Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Blaðsíða 13
Stefán Rafn Jónsmessunœturdraumur Vér biðjum Drottin um betri heim, og biðjum fyrir öllum þeim, sem ljóssins ríki lúta. Ó, send oss kraftinn herra hár, himna Guð, og þerra tár, og leystu lyga hnúta. Vertu oss Jesú vörn og skjól, vægðu oss mikla upprisusól. Þá, lífið, lífið ég hefi. Ótal margt í heimi hér, er hryllingur og boðasker, á lífsins landabréfi. Drottinn Jesú, ég þakka þér, að þú hefur vakað yfir mér, og elskar mig alla daga. Dýrmæt er náðin Drottinn minn, daglega handleiðslu þína finn, — unz úti er ævisaga. (Á Jónsmessunótt 1968). rnanna (l pessarl aWertí og sagði, að hún væri gagnslaus ef skapandi andi stæði ekki áð baki henni. Sjálfur var Schönberg það hefðbund- inn í hugsun, að honum tókst varla eins vel og nemendum sínum að not- færa sér þessa snjöllu uppfinningu. Möng tólftónaverk Schönbergs eru þurr og einstrengingsleg þótt þar inn- an um megi finna frábæra hluti eins og til dæmis ópermna „Móses og Aron“ sem honum tókst ekki að ljúka við. Mörg af þessum verkum minntu á gamla tónlist með mörgum „fölskum" nótum, þrátt fyrir nútímalegt yfirbragð. begar nazistar komust til valda í Þýzkalandi 1933 varð Schönberg að flýja land. Hann tók trú feðra sinna gyðingatrú, strax og hann var kominn frá Þýzkalandi og upp frá því varhann fylgismaður zíonismans og samdi nokkr- ar gyðinglegar tónsmíðar þ.á.m. örstutt verk en magnþrungið „Þeir sem lifðu af Varsjá“ fyrir talrödd kór og hljóm- sveit. Hann fluttist til Bandaríkjanna og var prófessor við ýmsa háskóla. Þar hópuðust að honum nemendur eins og annars staðar, sem heilluðust af kunn- áttu hans, persónuleika og djörfum skoð unum. Verk hans voru ekki eins fersk og áður þó stundum tækist honum upp, sá ferskleiki og dirfska sem einkenndi verk hans fram tii 1925 var horfið að mestu, og eiginlega var Schönberg orð- inn fangi eigin hugmynda. Samt vann hann af kaippi og hafði mikil áform á prjónunum að ljúka við stærstu verk sín, óperuna „Móses og Aron“ og óra- toríuna „Jaikopsleiter" en hvorugt tókst. Hann andaðist í Los Angeles 13. júli 1951. Schönberg hefur verið nefndur „hinn inikli einmana andi“. f listrænum efnum vék hann aldrei um hársbreidd, daðr- aði aldrei við tímanlegan smekk samtið- arinnar, en gekk einn þá braut sem samvizkan bauð honurn. Og rödd sam- vizkunnar fylgdi hanin með ofstækis- fullu kappi „án sátta við guð eða fjandann“. UM VALDIÐ Framhald af bls. 4. miklu fremur en við greint sjúkdóm okkar, hann getur veitt okkur sérfræði- lega meðferð. En á hinn bóginn getur hann ekki haldið fram, að hann viti betur en við, hvernig okkur líður á meðan á meðferð hans stendur. Og það er lélegur læknir, sem gerir á okkur hættulega skurðaðgerð án samþykkis okkar. Sjálfstjórn til handa list og menningu?_ Það er slagorð og þægileg taktík. í dag gildir þetta, á morgun hitt, það sýn- ist ólíkt, en ekki þarf mikinn fagmann ti! að sjá, að það kemur úr sama olíu- fatinu, bara sitt úr hvorum krana. Eins og ég er ekki of viss um stöðu mína í þeirri menningarpólitísku aðstöðu, sem greinilega getur brotið niður stjórnar- völdin, eins finnst mér ég ekki vera óhultur sem borgari utan veggja þessa salar, utan þessa leikvangs. Ekkert kemur fyrir mig, og ekkert hefur komið fyrir mig. Slikir hlutir eru hættir að gerast. Á ég að vera þakklátur? Ég hef enga tilhneigingu til þess. Ég er hræddur. Eiginlega sé ég ekkert ör- yggi. Ég sé að vísu að dómstólar vinna betur, en dómararnir sjá ekkert öryggi. Ég sé að ákæruvaldig vinmur betra starf, en ákærendurnir, hafa þeir eitt- hvert öryggi, eru þeir vissir um sig? Ef þið óskið gæti ég tekið viðtal við fáeina þeirra í tímaritið. Þið haldið máski að hægt yrði að gefa það út? Ég væri ekki hræddur við að taka við- tal við t.d. ríkissaksóknarann um það, hvers vegna menn, sem dæmdir hafa verið saklausir og sýknaðir aftur, fá ekki umsvifalaust réttindi sín aftur, hvers vegna íbúðum þeirra og húsum er haldið fyrir þeim — en það yrði ekki birt. Hví hefur enginn opinberlega beð- ið þá afsökunar, hví njófa þeir ekki léttis þeirra sem verða fyrir pólitískum ofsóknum? Hvers vegna getum við ekki búið þar sem við viljum, hversvegna fara ekki klæðskerarnir til Vínar í þrjú ár og málarar til Parísar í þrjátíu og koma aftur án þess að vera kallaðir svikarar? Þing okkar á sér greinilega réttarprinsip: nullum crimen sine lege, ekkert brot án laga. Þetta er fram- kvæmt á þann hátt að framleiða jafn- marga afbrotamenn handa ríkinu og rík ið vill fá. Hví geta ekki þeir menn sem engan veginn una sér hjá okkur, farið til helvítis í friði, og hvers vegna forða þeir menn sér ekki, sem alls ekki vilja sjá endalok þessa nýbyrjaða lýðræðis? Satt er það, að samþykkt hafa verið ýmis lög til bóta. Satt er það, að verið er að undirbúa önnur lög. Það er líka satt, að nýju lögin um pressuna hafa sópað vel. Þáð er líka verið að undir- búa lagasetningu um önnur réttindi borgaranna — samkomu- og félagarétt indin. Innanríkisráðuneytið undirbýr lögin — grein um þau, þegar sett, var dregin til baka í Literání Noviny. Ég sé ekkert öryggi. Hvers konar öryggi? Ég veit það ekki. Hér nem ég staðar, því að ég er kominn að lokum, að miklu vafamáli: hvort ríkisstjórnin sjálf og aðrir stjórn endur hafa nokkurt öryggi fyrir borgara legum réttindum sínum, og án þeirra er ekkert skapandi verk hægt að vinna, ekki einu sinni skapandi stjórnmál. Á þessum stað lýkur lýsingu minni á innri eiginleikum alls valds, og ég get í stór-. um dráttum aðeins vitnað til orða ann- arra, um kvörnina, sem oft malar líka þann, sem setti hana í gang. Menningarlegar framkvæmdir þess sem tvímælalaust er nauðsynlegt fyrir skipulegan rekstur ríkis, eru mæli- kvarði á það menningarstig sem náðst hefur. Þess vegna er um meira að ræða en betri menningarpólitík, það er um að ræða menningu pólitíkurinnar. Þar sem pólitík stjórnmálamannanna er menningarleg, þar þurfa rithöfundar, listamenn, vísindamenn og verkfræðing- ar ekki að keppast um ólík réttindi sín, bundnir greinum, stéttum, klúbbum, samtökum. Þeir þurfa ekki að leggja áherzlu á hið sérstæða í starfi sínu, þurfa ekki að kalla yfir sig andúð ann- arra borgara, verkamanna, bænda þjón ustufólks, sem á rétt á því sama og þeir, en finna engin ráð til að koma skoðun- um sínum gegnum net ritskoðunarinnar. Þeir geta ekki lagt sorg sína eða sið- ferðilegan ákafa í listrænan búning, í byggingu, í liti, í aforisma eða ljóð eða tónverk. Hin menningarsnauða pólitík kallar yfir sig herskara frelsisstríða og er svo óánægð yfir að alltaf skuli vera talað um hana, skilur ekki að frelsi er bara til þar sem menn fá ekki að tala um það. Hún er óánægð yfir að menn skuli segja frá því sem fyrir augu ber, er. í stað þess að breyta því sem menn sjá, reynir hún alltaf að skipta um augu í mönnum. Og smám saman fjarlæg isi tími þess, sem eitt er vert alls ákafa, nefnilega draumsins um stjórn sem er hið sama og borgararnir og um borgara sem næstum stjórna sér sjálfir. Erþetta draumur sem getur ræzt? Á leiðinni til þessa draums, sem þjóð okkar hefur stefnt að úr myrkviði forn- sögu sinnar, höfum við færzt fram um nokkur fet. Eitt þeirra var stofnun sjálfstæðs ríkis í Tékkóslóvakíu fyrir tiiverknað framsækinna afla og fram- sækinna stjórnmálamanna. Þessa er ekki getið í ályktunartillögu okkar, og ég legg til að það verði gert. Því að þá var stofnað ríki, sem þrátt fyrir van- kanta sína var mikið lýðræðisríki í hópi þeirra ríkja, sem þá voru á dögum. Þetta ríki hafði í tilfinningu og hugsun þegna sinna enga verulega hindrun gegn hugsjónum sósíalismans, sem gera mætti að raunveruleika í næsta skrefi þróun- arinnar. Framhaldið breyttist við stríðs lok í hreina áætlun um sósíalískt ríki. Hin sérstöku skilyrði sem sósíalismanum var hrundið í framkvæmd við, einkum eiginleikar hans sjálfs í ríki þar sem bann hefur verið áður og þekkingin á þess tíma sósíalisma, stuðluðu að því að hér varð afturför við framkvæmd hans og atburðir sem ekki verða skýrðir ein- göngu með tilvísun til loftslags, og ekki eiga rætur í skaplyndi og sögu þjóðar- innar. Þegar talað er um þessa tíma, þegar leitað er skýringa á því, að við misstum svo mikla siðferðilega og efnalega krafta, á því, að við urðum aftur úr á fjármálasviði, segir ríkisvaldið að svo hafi orðið að vera. Ég held það hafi verið ónauðsynlegt frá öllum sjónar- hornum okkar séð. En máski hefur það verið nauðsynlegt fyrir ríkisvaldið, sem raunverulega þvingaði alla forsvars- menn sósíalismans gegnum þessa þróun með sér. Við verðum að gera okkur grein fyrir að síðastliðin tuttugu ár höf- um við ekki leyst eitt einasta mannlegt vandamál, allt frá frumþörfum eins og húsnæði og hagþróun til hinna fínni nauðsynja, sem ólýðræðisleg ríki hafa ekki iíka getað leyst. Við getum nefnt sem dæmi tilfinninguna fyrir fullri virð ingu í samfélaginu, undirskipun póli- tískra ákvarðana undir siðferðileg mörk, trúna á gildi hinnar smávægileg- ustu vinnu, nauðsyn á gagnkvæmu trausti manna á meðal. Ég óttast að við höfum alls ekki komizt í sviðsljós heims ins, og ég finn að nafn lýðveldis okkar hljómar ekki eins vel og áður. Ég sé, að við höfum ekki gefið mannkyninu nokkrar góðar hugmyndir, við höfum t.d enga tillögu fram að færa um það, hvernig á að framleiða án þess að kafna í framleiðslu, að við eltumst á stund- um við ómenningarlega menningu af bandarískri gerð og öpum eftir vitleys- ur frá austri og vestri. Þar með segi ég ekki að við höfum lifað til einskis, að allt þetta hafi ekk- ert gildi. Það hefur gildi, en spurningin er, hvort það hefur varanlegt gildi. í því tilviki ætti öll þekking mannkyns- ins að vaxa, en kennslutækið þyrfti ekki endilega að vera land, þar sem menningin er í hættu. Ég legg til að í áJyktun okkar verði bent á það, sem hin framgjarna tékkneska menning sá, eða a.m.k. fann á áratugnum milli 30 og 40 . (...) Að lokum vil ég segja þetta, þó því sé vafalaust ofaukið og það komi alls staðar fram í ræðu minni: Gagnrýni minni á þessu ríki varpa ég ekki fram- an í sósíalismann, þar eð ég er ekki viss um að þetta hafi verið nauðsyn- lcgt, og þar eð ég kalla þetta vald ekki vera hið sama og sósíalismann, þótt það vilji sjálft láta líta svo úr. Örlög þeirra þurfa heldur ekki að vera hin sömu. Og ef mennirnir sem beita þessu valdi — á þessu augnabliki leysi ég þá úr viðjum valdsins og tala til þeirra sem einstaklinga með persónulegar tilfinn- ingar og hugsanir — ef þessir menn kæmu hér og bæru fram þá spurningu, hvort unnt væri að láta drauminn ræt- ast, þá held ég, að þeir mættu líta á það sem tákn um góðvild okkar og hina fullkomnustu borgaralegu hlýðni, ef svarið yrði: „Ég veit það ekki.“ Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Siguröur Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráö Jónsson. RitstjJfltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. 28. júii 1988 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.