Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 13
“^FLOUR^ aiuL-i?®iai?®8ii Egill Áskelsson SKULD Hjarta raitt sló, og hræddur hljóp ég undir vængi þína. Sál mín ólgaði, og sefandi lag þitt róaði sál mína. Óverðugur naut ég ástar þinnar, blíðu brjósta þinna. Skuld mín ógreidd enn. Var nokkuð fegurra 'en fórn þín? Hreinna en hjarta þitt, dýpra en auga þitt. Sterkara en ást þín? Bráðum. Bráðum er leikið allt mitt útgöngulag. Dragðu svo tjaldið hljótt fyrir. Berðu kveðju mína öllu, sem elskar, því ástin er fórn. manns, sem mest eWa t>ezt hef- ur unnið Bræðralagi Þjóðanna og afnámi eða samdrætti herja og boðun og aukningu friðar- ráðstefna." Úthlutun verðlauna fyrir efnafræði og lífeðlisfræði átti að vera í höndum sænsku vís- indaakademíunnar, læknis- fræðiverlaunin átti Karolinska Institutet í Stokkhólmi að út- hluta, og friðarverðlaunin áttu að vera í höndum fimm manna nefndar, sem kosin væri af Norska Stórþinginu. Noregur laut þá sænsku krúnunni en hafði sitt eigið þing. „Ég lýsi því yfir sem ein- lægri ósk minni,“ sagði hann að lokum, „að við verðlauna- úthlutunina verði alls ekkert tillit tekið til þjóðernis hinna tilnefndu." Það sem fyrir Nobel vakti var að verðlaunin yrðu skap- andi mönnum fjárhagsleg lyfti- stöng. Hann taldi sjaldgæft að vísindalegar uppfinningar skil- uðu hagnaði eins og hjá hon- um sjálfum og að flestir vís- indamenn (að meðtöldum þeim, sem gert höfðu þær grundvall- aruppgötvanir, sem hans eigið starf byggðist á) hlytu litla umbun í hlutfalli við þær gjaf- ir sem þeir færðu mannkyninu. Hann sagði eitt sinn, að oftast væru það aðrir en höfundarn- ir sjálfir, sem högnuðust á hin- um vísindalegu uppgötvunum. T i æknilega séð var erfða- skráin einskisnýtt plagg. Á henni var sé undirstöðugalli áð Nobel arfleiddi engan sérstak- an að auðæfum sínum. Ýmsum aðilum var ætlað að úthluta verðlaunum, en þeim voru ekki fengnir peningarnir í hendur. Ennfremur tók Nobel ekki með í reikningnin hve eignir hans voru yfirgripsmiklar og flókn- ar, en þær voru við andlát hans dreifðar yfir níu þjóðlönd og því háðar lögum níu landa um erfðir og erfðafjárskatt. Það lá jafnvel ekki skýrt fyrir í hvaða landi Nobel væri heimilisfast- ur — Svíþjóð, Frakkland og Ítalía áttu öll tilkall til hans. Síðustu mánuðina, sem Nobel lifði var hann að hugsa um að kaupa dagblað í Svíþjóð til að berjast fyrir stjórnmálaleg- um umbótum og friði. Þeg- ar vinur hans einn kom með þá mótbáru að slík stefna gæti skaðað framleiðsluhagsmuni hans, svaraði Nobel: „Það er sérvizka hjá mér að hugsa aldrei um eigin hagsmuni“. Þann 7. desember 1896 fékk hann heilablóðfall og lézt þrem ur dögum síðar að heimili sínu í San Remo. Hans var minnzt með fjögurra lína dánartil- kynningu í „The Times“ í Lon- don. Eftir brennsluna var aska hans grafin í fjölskyldugraf- reitnum i Stokkhólmi. Til þess að erfðaskráin yrði fullgild þurfti fimm ára mála- rekstur og sérstaka lagasetn- ingu frá sænska þinginu, svo að þrátt fyrir afstöðu Nobels sjálfs höfðu lögfræðingar gott upp úr krafsinu. Við lát No- bels sjálfs var netto heild- arverðmæti eigna hans um 1800.000 sterlingspund og var mestur hlutinn í Þýzkalandi og Englandi. Eftir að greiddur hafði verið eignarskattur í hin- um ýmsu löndum og kostnaður við málareksturinn voru eftir um 1700.000 sterlingspund fyr- ir Nobels-stofnunina, sem sænska löggjafarvaldið hafði sett. (Á þeim fimm árum, sem það tók að komast að niður- stöðu, fóru um 250.000 sterl- ingspunda árstekjur í súginn.) Þar sem erfðaskráin var ó- gild, átti Nobel-fjölskyldan í rauninni tilkall til auðæfanna, en hún krafðist þess eindreg- ið að farið væri að tilmælum Alfreds Nobel. Fyrstu verðlaununum var úthlutað þann 10. desember 1901, fimm árum eftir andlát Nobels. Verðlaunin fyrir eðlis- fræði fékk W. C. Röntgen, sem fann röntgengeislana, efna fræðiverðlaunin fékk J. H. van t’Hoff fyrir uppgötvanir í efnafræði, verðlaunin í lækn- isfræði fékk E. A. von Behr- ing fyrir rannsóknir sínar á barnaveiki, bókmenntaverð- launin fékk franska skáldið R. F. A. Sully Prudhomme en friðarverðlaununum var skipt á milli Henri Dunants, stofn- anda Rauða Krossins og Fred- eric Passy, stofnanda fyrsta franska friðarsambandsins. Verðlaunaveitingar hafa hald- ið áfram æ síðar og eru enn gerðar samkvæmt útnefningum þeirra aðila, sem tilteknir eru í erfðaskrá Nobels. Sérhver verðlaunahafi fær gullpening, heiðursskjal og allt að 30.000 sterlingspundum í peningum, skattfrjálst — skynsamlegar fjárfestingar hafa meira en þre- faldað hinn upprunalega No- belssjóð. „Að útbreiða þekkingu er að útbreiða velsæld," skrifaði No- bel eitt sinn í bréfi. „Ég á við almenna velsæld en ekki auð- söfnun einstakra manna og með velsæld hverfur mikill hluti þess illa, sem er arfleifð okk- ar frá tímum formyrkvunar." Hagnlagðor KVEÐIÐ Á GLUGGA Þórsteinn Narfason á Brú kom einu sinni á glugga um nótt á Króki í Bisikupsituniguim og kvað þessa vísu: Ýmis bein með afl og þor úti liggja fyrir glugga. Þau hafa öslað fen og for í fölum, dimmum næturskugga. (fsl. sagnaþ. og þjóðs.) TVÆR VÍSUR EFTIR ÞORSTEIN FÓL Kaupstaðarferð 1817. í vorum ferðum vart er gaman verð ég fárklökkur minnast á. Brúnkollur geldar berjast saman bágt er þvílíkt að heyra og sjá. Vorið bæði og veturinn var kaldsamt. Drápust folöldin. í kaupstaðnum sama sumar. Grátlausir tónum gleðisálma gefum Bakkusi lofstírinn. MIKIL ÓGN ER AF TRJÁM Mikið gengur fljótt og vel með skólabygginguna syðra. í fyrradag byrjuðu þeir að leggja undirstokkana á grund- völlinn, og mun nú eitthvað ganga — 60 manns vinna þar daglega. Norðmenn reka allt á- fram og sýnast mér þeir fylgn- ari sér að verki og fjörugri en Danir. Mig minnir að verka- laun alilra við húsið vikuna sem leið, væru 470 rbd. Lítið eitt fyrir ofan húsið hafa þeir allt geymsluhús skólans, er það 20 ál. á lengd, en 8 á breidd. Það smíðuðu þeir á fá- um dögum. Mikil ógn er af trjám og allskonar viðum kom- in samam þar í nánd við hús- Stæðið, og víst verður mikil prýði að því öllu, þegar það er komið á sinn stað. Verður ekki skólahúsið assúrerað? (Bréf P. Melsted til J.S. 31.7. 1844.) EKKI BATNAR BIRNI Meðan sr. Ámundi var á Kálfatjörn, bjó á Bakka Björn Sturluson, skáld og smiður (f. 1559 — d. 1621). Þeir ortust á prestur og Björn. Árið 1587 var Björn viðriðinn við víg og dróst það mál á langinn, þann- ig að hann átti alltaf öxina yfir höfði sér. Frá þeim árum mun vera þessi vísa, sem eign- uð er sr. Ámunda: Þuríði mína þekkja menn, þetta segir Klerkur. Ekki batnar Birni enn banakringluverkur. (Strönd og Vogar) MEDAL / UPPSKRIFT VIKUNNAR BERLÍNARKRANSAR 1% boll lint smjörliki. 1 bolli sykur. 2 tesk. saxaður appelsínubörkur. 2 egg. 4 bollar GOLD MEDAL hveiti. Hrærir smjörlíkið, sykurinn og appelsínubörkinn og egg- in vel saman. Bætið hveitinu útí. Hnoðið — kælið. Skeri'ð deigið í smábita, rúllið í lengjur. Snúið upp á lengjuna og gerið siðan einfaldan hnút úr lengjunni, þannig að sentimetersendi standi sín hvoru megin út úr hnútunum. Setjið í ósmurða plötu. Pennslið hnútinn með stífþeyttri eggjahvítu blandaðri 2 tesk. sykri. Skerið kokteilber til helming og setjíð í miðjan hnútinn. Smáræmur úr sítrónu berki notist til skrauts. Ofnhiti 400°. Bakið í 10—12 mín. (Úr deginu fást um 60—70 kökur). Ath. Ef deigið spring- ur, velgið það eða vætið með fáeinum dropum þar til sprungurnar hverfa. 23. fehrúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.