur píndra lýða, sem lætur þá óskhyggju ná völdum, að geta með mætti hugarins einum saman skapað sér eða náung- anum örlög? Ef allar tiltækar sögur og vísur væru kannaðar væri kannski hægt að fá nánari svör. Allt fram á okkar daga hafa verið til kraftaskáld. Hér mun aðeins verða sagt frá einu sérkennilegu atviki, sem án efa hefði raunverulega verið heimfært undir fjölkynngi ákvæða- skáldsins, ef atburðurinn hefði gerzt fyrr á öldum. En þegar hann átti sér stáð var trúgirnin minni. Höfund urinn var að vísu kallaðu kraftaskáld en það var fremur í gamni en al- vöru. Þó bjó einhver óljós grunur á bak við — menn voru ekki alveg vissir, gat það ekki verið, að mátt- ur andans hjá ljóðasmiðnum væri svo mikill, að hann hefði vissulega seitt síldina á miðin? — Sjálfur var hann ekki trúaður á að svo hefði til tekizt. En undarleg er tilviljun- in! Stefán Vagnsson, sem nú er lát- inn fyrir nokkru, var kunnur sagnamaður og hagyrðingur í Skaga firði. Hann var oft kenndur við Hjaltastaði í Blönduhlíð, en þar bjó hann um sinn. Síðar stundaði hann lengi skrifstofuvinnu á Sauðárkróki. Stefán orti allmikið. Hann var húmoristi, jafnframt því að vera al- vörumaður. Sá hann gjarna skemmti legu hliðarnar á mönnum og mál- efnum, og oft setti hann álit sitt fram í fyndinni stöku, sem gjarnan fékk vængi og flaug víða, en síður mun það hafa komið fyrir að vísur Stefáns væru særandi. Eins skráði hann talsvert af þáttum um sérkenni lega menn, auk þjóðsagna og þjóð- háttalýsinga. Allt sem frá hans hendi kom var vandað og vel unn- ið; einnig var hann frábær skrifari. En frásögnin, sem hér skal greind er svofelld: Stefán vann um hríð á skrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglu- firði. Þetta var sumarið 1944. Fyrri hluta þess leit mjög illa út með síldveiðar. Laust fyrir miðjan ágúst gerði mikla brælu á miðunum útaf Norðurlandi, og voru sjómenn og út- gerðarmenn mjög uggandi um sinn hag. Gerðu jafnvel eins ráð fyrir því, að ekki mundi gefast meiri björg á þeirri vertíð. Þegar þetta var, hafði Sveinn Benediktsson nýtekið við stjórnar- formennsku Síldarverksmiðjanna. Hafði hann tekið við því starfi af Þórði Eyjólfssyni. Og nú var það, að Sveinn kom til Stefáns og fór þess á leit, að hann kvæði síldina á miðin! En jafn- framt síldarleysinu hafði svo illa til tekizt, að annar löndunarkrani S.R.N. á Siglufirði hafði brotnað við löndun, svo það var ýmislegt sem amaði að. En sagt er, að Stefán tæki lítt á málaleitan Sveins, þar til svo var komið hinn 14. ágúst, að all- ar þrær verksmiðjanna voru tómar. En þá var líka annað hvort að duga eða drepast. Gengu þeir nú báðir á fund Stef- áns, nýi stjórnarformaðurinn og framkvæmdastjóri verksmiðjanna, og báðu hann nú vel að duga, ekki væri seinna vænna! — Og fyrir há- degi þennan dag hóf skáldið upp raust sína og flutti eftirfarandibrag: Það er helzt á Sveini að sjá að sé hans gæfa þrotin. Síldinni bólar ekkert á og annar kraninn brotinn. Austan brælu yfir sló — öll er að stöðvast driftin. Átulaust um allan sjó eftir formannsskiptin. Vaktaslit og volæði, válegir sultarhljómar. Útgerðin í öngþveiti, allar þrærnar tómar. Réttar Árna reyndust spár, að rýrnaði mjöl og lýsi, og síldin brygðist öll í ár eins og stóð í „Vísi“. Þegar ríkti Þormóður þá var í kvörnum malað, löngum síldar landburður og lítið um „Rauðku" talað. „Hann, sem ræður himni og jörð“ og hnekkir hverju meini láti nú víkur, flóa og fjörð fyllast handa Sveini. Hvert fúahrip, sem fer á sjó fullt skal hingað svamla svo að fyllist sérhver þró og — „Síbería" gamla. Enginn stormur ýfi dröfn, eða þang í flesi, rokna síld á Raufarhöfn og reyta í Krossanesi. Þegar rætist þessi spá, er þarna frá ég greini, þá mun lýður líka sjá, að lánið fylgir Sveini. Og það fór líka svo að lánið heim- sótti Svein. Að kvöldi sama dags var forælan gengin niður og svartur sjór af síld útaf Fjörðum og Flatey. Og daginn eftir óð síld allt frá Eyja- firði til Vopnafjarðar, og síðan um allan sjó. Varð þetta upphaf einnar mestu hrotu í sögu síldveiðanma, og á eft- ir var mikið um skáldið skrafað, er svo þróttuglega hafði kveðið. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.